30.6.2021 | 15:05
Félagskúgun
er fyrirbrigđi sem hefur veriđ viđ lýđi áratugum saman.
Ég man ţegar ég var ungur verkamađur varđ ég ađ greiđa félagsgjald til Dagsbrúnar hvort sem ég vildi eđa ekki. Ţannig hefur skylduađild ađ verkalýđsfélögum veriđ viđ lýđi um langan aldur.
Og til ţess ađ geta átt ađild ađ Lífeyrissjóđi Verslunarmanna verđurđu ađ vera í V.R. Eđa svo var manni sagt.
Lögmađurinn vaski Einar S. Hálfdánarson skrifar um ţetta fyrirbrigđi í Morgunblađiđ í dag.Hann segir:
"Ţađ er allt of algeng skođun á Íslandi ađ ákvćđi Mannréttindasáttmála Evrópu séu bindandi fyrir visst fólk, sem ekki eru skođanasystkini lítils minnihlutahóps sem fer mikinn. Ekki alls fyrir löngu flutti ég mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu (annađ máliđ sem ţar var munnlega flutt gegn Íslandi). Vörđur Ólafsson húsasmíđameistari hafđi veriđ skyldađur međ lögum til greiđslu félagsgjalda til Samtaka iđnađarins. Vörđur sćtti sig engan veginn viđ ađ félagsgjöldin vćru notuđ til pólitísks áróđurs um ágćti Evrópusambandsins. Vörđur hafđi sigur og eru málinu oftsinnis gerđ skil í erlendum lögfrćđigreinum ţótt ekki fari nú mikiđ fyrir ţví á Íslandi.
Skođanafrelsi og félagafrelsi
Ţannig er mál međ vexti ađ skođanafrelsi og félagafrelsi eru nátengd hugtök. Niđurstađa Mannréttindadómstóls Evrópu var ađ, ađ samanlögđu mati (e. in conjunction with) á ákvćđum Mannréttindasáttmála Evrópu um skođanafrelsi og félagafrelsi, stćđist gjaldtakan ekki. Ekki ţarf lengi ađ skođa viđkomandi ákvćđi til ađ skilja niđurstöđuna. Á sínum tíma naut ég nokkurs fjárhagslegs tilstyrks félaga iđnmeistara til ađ ráđa erlenda sérfrćđinga og ná tilsettum árangri, en kostađi mitt starf ađ mestu sjálfur og sé ekki eftir ţví. Mig langađi eđlilega ekkert ađ Ísland yrđi undirselt innlimun í Evrópusambandiđ, ekki frekar en Vörđur.
Raunverulegt félagafrelsi á Íslandi
Ég tel langlíklegast ađ löngu úrelt lög um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938 standist ekki mannréttindaviđmiđ nútímans um skođanafrelsi. Ţau fela í sér skylduađild ađ stéttarfélögum í raun. Enda eru ţeir hér á landi sem ekki kjósa ađild illa settir eđa útilokađir hvađ starfsmöguleika varđar. Hjá Mannréttindadómstóli Evrópu er slíkt athćfi margdćmt.
Auglýsingar Alţýđusambands Íslands
Alţýđusamband Íslands hefur ađ undanförnu slegiđ um sig međ heldur betur greindarlegum auglýsingum. Svo sem ţađ er nóg til. Eva Peron hefđi, af allri sinni afburđaţekkingu, sem best getađ tekiđ undir međ Drífu Snćdal. Nema hvađ; á ţví landi Evrópu sem ber, ađ öllu samanlögđu, hćstu skattbyrđina er auđvitađ nóg til. Og ţessar pólitísku auglýsingar eru kostađar af öllum félögum ASÍ, hvort sem ţeim líkar betur eđa verr. En hvernig lćt ég ađ hafa slíkar efasemdir?
Ađgerđir til úrbóta
Ég tel réttmćtt ađ međlimir ASÍ sem ekki vilja láta slíkt yfir sig ganga, líkt og Vörđur Ólafsson á sínum tíma, láti mannréttindabrot ASÍ ekki átölulaus. ASÍ-félögum er velkomiđ ađ vera í sambandi viđ mig. Viđkomandi ţarf, líkt og Vörđur, ađ vera reiđubúinn ađ koma fram undir eigin nafni. En ţar er hreint ekkert ađ óttast; woke fólkiđ er sem sé pappírstígrisdýr. Stalín er ekki lengur hér.
Nú, eđa kannski tekur Alţingi af skariđ og tryggir lýđrćđi og lýđrćđislega međferđ valds í íslenskum verkalýđsfélögum líkt og Mannréttindasáttmáli Evrópu kveđur á um."
Af hverju á ASÍ og félög innan ţess ađ komast upp međ ţađ hér eftir sem hingađ til ađ skylda en ekki lađa fólk til ađ greiđa félagsgjöld ţegar búiđ er ađ dćma ţessa félagskúgun af?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Samkvćmt lögum greiđa allir stéttarfélagsgjald. Stéttarfélagsgjöld eru ekki félagsgjöld. Oftast er greitt til ţess stéttarfélags sem launataxtar eru frá og sér um réttindabaráttuna fyrir starfiđ.
Lög um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938 fela hvergi í sér skylduađild ađ stéttarfélögum. Ekki er fjallađ ţar um ađild ađ öđru leiti en ţví ađ launţegi eigi rétt á ađ vera í stéttarfélagi.
Greiđsla stéttarfélagsgjalda gerir engan ađ félagsmanni í stéttarfélagi. Til ţess ađ gerast félagi í stéttarfélagi ţarf ađ sćkja um ađild og umsóknin ađ vera samţykkt. Greiđsla stéttarfélagsgjalds veitir ekki allan ţann rétt sem félagsmenn hafa til greiđslna úr sjúkrasjóđum stéttarfélags eđa á annarri ţjónustu eins og sumarbústöđum og styrkjum vegna gleraugna, andláts og annars.
Vörđur Ólafsson húsasmíđameistari var ekki skyldađur međ lögum til greiđslu félagsgjalda til Samtaka iđnađarins. Vörđur Ólafsson húsasmíđameistari var skyldađur međ lögum til greiđslu iđnađarmálagjalds til ríkisins sem síđan veitti ţví til Samtaka iđnađarins. Og Vörđur Ólafsson sótti máliđ gegn Íslenska ríkinu sem lagđi gjaldiđ á og innheimti.
ASÍ eru samtök stéttarfélaga og stéttarfélögin sjálf eru ađildarfélög ASÍ en ekki félagsmenn stéttarfélaganna. Greiđendur stéttarfélagsgjalda greiđa ekkert sjálfir til ASÍ.
Ekki ţarf ađ vera í V.R. til ţess ađ geta átt ađild ađ Lífeyrissjóđi Verslunarmann.
Vagn (IP-tala skráđ) 30.6.2021 kl. 20:31
Stéttarfélagsgjöld
Samhliđa innheimtu lífeyrisiđgjalda sér Gildi um ađ innheimta stéttarfélagsgjöld fyrir ţrjú félög.
Atvinnurekendum sem tengjast kjarasamningum neđangreindra félaga á almenna vinnumarkađnum ber ađ greiđa félagsgjöld af launum starfsmanna sinna og iđgjöld til sjúkra-, orlofs- og frćđslusjóđa viđkomandi stéttarfélags, samhliđa greiđslu í lífeyrissjóđ.
Nánari upplýsingar um mótframlag atvinnurekenda vegna kjarasamninga sem Efling á ađild ađ
Halldór Jónsson, 1.7.2021 kl. 03:01
Eru ţetta lög sem standast stjórnarskrá?
Skyldur félagsmanna
Ţađ er eitt megineinkenni samninga sem menn gera ađ ţeir öđlast réttindi og taka jafnframt á sig skyldur. Samningur um félagsađild ber einnig ţessi sömu einkenni. Samţykktir félagsins greina helstu atriđi um skyldur félagsmanns.
Hlýđni viđ félagslög og samţykktir félagsins
Međ ađild ađ félagi gangast menn undir skyldu til ađ hlíta lögum og reglum félagsins og löglega gerđum samţykktum ţess. Í ţessu felst ţó ekki afsal á rétti til ađ hafa áhrif á lög og samţykktir til breytingar, en ţau lög og samţykktir sem gilda hverju sinni ber ađ virđa. Ţetta eru sömu sjónarmiđ og gilda í lýđrćđislegu réttarríki. Lög og reglur ber ađ virđa, en hćgt er ađ hafa áhrif til breytinga á ţeim.
Í samţykktum flestra félaga eru ákvćđi um hvernig viđ skuli bregđast ef félagsmađur brýtur lög félagsins og er fjallađ um ţćr reglur annars stađar.
Almennt eru ríkar formkröfur gerđar til lagabreytinga í félögum, lögum ekki breytt nema á ađalfundi, stundum ţarf tvćr umrćđur um lagabreytingar og oft er krafist aukins meirihluta til lagabreytinga. Vekja ţarf sérstaka athygli í fundarbođi á ţví ef tillögur um lagabreytingar verđa til umrćđu. Ađalfundir eru haldnir einu sinni á ári. Ţessum reglum er ćtlađ ađ tryggja festu í félaginu og vönduđ vinnubrögđ og ađ lögum sé ekki breytt ađ vanhugsuđu máli. Lög ASÍ leggja tilteknar skyldur á ađildarsamtök sín í ţessu efni og kveđa einnig á um ađ breytingar á lögunum ţeirra komi fyrst til framkvćmda er miđstjórn ASÍ og eftir atvikum stjórn hlutađeigandi landssambands hafa stađfest ţćr.
Í leiđbeinandi fyrirmynd ađ lögum fyrir verkalýđsfélög sem ASÍ gaf út 1985 og höfđ hefur veriđ til hliđsjónar viđ endurskođun laga allra stéttarfélaga innan ASÍ síđan, segir ađ lögum megi breyta á ađalfundi, enda hafi ţess veriđ getiđ í fundarbođi. Einnig sé heimilt ađ breyta lögum á félagsfundi, hafi lagabreytingarnar áđur veriđ rćddar á félagsfundi og ţess getiđ í fundarbođi. Til ţess ađ breytingin nái fram ađ ganga, verđur hún ađ vera samţykkt međ 2/3 hlutum greiddra atkvćđa fullgildra félagsmanna.
Vilji menn ekki una viđ ákvörđun stéttarfélags geta ţeir haft áhrif á félagsfundum. Telji ţeir málin ekki hafa veriđ nćgilega rćdd á félagslegum vettvangi er, eins og áđur er vikiđ ađ, ákvćđi í samţykktum flestra félaga um skyldu félagsstjórnar ađ bođa til félagsfundar hafi tíundi hluti félagsmanna óskađ eftir ţví og tilgreint fundarefni.
Greiđa félagsgjöld
Félagsgjaldaskyldan er ein meginskylda félagsmanna í stéttarfélagi. Greiđi menn ekki félagsgjöld tiltekinn tíma eiga ţeir á hćttu ađ falla af félagaskrá og réttur ţeirra, til dćmis viđ atkvćđagreiđslu um kjarasamninga, kann ađ vera fallinn niđur. Félagsgjöld eru nú almennt innheimt sem tiltekinn hundrađshluti af launum, en áđur giltu reglur um lágmarksfélagsgjald. Einstök félög, einkum félög iđnađarmanna, hafa ákvćđi um hámarks félagsgjald. Fari félagsgjaldagreiđslur umfram ákveđna krónutölu á ári endurgreiđir félagiđ félagsmanninum ţađ sem umfram er.
Atvinnurekendur annast innheimtu félagsgjalds til stéttarfélaga samkvćmt lögum og kjarasamningum. Ţeim er skylt á grundvelli 2. mgr. 6. gr. starfskjaralaganna nr. 55/1980 ađ halda eftir af launum starfsmanns iđgjaldi hans til viđkomandi stéttarfélags samkvćmt ţeim reglum sem kjarasamningar greina.
Flest félög ASÍ hafa ákvćđi í lögum sínum um aldurslágmark. Menn ţurfa ađ vera 16 ára til ađ fá inngöngu. Menn greiđa ţó almennt félagsgjöld af launum sem ţeir afla óháđ aldri. Vinni 15 ára unglingur í frystihúsi greiđir hann stéttarfélagsgjald af ţeirri vinnu. Í samţykktum flestra stéttarfélaga eru ţó ákvćđi um ađ ţegar menn ná tilteknum aldri verđi ţeir gjaldfríir. Er ţá ýmist miđađ viđ 65 ára aldur, 67 ára aldur eđa 70 ára aldur.
Gegna trúnađarstörfum
Ţar sem félag táknar skipulagsbundin, varanleg samtök manna er nauđsynlegt ađ félagsmenn taki á sig skyldur til ađ sinna trúnađarstörfum. Yfirleitt er ţetta tekiđ fram í samţykktum félags. Eru ţessar reglur í ćtt viđ lagareglur um ţegnskyldu til ađ taka sćti í sveitarstjórn og á Alţingi. Víđa er skylda til ađ sinna trúnađarstörfum fyrir félag bundin viđ tiltekiđ tímabil og ađ ţví loknu geta menn skorast undan slíkum störfum. Ţótt félagsmönnum sé almennt skylt ađ taka ađ sér trúnađarstörf ţykir ekki heppilegt ađ velja menn til trúnađarstarfa fyrir félag, nema leitađ hafi veriđ eftir samţykki ţeirra og ţeir séu ţví samţykkir.
Í tengslum viđ kosningar í stéttarfélögum hefur komiđ upp ágreiningur um ţađ hvort menn hafi í raun gefiđ kost á sér til trúnađarstarfa. Á lista yfir frambjóđendur í trúnađarmannaráđ hafa veriđ nöfn manna, sem gáfu ekki samţykki sitt til slíks. Litiđ hefur veriđ svo á ađ í skyldu til trúnađarstarfa felist ekki skylda til ađ taka sćti á lista í kosningum í félaginu. Leita ţurfi samţykkis frambjóđenda á lista fyrir frambođi sínu. Miđstjórn ASÍ hefur stađfest niđurstöđu kjörstjórnar stéttarfélags um ađ frambođ hafi veriđ ógilt vegna ţessa formgalla. Sjá hér mótframbođ í stjórnarkjöri í Verkalýđs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis 1991. Eđlilegt er ađ sama regla sé viđhöfđ um kosningar í stéttarfélögum og í Alţingiskosningum um ađ menn kannist viđ frambođ sitt međ undirskrift.
Vinna ekki međ ófélagsbundnum mönnum
Víđa í félagslögum stéttarfélaga eru ákvćđi um ţađ ađ ein af skyldum félagsmanna sé ađ vinna ekki međ ófélagsbundnum mönnum í greininni og ađ félagsmönnum sé skylt ađ tilkynna til félagsins ef ţeir verđa varir viđ brot í ţessum efnum. Ákvćđinu er ćtlađ ađ stuđla ađ almennri virkni í stéttarfélögum og efla verkalýđshreyfinguna í heild sinni.
Ţetta ákvćđi hefur veriđ taliđ nćgilegur grundvöllur fyrir ţví ađ menn hafi lagt niđur vinnu. Í dómi Félagsdómi 6/1973(VII:112) lögđu starfsmenn niđur vinnu í vélsmiđju til ađ mótmćla ţví ađ ţar starfađi járnsmiđur sem var ekki félagsmađur í Járnsmíđafélaginu. Hann var sonur eigandans og hafđi ekki taliđ sér skylt ađ vera í félaginu. Járnsmiđirnir á stađnum lögđu ţá niđur vinnu til ađ mótmćla ţessu og gerđu ţađ međ vísan til ákvćđis í lögum Félags járniđnađarmanna. Félagsdómur komst ađ ţeirri niđurstöđu ađ ađgerđir járnsmiđanna teldust ekki verkfall í skilningi laganna um stéttarfélög og vinnudeilur.
Í mars 1994 bannađi stjórn Mjólkurfrćđingafélags Íslands félagsmönnum sínum á Húsavík og Egilsstöđum ađ vinna međ ófaglćrđum iđnađarmönnum viđ störf sem hún taldi heyra undir mjólkuriđnađ. Langvarandi deila hafđi ţá veriđ milli félagsins og ţessara ađila um ţađ hvađa störf tilheyrđu mjólkurfrćđingum. Eftir nokkurra daga vinnustöđvun hvarf stjórnin síđan frá ađgerđum, en ţá hafđi Vinnumálasamband samvinnufélaganna stefnt félaginu fyrir Félagsdóm vegna verkfallsbrots. Félagsdómur kvađ ţví aldrei upp dóm í málinu.
Stuđla ađ ţví ađ ófélagsbundnir menn gangi í félagiđ
Sum félög hafa um ţađ ákvćđi í samţykktum sínum ađ félagsmenn skuli stuđla ađ ţví ađ ófélagsbundnir menn gangi í félagiđ. Kemur ţetta ákvćđi stundum í stađ reglunnar um bann viđ vinnu međ ófélagsbundnum mönnum.
Var efniđ hjálplegt?
Halldór Jónsson, 1.7.2021 kl. 03:05
Atvinnurekendur annast innheimtu félagsgjalds til stéttarfélaga samkvćmt lögum og kjarasamningum. Ţeim er skylt á grundvelli 2. mgr. 6. gr. starfskjaralaganna nr. 55/1980 ađ halda eftir af launum starfsmanns iđgjaldi hans til viđkomandi stéttarfélags samkvćmt ţeim reglum sem kjarasamningar greina.
Halldór Jónsson, 1.7.2021 kl. 03:07
Hér áđur fyrr var talađ um máleysinga, en nú eru menn á blogginu nafnlausir, eins nafnleysingjar út í móa. Ekki marktćkt ađ eiga rökrćđur viđ nafnlausa? Vagn huldumađur getur ţess vegna haft hagsmuna ađ gćta, veriđ valdsmađur eđa unniđ fyrir ASÍ, VR eđa S.A. fyrrverandi embćttismađur?
Löggjöf um stéttarfélög og vinnudeilur sem gera landiđ ađ óróasvćđi fyrir atvinnurekstur er hluti af ástandinu sem hefur varađ síđan Hannibal kom í bćinn. Tilstand sem seđlastjóri er ađ reyna ađ binda böggum hverju sinni, međ öđrum góđum ţarfaverkum.
Sigurđur Antonsson, 1.7.2021 kl. 10:49
Ć fćrri af lögum og reglugerđum landsins standast Stjórnarskrá íslenska lýđveldisins.
Engir brjóta hana eins mikiđ og ţingmenn, ráđherrar og starfsfólk ráđuneyta. Einnig er öllum ljóst ađ dómstólar landsins eru svo gjörspilltar stofnanir, ađ ć fleiri mál rata til MDE, vilji menn ná fram réttlćti.
Ţađ er illt ađ almenningur hér á landi búi viđ ţvílíkt böl ađ brotiđ sé svo mjög á honum af innlendum valdhöfum, ađ hann ţurfi í ć ríkara mćli ađ fara leiđ Varđar og Einars, ađ sćkja sér réttlćtiđ til MDE, Mannréttindadómstól Evrópu.
En ţađ er svo sem ekki undarlegt, sé ţađ haft í huga ađ forysta Sjálfstćđisflokksins vinnur ađ ţví međ öllum ráđum ađ rústa Stjórnarskránni, og afhenda fullveldi okkar ESB.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráđ) 1.7.2021 kl. 11:04
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.