30.6.2021 | 09:36
Um hvað verður kosið?
veltir Óli Björn fyrir sér í Morgunblaðinu í dag:
Nú er stutt stund milli stríða. Þingi lokið en ekki langt í að kosningabaráttan hefjist. Fjarri daglegum skarkala stjórnmálanna gefst tækifæri til að meta verk síðustu ára; hvar og hvernig náðist árangur og hvar ekki. En um leið búa sig undir átök komandi mánaða og ára; ydda hugmyndafræðina og gera nýja verkáætlun.
Markmið mitt í stjórnmálum er einfalt; að hafa áhrif á framtíð samfélagsins með því að hrinda hugsjónum okkar sjálfstæðismanna í framkvæmd. Hljómar einfalt en getur orðið snúið í framkvæmd, ekki síst í ríkisstjórnarsamstarfi við aðra flokka. Þá skiptir skýr stefna og þingstyrkur mestu en einnig hæfileikinn til að koma til móts við ólík sjónarmið án þess að missa sjónar á hugsjónum.
Fyrir stjórnmálamann er mikilvægt að átta sig á því að aðstæður eru mismunandi og það er langt í frá sjálfgefið að þátttaka í ríkisstjórn tryggi brautargengi stefnumála. Þátttaka í ríkisstjórn getur aldrei verið sjálfstætt markmið stjórnmálaflokks, jafnvel þótt einstaka þingmenn láti sig dreyma um frama og vegtyllur. Tilgangurinn er að tryggja framgang hugsjóna og á stundum er árangursríkara að standa utan ríkisstjórnar og fá svigrúm til að vökva ræturnar huga að liðsskipaninni og styrkja baklandið. Stjórnmálaflokkur sem starfað hefur í 92 ár tjaldar ekki til einnar nætur horfir lengra en rétt fram yfir næstu kosningar.
Samkvæmisleikur vonir og væntingar
Í aðdraganda þingkosninga er ekki óeðlilegt að kjósendur velti því fyrir sér hvers konar ríkisstjórn kunni að taka við völdum á komandi kjörtímabili. Mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en gengið verður að kjörborði og því eru vangaveltur um ríkisstjórn ekki mikið annað en samkvæmisleikur sem endurspeglar vonir og væntingar. Og auðvitað ræður niðurstaða kosninga mestu um hvers konar ríkisstjórn verður mynduð.
Stuðningur við ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er um 60% samkvæmt mælingu Gallup. Þetta er margfalt meiri stuðningur en síðustu fjórar ríkisstjórnir þar á undan nutu í aðdraganda kosninga. Það á því ekki að koma á óvart að margir kjósendur telji skynsamlegt að stjórnarflokkarnir endurnýi samstarfið að loknum kosningum. En svo einfalt er þetta ekki.
Þegar málefnasamningur og verkaskipting nýrrar ríkisstjórnar lá fyrir undir lok nóvember 2017, sagði ég í niðurlagi pistils hér í Morgunblaðinu:
Fyrir okkur Sjálfstæðismenn skiptir mestu að störf og stefna nýrrar ríkisstjórnar taki mið af einkunnarorðum flokksins. Að ríkisstjórnin verði ríkisstjórn hins venjulega Íslendings kennarans, sjómannsins, bóndans, iðnaðarmannsins, verkakonunnar, hjúkrunarfræðingsins, litla atvinnurekandans. Að bakbein íslensks samfélags millistéttin skynji að ríkisstjórnin ætlar að standa vörð um lífskjör og sækja fram. Við þurfum að sannfærast um að með þátttöku í ríkisstjórn náum við árangri og höfum tækifæri til að tryggja framgang hugsjóna okkar.
Forsenda þátttöku í ríkisstjórn
Að loknum kosningum í september næstkomandi gildir hið sama og skrifað var fyrir tæpum fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn á góða möguleika á því að setjast niður við samningsborðið við myndun ríkisstjórnar með aukinn þingstyrk og þar með meira bolmagn til að standa tryggan vörð um grunngildi flokksins.
Ein forsenda þess að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í ríkisstjórn er að málefnasamningur og verk ríkisstjórnar, endurspegli skilning á samhengi skatta, ríkisútgjalda, hagvaxtar og velsældar. Að samkeppnishæfni þjóðar ráðist ekki síst af öflugum innviðum, hófsemd í opinberum álögum, greiðu aðgengi að erlendum mörkuðum, skilvirkni í stjórnkerfinu og hagkvæmum ríkisrekstri.
Það þarf ekki mikla innsýn eða skilning á stefnu Sjálfstæðisflokksins til að átta sig á því að flokkurinn getur ekki tekið þátt í ríkisstjórn sem heldur áfram að ríkisvæða heilbrigðiskerfið, kemur í veg fyrir samþættingu og samvinnu sjálfstætt starfandi þjónustuaðila og hins opinbera tekur hagsmuni kerfisins fram yfir hagsmuni sjúkratryggðra (okkar allra) og undirbýr þannig jarðveg fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi, sem er eitur í beinum hvers sjálfstæðismanns. Með sama hætti geta þingmenn flokksins ekki réttlætt stuðning við ríkisstjórn sem heldur sjálfstæðum fjölmiðlum í helgreipum, þar sem hagsmunir ríkisfyrirtækis ganga framar öllu öðru. Ríkisrekin fjölmiðlun gengur þvert á hugmyndir hægri manna og grefur undan borgaralegum öflum. Ekki síst þess vegna verður Sjálfstæðisflokkurinn að spyrna við fótum loksins gæti einhver sagt.
Og fleira skiptir máli þegar tekin er afstaða til þess hvort rétt sé að taka þátt í myndun nýrrar ríkisstjórnar. Uppbygging menntakerfisins er eitt. Skynsamleg og sjálfbær nýting náttúruauðlinda annað. Jákvætt viðhorf til atvinnulífsins er skilyrði. Að gera launafólki kleift að taka með beinum hætti þátt í rekstri fyrirtækja er mikilvægt og byggja þannig fleiri stoðir undir fjárhagslegt sjálfstæði heimilanna, er lykillinn að hjarta sjálfstæðismanna. Og fleira skiptir miklu, en verður ótalið að þessu sinni.
Innan jafnt sem utan ríkisstjórnar er Sjálfstæðisflokkurinn regnhlíf þeirra sem vilja takmarka völd ríkisins, tryggja frelsi borgaranna, standa vörð um öflugt velferðarkerfi og hafa skilning á menningu og sögu lands og þjóðar. Á þessari regnhlíf heldur forysta flokksins með stuðningi þingmanna og almennra flokksmanna. Fá störf eru meira krefjandi kalla á trúmennsku og sannfæringu fyrir hugsjónum. Með þetta í huga verður að ganga til kosninga og spila úr þeim spilum sem kjósendur gefa við kjörborðið."
Óli Björn er Sjálfstæðismaður með stórum staf. Því miður eru of fáir eins skýrir á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar og Óli Björn og mörgum gömlum íhaldsmönnum finnst flokkurinn stundum bera nokkuð af af leið.
Því eru greinar Óla Björns ávallt ferskur andblær til okkar og áminning að flokkurinn er ekki til vegna okkar persónulega heldur finnum við samhljóminn í okkur við sjálfstæðisstefnuna sem hefur ekki verið breytt síðan 1929.
Það geta orðið gæfuskil þjóðarinnar ef menn íhuga með sjálfum sér um hvað í list hins mögulega verður kosið í haust.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420146
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.