Leita í fréttum mbl.is

Sparnaðurinn er útlægur

úr fjármálakerfinu.

Skynsamur maður hringir inn á Útvarp Sögu og vekur athygli á því að allt sparifé muni flýja bankana ef þessu heldur áfram.

 

Bankarnir þráast við að bjóða verðtryggða skammtíma reikninga.Ekkert minna en 3 ár sem almenningur hefur enga þörf fyrir.  Þar með eru sparifjáreigendum allar bjargir bannaðar aðrar en að horfa á peningana brenna upp ef maður eyðir þeim ekki strax.

Þarf ekki  nýjan banka niður við Lækjartorg sem býður skammtímaraunvexti á sparifé?

Vaxtabreyting Seðlabankans upp á 0.25 % hefði því lítið að segja ef ekki ríkti þessi lífeyrissjóðaeinokun á fjármálamarkaði. 

Einkarekstur í bankakerfinu er greinilega tímabær og "Hermanns-og Ármannsvextir eru tímabærir til að brjóta einokun stóru kallanna á fjármálamarkaði.Við þurfum frelsi í fjarmálum og afnám bankaeinokunarinnar.

Lántakendur og lánveitendur eiga að semja sjálfir um sín mál án afskipta opinberra aðila. 1-3% á mánuði eru vextir sem menn þekktu hér áður fyrr ef menn vantaði peninga strax.

 

Gamli Sveinn sagði líka:

"Vextir eiga að vera svo háir sem til eru fífl að borga."

Það er auðvitað eina vaxtalögmálið sem vit er í.

Annars verður sparnaður bara útlægur úr Íslensku Efnahagslífi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dæmigert heimskulegt nöldur einhvers Sögubjána sem ekkert þekkir til.

Verðbólgan hefur séð til þess í mannsaldur eða meira að bankarnir eru ekki geymslustaðir sparifjár. Að þeir skuli þó núna bjóða verðtryggða reikninga með ekki lengri binditíma er þó framför. Og jafnvel þó ekki væru lög og reglur sem bönnuðu styttri bindingu (2. gr.  Verðtryggðir innlánsreikningar.    Innlánsstofnunum er því aðeins heimilt að taka á móti sparifé gegn verðtryggingu miðað við vísitölu neysluverðs að innstæða sé bundin í 36 mánuði eða lengur.) þá væri hæpið að nokkur banki færi að bjóða styttri bindingu en styðstu verðtryggðu lánin sem bönkunum er heimilt að bjóða.

Hvernig hægt er að heimta "Hermanns-og Ármannsvexti", sem voru ákvarðaðir af ríkinu og þvingaðir upp á lántaka og lánveitendur, og í sömu andrá að lántakar og lánveitendur semji sjálfir um kjörin er óskiljanlegt. Hvað þá að heimta frelsi einkareksturs en án einkaaðilanna og afturhvarf til þess tíma þegar ríkið átti alla banka og ákvað alla vexti.

Vagn (IP-tala skráð) 21.5.2021 kl. 02:27

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Skelfilegt ásand á Kerrunnil

Halldór Jónsson, 22.5.2021 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband