Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn og pukrið

lýðræðið eða klíkuskapurinn.

Jón Gunnarsson frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag. Þar segir hann m.a.:

"...er tekist á um. Í samanburði við Sjálfstæðisflokkinn og þátttöku stuðningsmanna flokksins í mótun stefnunnar og vali á frambjóðendum eru aðrir stjórnmálaflokkar hér á landi beinlínis hlægilegir.

Við sjálfstæðismenn höldum reglulega Landsfund þar sem saman koma á annað þúsund flokkssystkin til að móta stefnu flokksins til næstu framtíðar og velja flokknum forystu. Í prófkjörunum sem fram fara þessa dagana er líklegt að fjöldi kjósenda slagi upp í 20 þúsund manns.

Um síðustu helgi lauk prófkjöri okkar í Reykjavík. Þar greiddu 7.493 atkvæði, meira en tvöfalt fleiri en síðast, og fjöldi fólks gekk til liðs við flokkinn.

Í lok maí fór fram glæsilegt prófkjör okkar í Suðurkjördæmi. Þar kusu 4.647 og Guðrún Hafsteinsdóttir, sigurvegari prófkjörsins, hlaut 2.183 atkvæði í 1. sætið. Til samanburðar má nefna prófkjör Pírata í kjördæminu. Þar kusu 138 rafrænt og hlaut sigurvegarinn 121 atkvæði. Það er nú allur áhuginn á þeim, sem tala mikið um lýðræðisást sína.

Framsóknarflokkurinn gerði betur í prófkjöri í Suðvesturkjördæmi. Sigurvegarinn hlaut 308 atkvæði. Samanburður við Sjálfstæðisflokkinn í þessu efni er algerlega óraunhæfur.

Uppstilling á framboðslista án atbeina almennra flokksmanna leiddi Viðreisn í ógöngur. Flokkurinn treysti sér ekki í prófkjör þrátt fyrir áeggjan fyrrverandi formanns og stofnanda. Honum var boðið neðsta sætið á lista á höfuðborgarsvæðinu – í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf væntanlega – sem hann ekki þáði, en síðan ber honum og núverandi formanni ekki saman um hvað gerðist næst. En Viðreisn sparkaði fyrrverandi formanni sínum út fyrir dyr. Illvígar geta deilurnar orðið í fámenninu.

Það kemst enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi með tærnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur hælana í lýðræðislegu vali frambjóðenda og stefnumótun. Sjálfstæðisflokkurinn er fjöldahreyfing sem er opin fyrir alla og sérhver sem áhuga hefur getur tekið þátt í prófkjörum flokksins og þannig staðið að vali frambjóðenda. Enginn annar stjórnmálaflokkur býður upp á þátttöku með þessum hætti. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsta lýðræðishreyfingin í stjórnmálum á Íslandi."

Hinumegin á opnu er svo fimbulfamb Björn Levís Pírata um hvað sú litla klíka vilji í stjórnmálum.Það er hlægilegt að nokkur vitiborinn maður skuli taka mark á slíku bulli klíkuvalds frambjóðanda.Beri menn saman hvaðan umboð þessa manns kemur og hvað er á bak við hann og hvað er á bak við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins. Það þarf meira en blindu til að sjá ekki muninn á vali fólksins og klíkuskaparins.

Getur einhver sagt til um hver stefna Pírata er í Evrópumálum til dæmis? Varnarmálum? Utanríkismálum? Í hvaða máli sem er ef svo ber undir?

Svarið er nefnilega hentistefna hverju sinni og líka hvað kemur þingmönnum þeirra persónulega vel.

Fólk þarf að bera Sjálfstæðisflokkinn hlutlægt og heiðarlega saman við litlu ljótu flokkana sem ganga fyrir pukrinu einu og sérhagsmunum þingmanna þeirra.  

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór; sem endranær, sem aðrir þínir gestir !

O; jæja. Sei sei.

Jón Gunnarsson; ljet sjer nú hvergi bregða, fremur en aðrir samflokksmanna ykkar (að Ásmundi Benzínfræðingi Friðrikssyni einum undanskildum, í þinginu) þá óheillaspor Orkupakka Evrópusambandsins nr. III var látið ryðja enn frekar brautir EES/ESB ásælninnar, hjerlendis.

Af hverju; ætti nú fólk að fara að rjúka til, og bugta sig og beygja fyrir mönnum:: eins og Jóni Gunnarssyni, minn ágæti fornvinur, Halldór Verkfræðingur ?

Þau Miðflokksfólk / sem og þau Inga Sæland (af öllum), svo og Jón Þór Ólafsson:: EINI Píratinn, sem ÞORÐI að standa í báða fætur gagnvart því óheilla máli, sem og Ásmundur.

Hversu trúverðuga; skyldi aðra samþingmenn þeirra telja, hjeðan af vera, Verkfræðingur vísi ? ? ?

Með beztu kveðjum; sem optar, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.6.2021 kl. 00:40

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já það eru blettir á bestu mönnum Óskar minn

Halldór Jónsson, 11.6.2021 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband