Leita í fréttum mbl.is

Borgarlínubreiðsíða

svo gripið sé til gamals sjóorustulíkingamáls er grein dr. Bjarna Reynarssonar um kosti og galla Borgarlínuráðagerða vinstrimanna í Borgarstjórn Reykjavíkur.

Dr. Bjarni færir fram hlutlægar staðreyndir um afstöðu kjósenda til verkefnisins.En auðvitað þýðir ekkert að færa rök fram í þessu tilfinningamáli meirihlutans í Borgarstjórn Reykjavíkur.

Dr. Bjarni segir svo:

"Síðustu misseri hefur farið fram mikil umræða í fjölmiðlum og meðal almennings og fagaðila um áætlanir í skipulags- og samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Töluverð gagnrýni hefur verið sett fram á stefnu skipulagsyfirvalda um þéttingu byggðar og borgarlínu. Lítil viðbrögð hafa verið við þeirri gagnrýni og ekki hefur verið leitað álits hjá almenningi og hagsmunaaðilum.

Tilgangur þessarar greinar er að kynna helstu niðurstöður nýrrar viðhorfskönnunar meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu sem MMR vann fyrir áhugahópinn Samgöngur fyrir alla (ÁS) um miðjan maí sl.

Áhugahópurinn (ÁS) samanstendur af fagfólki í skipulags- og umferðarmálum sem og almennum borgurum sem hafa miklar áhyggjur af kostnaði við borgarlínu auk þess sem borgarlínan leysir ekki þann mikla umferðarvanda og þær umferðartafir sem nú eru á svæðinu. Bent hefur verið á að ýmsar forsendur sem gengið hefur verið út frá standist ekki og má þar nefna að mannfjöldaaukning verður líklega minni en gert hefur verið ráð fyrir, aukin heimavinna og netverslun munu draga úr umferð, auk þess sem notkun á rafhjólum og rafskutlum dregur úr notkun einkabílsins. Þá mun hröð öldrun íbúa á svæðinu verða til þess að dragi úr ferðum fólks því eldri borgarar eru minna á faraldsfæti en þeir sem yngri eru. Þá hafa fulltrúar hópsins bent á að mengun frá umferð bíla fer hraðminnkandi með rafvæðingu bílaflotans. Hraðar breytingar í umferðartækni svo sem sjálfkeyrandi ökutæki gætu gert borgalínu að mestu óþarfa eftir ekki svo langan tíma.

Hópurinn er fylgjandi almenningssamgöngum en leggur áherslu á að hugað verði jafnt að öllum samgöngumátum. Hann telur að tillögurnar um borgarlínu þrengi um of að almennri umferð einkabíla (um 80% af öllum ferðum) með þeim afleiðingum að umferðartafir munu aukast. Hópurinn hefur því lagt fram tillögu um „létta borgarlínu“ sem kostar mun minna og skilar jafn góðum árangri, ef ekki betri því umferðartafir yrðu minni. Markmið hópsins er að veita skipulagsyfirvöldum ráðgjöf og faglegt aðhald. Í þeim tilgangi réðst hópurinn í að láta vinna viðhorfskönnun meðal almennings um samgöngur og borgarlínu.

Könnun MMR

Könnun MMR fór fram 7. til 12. maí 2021. Þátttakendur í könnuninni voru íbúar höfuðborgarsvæðisins 18 ára og eldri og voru þeir valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR (spurningavagn). Úrtakið var vegið eftir aldri, kyni, búsetu og menntun. Rúmlega 600 íbúar höfuðborgarsvæðisins svöruðu könnuninni.

Í könnuninni eru yfir 40 bakgrunnsbreytur þannig að greina má svör við einstökum spurningum t.d. eftir, aldri, kyni, búsetu, menntun, starfsgreinum, tekjum og bílaeign. Í könnuninni var spurt 14 spurninga. M.a. var spurt um ferðamáta og ferðavenjur og um álit svarenda á umferðarástandi og umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu. Þá var leitað eftir áliti þátttakenda á borgarlínu og einstökum þáttum tengdum henni. Einnig var spurt hvort þeir teldu að borgarlína eða umbætur á stofnbrautakerfinu væru líklegri til að draga úr umferðartöfum. Spurt var um hraðahindranir og hvort svarendur reiknuðu með því að nota borgarlínuna o.fl. atriði.

Nokkrar niðurstöður um borgarlínu

Ekki er hægt að fjalla ítarlega um helstu niðurstöður könnunarinnar í stuttri blaðagrein. Enda er markmiðið fyrst og fremst að benda áhugasömum á að kynna sér greiningarskýrslu MMR sem er aðgengileg á heimasíðu samtakanna Samgöngur fyrir alla (samgongurfyriralla.com). Hér verður einungis vikið að nokkrum athyglisverðum niðurstöðum um borgarlínu sem lesa má úr svörunum og birtast í talnaefni MMR.

- Fram kemur að 51% svarenda taldi að umbætur á stofnbrautakerfinu væru líklegri til að draga úr umferðartöfum (61% þeirra sem tóku afstöðu), en 33% töldu að borgarlína væri líklegri til þess. 16% tóku ekki afstöðu.

- Þá töldu 44% svarenda (76% þeirra sem tóku afstöðu) að til væru hagkvæmari leiðir (líkt og tillögur ÁS) til að ná jafn góðum eða betri árangri til að bæta almenningssamgöngur en fram komnar tillögur um borgarlínu.

- 66% svarenda voru andvíg því að fækka akreinum úr fjórum í tvær á Suðurlandsbraut vegna borgarlínu. Aðeins 18% voru hlynnt þeim breytingum og 16% tóku ekki afstöðu.

- Rúmlega helmingur svarenda taldi að hann myndi aldrei eða sjaldan nota borgarlínu og aðeins 30% töldu að þau myndu nota borgarlínuna vikulega eða oftar. 19% voru óviss.

Yngra fólk (18-34 ára) var almennt jákvæðara fyrir borgarlínu en eldri svarendur, sérstaklega þeir sem búa í og nærri miðborginni þar sem hlutfallslega flestir ganga eða hjóla til vinnu, svo það er spurning hvort þetta fólk muni í raun nota borgarlínu mikið. Stuðningur við borgarlínu fer minnkandi með aldri svarenda og aukinni fjarlægð frá miðborginni. Það vekur athygli hve margir svarendur í austurhluta borgarinnar, sérstaklega í Árbæjarhverfi, voru vantrúaðir á ágæti borgarlínu. Sama má segja um íbúa sveitarfélaga utan Reykjavíkur.

Greinilegt er að nokkuð margir voru óvissir um eðli borgarlínu, kosti hennar og galla. Niðurstöðurnar sýna jafnframt að stuðningur og andstaða við borgarlínu fór mikið eftir flokkslínum, sem bendir til þess að vanda þurfi betur kynningu á þessari dýru framkvæmd. Ekki er nægjanlegt að birta fallegar glansmyndir af borgarlínu heldur þarf að kynna ítarlega við hvaða forsendur er miðað við undirbúning þessara áætlana. Stofn- og rekstrarkostnaður þarf að liggja fyrir og ljóst þarf að vera hver borgar brúsann. Hver er hlutur ríkisins og hver hlutur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu? Ef ríkið greiðir stærstan hluta kostnaðar eru íbúar utan höfuðborgarsvæðisins að taka verulegan þátt í kostnaði við samgöngur innan höfuðborgarsvæðisins.

Áhugamannahópurinn Samgöngur fyrir alla er að sjálfsögðu tilbúinn að ræða um samgöngumál og borgarlínu við þá aðila sem standa að borgarlínuverkefninu. Lesa má um tillögur hópsins á heimasíðu hans (samgongurfyriralla.com)"

 

Bloggara finnast sérlega athyglisverðar nokkrar einfaldar staðreyndir sem fram koma:

"Stuðningur við borgarlínu fer minnkandi með aldri svarenda og aukinni fjarlægð frá miðborginni.

Það vekur athygli hve margir svarendur í austurhluta borgarinnar, sérstaklega í Árbæjarhverfi, voru vantrúaðir á ágæti borgarlínu.

Sama má segja um íbúa sveitarfélaga utan Reykjavíkur."

Maður hefði haldið að Borgarlínan væri mikið fyrir þá sem eiga lengst að sækja í öldurhúsin við göngugöturnar í Kvosinni.En svo er ekki.

- Meirihluti aðspurðra eru andvígir fækkun akreina á Suðurlandsbraut vegna Borgarlínu.

- Helmingur aðspurðra telur sig ekki muni nota Borgarlínu.

- Meirihluti aðspurðra telur betri stofnbrautir vænlegri en Borgarlínu.

Með greininni fylgja sláandi línurit sem mér tókst ekki að setja inn í þetta blogg um Borgarlínubreiðsíðuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband