Leita í fréttum mbl.is

"...ef ég legði eigi fram

krafta mína til þess að vinna fyrir það sem ég álít rétt."

Óli Björn Kárason, sá óþreytandi hugsjónamaður Sjálfstæðisflokksins, ritar í Morgunblaðið í dag og rifjar upp orð Bjarna Benediktssonar frænda núverandi fjármálaráðherra um hvað knúði hann til stjórnmálastarfa.

„Starf stjórnmálamannsins hlýtur því ætíð að verða örðugt, en örðugast er það, þar sem lýðræðisstjórn ríkir. Annars staðar geta stjórnmálamenn látið sér í léttu rúmi liggja, hverja dægurdóma störf þeirra fá.

En í lýðræðislandi verður hver sá, sem halda vill áhrifum sínum, þ.e. sá er trúir á eigin málstað, að sannfæra almenning um, að ákvarðanir hans og athafnir séu réttar. Þetta leiðir þann, sem til forystu hefur verið settur, eðlilega oft í þá freistni að velja heldur þá leiðina, sem almenningi er geðþekkari, heldur en hina, sem forystumaðurinn telur rétta. En um leið er forystan farin og stjórnmálamaðurinn þar með búinn að bregðast skyldu sinni.“

Tveimur árum síðar átti Bjarni í ritdeilum við Árna Jónsson alþingismann frá Múla. Þar sagðist Bjarni oft hafa spurt sjálfan sig að því hvað það væri sem fengi hann og aðra til að leggja stjórnmál fyrir sig. Til væru önnur arðbærari störf og minna lýjandi.

Hann hafi hins vegar ætíð litið svo á að „sá gerði lítið gagn í stjórnmálum, sem eigi fengist við þau af einhverri innri þörf. Vegna þess, að honum fyndist að þau væri hans verkefni í lífinu. Vegna þess, að hann þættist hafa komið auga á einhver slík sannindi, að hann væri minni maður, ef hann legði sig ekki allan fram til að berjast fyrir þeim.“ Það „sem ég álít rétt“

Árið 1942 hafði Bjarni setið í stóli borgarstjóra í tvö ár, aðeins 34 ára gamall. Í ritdeilunni við Árna Jónsson skýrði hann með einföldum og skýrum hætti af hverju hann hefði lagt stjórnmál fyrir sig:

„En ég skal játa, að ég hef teygst til stjórnmálaafskipta, af því að ég hef ákveðna sannfæringu um, að ef íslensku þjóðinni eigi að vegna vel, þá verði sjálfstæðisstefnan að verða ráðandi í málum hennar. Ég segir það satt, og ég er áreiðanlegan ekki einn um það af þeim, sem við stjórnmál fást, að ég hef oft heitstrengt það að skipta mér ekki framar af þeim málum.

En þegar til hefur átt að taka, þá hefur mér fundist ég vera minni maður, ef ég legði eigi fram krafta mína til þess að vinna fyrir það, sem ég álít rétt.“

Bjarni heitinn hafði bjargfasta trú á því að menn skyldu standa með því sem þeim fyndist rétt. Það gaf honum kjark til að standa sem klettur í óvinsælum málum og þola harðar árásir andstæðinga sinna. Ásakanir um landráð, allskyns uppnefni og brigsl um  þjónkun við erlent vald dundu á honum á mínum uppvaxtarárum. Slíkt skítkast sem þá tíðkaðist um forystumenn er sem betur fer að mestu horfið úr þjóðmálaumræðunni á Íslandi nú til dags.

Það hefur sýnt sig í áranna rás að sjónarmið Bjarna um vestrænt samstarf urðu til heilla fyrir þjóðina.

Þrátt fyrir áhlaup kommúnista á Alþingi 1949 þegar aðildin að Atlantzhafsbandalaginu var samþykkt sé ekki gleymt. Ég get enn rifjað upp fyrir mér táragaslyktina og grjótflugið á Austurvelli 30. marz og þær ótrúlegu geðshræringar sem þá voru uppi meðal fólks.

Ísland hefur borið gæfu til þess að fylgja ráðum Bjarna heitins Benediktssonar í utanríkismálum í stórum dráttum síðan þetta var. Vonandi tekst litlu ljótu flokkunum sem nú gelta sem hæst í aðdraganda kosninga  ekki að villa svo um fyrir kjósendum að þeim grundvallaratriðum um vestrænt samstarf verði ekki raskað.

Til þess er hollt að stjórnmálamenn rifji upp orð  Bjarna heitins um að þeir verði að hafa innri sannfæringu fyrir því að berjast fyrir þjóðþrifamálum eins og dr. Bjarni heitinn orðaði það um þá vá sem gæti hlotist af því  "ef ég legði eigi fram krafta mína til þess að vinna fyrir það, sem ég álít rétt.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig geta flokkar verið ljótir ?

Helga (IP-tala skráð) 2.6.2021 kl. 13:43

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þeir flokkar sem hafa enga stefnu nema hentistefnu eins og Píratar eða óþjóðlega eins og Samfylkingarflokkarnir báðir  eru ljótir í mínum augum Helga mín.

Halldór Jónsson, 2.6.2021 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband