Leita í fréttum mbl.is

Níðskældur

virðast eiga örugga aðdáendur meðal Íslendinga.

Má minnast Ljósavatnssystranna, Raklear og Judithar á 19 öld.

Þær ortu:

"Fjallakauðaforinginn

fantur nauða grófur.

Er nú dauður afi minn

Oddur sauðaþjófur."

Þegar faðir þeirra var færður til kirkju á kviktrjám:

"Firðar draga feikna hlass

fullgreiður er vegur

Farðu nú í fjandans rass

faðir minn elskulegur."

 

Bóluhjálmar koma að Ljósavatni og lá önnur hvor systirin í rúmi. Hún svipti ofan af sér sænginni og sagði:

"Kvoðan þvær um kríkar mér

kviðurinn rær og yppar sér.

Sundur lærin liggja ber

og leikan hlær á móti þér."

Sagt var að Hjálmar hefði orðið nær ókvæða við.

Ég hitti yndislega konu fyrir mörgum árum. Hún kunni ókjör eftir systurnar. Því miður skrifaði ég ekki niður en finn nú óvíða nokkuð eftir þær og hitti ekki konuna lengur.

Einn maður var í Dölum vestur sem orti:

"Beitti hann fram á elliár

undirferli, rógi. 

Öfundsjúkur, aurasár

Ólafur í Skógi.

 

Hans var jafnan höndin treg

til hjálpar smælingjunum.

Gekk hann aldrei glæpaveg

en götuna meðfram honum."

 

Ég heyrði að hann hafi flæmst úr sveitinni fyrir svona kveðskap.Gaman væri að vita hver hann var þessi níðskælda.

 

 

r


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.bragi.arnastofnun.is/skag/visur.php?VID=10096

http://bragi.arnastofnun.is/visur.php?VID=27001

Vagn (IP-tala skráð) 13.5.2021 kl. 17:34

2 Smámynd: Haukur Árnason

 Það fer ýmsum sögum af þessu.

Héraðsbókasafn Skagfirðinga.   ( brot )

ÁRSSKÝRSLA 1983

Órar heitir ljóðabók, gefin út í Reykjavík 1925 og er eftir Hannes Guðmundsson. Hann var frá Syðri-Brú í Grímsnesi, um tíma fisksali í Reykjavík. Á bls. 56 í bókinni má líta vísu innan um aðrar, undir fyrirsögninni Stökur:

Hans var jafnan höndin treg
að hjálpa smælingjunum.
Gengur hann ekki glæpaveg,
en götuna meðfram honum.

Í safni Jóhanns Sveinssonar frá Flögu, -Eg skal kveða við þig vel-,
1947, bls. 103, er þessi meinlega snilldarvísa eignuð Bjarna Gíslasyni, og þar er þriðja línan höfð öðruvísi en hér að ofan („gekk þó aldrei glæpavegu). Bjarni og Hannes Guðmundsson voru vinir og drykkjubræður. í stóru vísnasafni Ólafs Marteinssonar magisters, Lbs. 2443-45, 8vo, er að finna marga seðla með vísum eftir Bjarna, merkta fangamarki heimildarmanns, „H.G.U Þeir stafir tákna mjög líklega nafn Hannesar Guðmundssonar. Þar er m.a. staka sem Bjarni kvað eitt sinn í gamansemi um Hannes, að því er mér sagði Þorgeir skáld Sveinbjarnarson, en í handriti er tilefnisins látið ógetið:

Hann tók í nef hjá náungum,
nóg var þrefið í honum;
hann kvað oft stef á kvöldvökum
og kunni að þefa af griðkonum.

Þorgeir Sveinbjarnarson hélt því fast fram í samtali við mig oftar en einu sinni, að Hannes Guðmundsson væri áreiðanlega höfundur vísunnar: Hans var jafnan höndin treg — og honum var í mun að það faðerni brenglaðist ekki. Mig minnir jafnvel að hann segðist hafa borið til baka í dagblöðum, að gefnu tilefni, að Bjarni Gíslason hefði ort vísuna. Þorgeir gerði sér ei að síður grein fyrir því, að Bjarni var sleipari hagyrðingur en Hannes Guðmundsson. En hann hafði kynnzt Hannesi vel og vildi ekki að gengið væri á hlut hans— í gröfinni. Þorgeir taldi vísuna kveðna um 1923-24 á Fitjum í Skorradal og nefndi mér nafn bónda þess þar, er sennilega fékk skeytið.
Ég gat aldrei tekið almennilega undir rök Þorgeirs kunningja míns í þessu máli og át hvor sitt. Mér fannst alltaf, og er svo enn- kannski fyrir áhrif  frá  vísnasafni Jóhanns Sveinssonar frá Flögu, sem ég las unglingur margsinnis — að Bjarni Gíslason hefði búið vísuna til, einhverjir straumar fleytt henni þó inn í bók annars En hvenær verður það sannað? 1 Vísnasafninu, útgáfu 

Haukur Árnason, 14.5.2021 kl. 00:54

3 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Meira af þessu !

Þórhallur Pálsson, 14.5.2021 kl. 07:48

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Kerran kemur á óvart með þekkingu sem oftar. Bjarni Gíslason er sagður skagfirskur er líklega höfundurinn. En ég heyrði að þessar tvær vísur hefðu hangið saman um sama bóndann, Ólaf í Skógi, hvar sem sá bær er nú en ég hélt hann hafa verið í Dölum

Halldór Jónsson, 14.5.2021 kl. 09:20

5 Smámynd: Halldór Jónsson

En Vagn,

hvar náum við í  meira eftir Ljósavatnssystur?

Halldór Jónsson, 14.5.2021 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband