15.6.2021 | 09:00
Stjórnarskrárstaglið
í vinstrielítunni sem allt þykist vita bylur í eyrum flesta daga.
Fáir eru þeir sem virkilega trúa því að eitthvað myndi breytast í tilverunni ef þeir fengju nýja stjórnarskrá Þorvaldar Gylfasonar til að leika sér að.
Morgunblaðið tekur saman nokkrar staðreyndir um umræðuna í leiðara dagsins:
"..... Það var ekki látið nægja sem hefnd á þjóðinni að troða henni, þvert á margendurtekin og heilög loforð VG, um að berjast til síðasta rauðs pólitísks blóðdropa gegn því að henni yrði svindlað inn í ESB! Því loforði var haldið á lofti seinast í lokaþætti kvöldið fyrir kosningar, en strax daginn eftir varð ljóst að „fyrsta hreina vinstristjórnin“ stefndi hraðbyri inn í steintröllið í Brussel.
Látum vera þótt sú stjórn hefði á valdatíma sínum hækkað skatta á fólkið í landinu 102 sinnum. Að meðaltali voru skattar því hækkaðir á ný á tveggja vikna fresti allt kjörtímabilið! Ríkisstjórnin sem tók við vorið 2013 gerði margt þarflegt en fipaðist í að hafa það sem sérstakt markmið að hreinsa upp skattaóhroðið eftir stjórn þeirra skötuhjúa.
En eins og Örn Arnarson fer yfir í Viðskiptablaðinu var eitt hið furðulega tilburðir til að kenna stjórnarskrá landsins um alþjóðlegt bankahrun og framgöngu nokkurra viðskiptafýra sem nutu óeðlilegs stuðnings á æðstu stigum íslenska stjórnkerfisins: „Ákveðin stjórnmálaöfl hér á landi hafa fátt til málanna að leggja annað en það að klifa á tali um hina svokölluðu „nýju stjórnarskrá“,“ segir Örn og bætir við að fjölmiðlar hafi átt í brasi með að fjalla um þetta gælumál þar sem háværar raddir en fámennar töldu að „ný stjórnarskrá“ væri lausn á öllum pólitískum úrlausnarefnum.
Örn segir að spunaþráðurinn sé eftirfarandi:
„Grasrótin reis upp eftir fjármálakreppuna og efndi til þjóðfundar þar sem fram kom skýr vilji þjóðarinnar til að semja stjórnarskrá um „dúntekju, réttmætanleg gögn öll og gæði og góð bílastæði – betri tóngæði, meira næði og frítt fæði“ svo vitnað sé til ljóðs þjóðskáldsins Megasar. Í kjölfarið hafi verið kosið til hins vísa og óumdeilda stjórnlagaráðs sem síðan samdi nýja og faglega stjórnarskrá sem þjóðin síðan samþykkti einróma í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og nú sé þess eins beðið að þingið fari að vilja og fyrirmælum þjóðar sinnar, en samt þverskallast það nú við, vafalaust að ráði vondra og meinfýsinna manna.“ En Örn bendir á að stóri vandinn sé sá að „þessi saga á sér enga stoð í veruleikanum“.
Örn telur að kaflaskil hafi nú orðið í umræðunni með grein Kristrúnar Heimisdóttur í Tímariti lögfræðinga og umræðu á Sprengisandi um hana og um örlög tilrauna til stjórnarskrárbreytinga eftir fjármálakreppuna. Kristrún gerði fræðilega úttekt á málinu eftir samtöl við ungt fólk sem hafði tekið málflutning stuðningsmanna stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá trúanlegan. Örn segir „niðurstöðu Kristrúnar í stuttu máli þá að tilraunin hafi misheppnast og tilraunir til að þröngva tillögunum í gegn brjóti gegn stjórnskipun landsins og að núverandi stjórnarskrá hafi reynst lífsnauðsynleg brjóstvörn í þeirri örlagaríku baráttu sem átti sér stað í kjölfar bankakreppunnar 2008“.
Segir Örn að „málflutningur Kristrúnar gerir að verkum að fjölmiðlar geta ekki lengur boðið upp á klisjukennt stagl fylgismanna nýrrar stjórnarskrár og að loks sé kominn skynsamlegur grundvöllur til umræðna um þessi mál. Það er þó háð því að fjölmiðlafólk gefi sér tíma til þess að kynna sér grein Kristrúnar og lesa sér til gagns.“
Ef þú ert ekki sammála þessari sítuggu vinstraliðsins og Pírata þá ertu bjáni sem átt að þegja.
Þannig er tónninn í stjórnarskrárstaglinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 3420579
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.