Leita í fréttum mbl.is

Vatn á virkjunina!

Björn Gíslason, borgarfulltrúi Íhaldsins og þar af einn af þeim fáu með fullu viti í þeim hópi, skrifar góða grein um Árbæjarstöðina í Mogga.

Hann endar hana svona:

"..Ég tel því að engin rök hafi staðið til þess að hleypa úr lóninu og að aðgerð OR hafi auk þess verið ólögmæt og gerræðisleg framkvæmd án samráðs við yfirvöld eða íbúa. Eftir stendur svæðið eins og flakandi sár og horfa vegfarendur yfir beran leirinn ofan í þær fleyguðu og sprengdu vatnsrásir sem gerðar voru á sínum tíma til að koma vatni ofan af Breiðunni sem áður var aðalhluti lónsins.

Fuglalíf ofan við stífluna er nú nánast ekkert í stað þess sem áður var en þá var lónið fullt af fjölbreyttu fuglalífi. Öllum þeim sem fara á svæðið í dag og kynna sér ástand þess og bera það saman við myndir af því lóni sem þar var áður, má vera ljóst að unnið hefur verið skemmdarverk á svæðinu með því að hleypa úr lóninu.

Ég er þeirrar skoðunar að það eigi án tafar að leiðrétta þá ólögmætu framkvæmd að tæma Árbæjarlónið og að yfirborði lónsins verði aftur komið í það horf sem það á að vera samkvæmt deiliskipulagi og það hefur verið í meira en hundrað ár. Í framhaldi verði það skoðað í samræmi við lög og í samráði við íbúa í aðliggjandi hverfum og aðra Reykvíkinga svo og þá hagsmunahópa sem eiga hagsmuna að gæta á svæðinu, þ.á.m. stangveiðimenn, Hollvinasamtök Elliðaárdals, Íbúasamtök, náttúruvernd, Hafrannsóknastofnun og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hver eigi að vera næstu skref varðandi mótun svæðisins til framtíðar.

Ég tel jafnframt að framkvæmdin eigi að eiga sér stað undir stjórn Reykjavíkurborgar sem eiganda svæðisins en ekki Orkuveitu Reykjavíkur enda eru skipulagsmál sem þessi langt utan verksviðs Orkuveitunnar, þ.e. að móta umhverfi Reykvíkinga og sýsla með skipulagsmál íbúa.

Eftir Björn Gíslason "

Furðufuglinn sem kallar sig  Vagn sendir þessa skýringu, hvaðan sem hann hefur nú hana:

""Rafmagnsframleiðslu var hætt í gömlu Rafstöðinni við Elliðaár árið 2014 eftir að aðfallspípa stöðvarinnar hafði ítrekað bilað. Hún er metin ónýt. Í tengslum við undirbúning OR að fyrirhugaðri sögu- og tæknisýningu í dalnum var skoðað hvort hagkvæmt væri að halda áfram raforkuvinnslu í stöðinni í nýrri aflvél sem komið væri fyrir neðanjarðar við hlið Elliðaárstöðvarinnar. Hún yrði sjálfvirk en raforkuvinnsla með upphaflegu vélunum, sem voru teknar í notkun 1921, var dýr og verð rafmagns frá stöðinni stóðst ekki samkeppni á markaði. Hugmyndir um nýja aflvél höfðu verið kynntar stjórnvöldum og fleiri.

Frekari könnun og forhönnun á vinnslunni leiddi í ljós að orkuvinnsla í ánum, með þeim eðlilegu umhverfiskröfum sem til hennar á að gera, myndi ekki svara kostnaði. Þess vegna hefur OR ákveðið að setja hugmyndirnar til hliðar en einbeita sér að undirbúningi sögu- og tæknisýningar þar sem hin merku mannvirki tengd þessari fyrstu virkjun Reykvíkinga verða gerð almenningi aðgengilegri. Unnið hefur verið að hönnun hennar með sigurvegurum í samkeppni sem haldin var snemma árs 2019."

 

Ég vissi um að gamla pípan var ónýt og að það myndi þurfa nýa. En ég vissi ekki að það væri ekki hægt að starta gömlu vélunum sem ég efast um að sé rétt.Bjarni Bjarnason  getur útskýrt þann þátt betur en Vagn.

En Það eru aðrar eins vitleysur gerðar en að taka þetta í einhvern rekstur aftur með fullu lóni, fuglalífi og laxagegnd.

 

Bráðum fer þessi vitlausi meirihluti í Borgarstjórn Reykjavíkur frá og endurnýjað lónið er ágætt kosningamál.

Vatn á virkjunina sem verður eftirsóttur ferðmannastaður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór. Þarna var hætt við hálfnað verk. Ef átti að færa árnar í sama far og fyrir virkjun, þá þyrfti auðvitað líka að taka stífluna uppi við Elliðavatn. Vatnið eins og það er núna, ER uppistöðulón, vatnsstaða talsvert hærri en hún var áður. Þetta má m.a. sjá í bókum um dalinn.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 28.6.2021 kl. 11:54

2 identicon

Æsingur Kópavogsbúans í að Reykvískir útsvarsgreiðendur kasti hundruðum milljóna á ári í að halda úreltri rafstöð gangandi er mikill.

Það hefur sýnt sig að þó þú sért sammála einhverjum þá er það langt frá því að vera staðfesting á því að hann sé með fullu viti. Og þó þú sért sammála einhverri grein í mogganum þá er ekkert sem bendir til að þar sé skrifað af þekkingu. Skoðanir eru eins og rassgöt, gott að forðast að kyssa þau að óhugsuðu máli.

Vagn (IP-tala skráð) 28.6.2021 kl. 14:07

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég tel mér það frekar til tekna þegar Kerran eys skítnum yfir mig fyrir auðsýnda heimsku mína.

Vatn á virkjunina eru smáurar hjá Borgarlínu ykkar Kerru-kommanna, braggabygginga og ráðhússbruðlinu og svo auðvitað aumingjauppihaldinu sem ykkur er nauðsynlegt. 

Halldór Jónsson, 29.6.2021 kl. 18:20

4 identicon

Það er ekki skítur allt sem þér mislíkar, og það eys þig enginn blómum sem segir satt. Þú værir að öskra eins og stunginn grís ef Dagur hefði kosið að spreða skattgreiðslum Reykvíkinga í rafstöðina.

Pólitík og gamlir úreltir draumar hverfandi kynslóðar ráða þinni afstöðu en ekki skynsemi eða framtíðarsýn.

Og við "kerrukommarnir" höldum þér uppi með mestu ánægju en ekki af neinni nauðsyn.

P.s. Hver var það aftur sem byggði milljarða vandræðabarnið og tapreksturinn Perluna og seldi stórgróðafyrirtæki það sem núna kallast Brim hf?

Vagn (IP-tala skráð) 29.6.2021 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband