Leita í fréttum mbl.is

Hamfarahlýnun forsætisráðherra

er það málefni sem sem virðist yfirskyggja allt annað hjá henni?

Svo segir Trausti Jónsson á Hungurdiskum:

"Meðalhiti fyrstu 20 daga júnímánaðar í Reykjavík er +8,0 stig, -1,5 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020 og -1,7 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn er í næstlægsta sæti á öldinni, kaldara var 2001, meðalhiti þá 7,8 stig. Hlýjastir voru þessir sömu dagar 2002, meðalhiti 11,5 stig. Á langa listanum er hitinn nú í 118. sæti (af 147). Hlýjast var 2002, en kaldast 1885, meðalhiti þá aðeins 6,6 stig.

Á Akureyri er meðalhiti nú +8,2 stig, -0,8 stigum neðan meðallags 1991 til 2020, og -1,2 neðan meðallags síðustu tíu ára.

Hiti er neðan meðallags um nær land allt. Þetta er kaldasti júní (hingað til) á Suðausturlandi, en að tiltölu hefur verið hlýjast á Norðurlandi eystra. Þar er hitinn í 15. hlýjasta sæti aldarinnar (af 21). Hiti er í meðallagi síðustu tíu ára á einni stöð, Gjögurflugvelli, en kaldast að tiltölu hefur verið í Þúfuveri þar sem hiti er -3,3 stig undir meðallagi.

Úrkoma hefur mælst 27,8 mm í Reykjavík, eða í rétt tæpu meðallagi. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 12,4 mm og er það líka rétt undir meðallagi. Sólskinsstundir hafa mælst 94,7 í Reykjavík og er það um 30 stundum minna en að meðallagi."

Auðvitað er ekkert að marka smá úrtök um lítið tímabil.

En er þetta mál sem fyrst fæst rökstutt eftir áratugi héðan í frá það sem hlýtur að hafa algeran forgang í hugum kjósenda?

Eða eru Evrópumál, Varnarmál, Viðskiptamál, Atvinnumál eitthvað sem máli munu skipta í kosningunum í haust?

Er einhverskonar hamfarahlýnun að eiga sér stað í stjórnmálaveröld forsætisráðherra?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband