Leita í fréttum mbl.is

Félagskúgun

er fyrirbrigði sem hefur verið við lýði áratugum saman. 

Ég man þegar ég var ungur verkamaður varð ég að greiða félagsgjald til Dagsbrúnar hvort sem ég vildi eða ekki. Þannig hefur skylduaðild að verkalýðsfélögum  verið við lýði um langan aldur.

Og til þess að geta átt aðild að Lífeyrissjóði Verslunarmanna verðurðu að vera í V.R. Eða svo var manni sagt.

Lögmaðurinn vaski Einar S. Hálfdánarson skrifar um þetta fyrirbrigði í Morgunblaðið í dag.Hann segir:

"Það er allt of algeng skoðun á Íslandi að ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu séu bindandi fyrir visst fólk, sem ekki eru skoðanasystkini lítils minnihlutahóps sem fer mikinn. Ekki alls fyrir löngu flutti ég mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu (annað málið sem þar var munnlega flutt gegn Íslandi). Vörður Ólafsson húsasmíðameistari hafði verið skyldaður með lögum til greiðslu félagsgjalda til Samtaka iðnaðarins. Vörður sætti sig engan veginn við að félagsgjöldin væru notuð til pólitísks áróðurs um ágæti Evrópusambandsins. Vörður hafði sigur og eru málinu oftsinnis gerð skil í erlendum lögfræðigreinum þótt ekki fari nú mikið fyrir því á Íslandi.

Skoðanafrelsi og félagafrelsi

Þannig er mál með vexti að skoðanafrelsi og félagafrelsi eru nátengd hugtök. Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu var að, að samanlögðu mati (e. in conjunction with) á ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um skoðanafrelsi og félagafrelsi, stæðist gjaldtakan ekki. Ekki þarf lengi að skoða viðkomandi ákvæði til að skilja niðurstöðuna. Á sínum tíma naut ég nokkurs fjárhagslegs tilstyrks félaga iðnmeistara til að ráða erlenda sérfræðinga og ná tilsettum árangri, en kostaði mitt starf að mestu sjálfur og sé ekki eftir því. – Mig langaði eðlilega ekkert að Ísland yrði undirselt innlimun í Evrópusambandið, ekki frekar en Vörður.

Raunverulegt félagafrelsi á Íslandi

Ég tel langlíklegast að löngu úrelt lög um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938 standist ekki mannréttindaviðmið nútímans um skoðanafrelsi. Þau fela í sér skylduaðild að stéttarfélögum í raun. Enda eru þeir hér á landi sem ekki kjósa aðild illa settir eða útilokaðir hvað starfsmöguleika varðar. Hjá Mannréttindadómstóli Evrópu er slíkt athæfi margdæmt.

Auglýsingar Alþýðusambands Íslands

Alþýðusamband Íslands hefur að undanförnu slegið um sig með heldur betur greindarlegum auglýsingum. Svo sem „það er nóg til“. Eva Peron hefði, af allri sinni afburðaþekkingu, sem best getað tekið undir með Drífu Snædal. Nema hvað; á því landi Evrópu sem ber, að öllu samanlögðu, hæstu skattbyrðina er auðvitað nóg til. Og þessar pólitísku auglýsingar eru kostaðar af öllum félögum ASÍ, hvort sem þeim líkar betur eða verr. – En hvernig læt ég að hafa slíkar efasemdir?

Aðgerðir til úrbóta

Ég tel réttmætt að meðlimir ASÍ sem ekki vilja láta slíkt yfir sig ganga, líkt og Vörður Ólafsson á sínum tíma, láti mannréttindabrot ASÍ ekki átölulaus. ASÍ-félögum er velkomið að vera í sambandi við mig. Viðkomandi þarf, líkt og Vörður, að vera reiðubúinn að koma fram undir eigin nafni. En þar er hreint ekkert að óttast; „woke“ fólkið er sem sé pappírstígrisdýr. – Stalín er ekki lengur hér.

Nú, eða kannski tekur Alþingi af skarið og tryggir lýðræði og lýðræðislega meðferð valds í íslenskum verkalýðsfélögum líkt og Mannréttindasáttmáli Evrópu kveður á um."

Af hverju á ASÍ og félög innan þess að komast upp með það hér eftir sem hingað til að skylda en ekki laða fólk til að greiða félagsgjöld þegar búið er að dæma þessa félagskúgun af?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkvæmt lögum greiða allir stéttarfélagsgjald. Stéttarfélagsgjöld eru ekki félagsgjöld. Oftast er greitt til þess stéttarfélags sem launataxtar eru frá og sér um réttindabaráttuna fyrir starfið.

Lög um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938 fela hvergi í sér skylduaðild að stéttarfélögum. Ekki er fjallað þar um aðild að öðru leiti en því að launþegi eigi rétt á að vera í stéttarfélagi.

Greiðsla stéttarfélagsgjalda gerir engan að félagsmanni í stéttarfélagi. Til þess að gerast félagi í stéttarfélagi þarf að sækja um aðild og umsóknin að vera samþykkt. Greiðsla stéttarfélagsgjalds veitir ekki allan þann rétt sem félagsmenn hafa til greiðslna úr sjúkrasjóðum stéttarfélags eða á annarri þjónustu eins og sumarbústöðum og styrkjum vegna gleraugna, andláts og annars.

Vörður Ólafsson húsasmíðameistari var ekki skyldaður með lögum til greiðslu félagsgjalda til Samtaka iðnaðarins. Vörður Ólafsson húsasmíðameistari var skyldaður með lögum til greiðslu iðnaðarmálagjalds til ríkisins sem síðan veitti því til Samtaka iðnaðarins. Og Vörður Ólafsson sótti málið gegn Íslenska ríkinu sem lagði gjaldið á og innheimti.

ASÍ eru samtök stéttarfélaga og stéttarfélögin sjálf eru aðildarfélög ASÍ en ekki félagsmenn stéttarfélaganna. Greiðendur stéttarfélagsgjalda greiða ekkert sjálfir til ASÍ.

Ekki þarf að vera í V.R. til þess að geta átt aðild að Lífeyrissjóði Verslunarmann.

Vagn (IP-tala skráð) 30.6.2021 kl. 20:31

2 Smámynd: Halldór Jónsson

    • Þetta er samkvæmt sanningum en ekki lögum sýnist mér.

      Stéttarfélagsgjöld

      Samhliða innheimtu lífeyrisiðgjalda sér Gildi um að innheimta stéttarfélagsgjöld fyrir þrjú félög.

      Atvinnurekendum sem tengjast kjarasamningum neðangreindra félaga á almenna vinnumarkaðnum ber að greiða félagsgjöld af launum starfsmanna sinna og iðgjöld til sjúkra-, orlofs- og fræðslusjóða viðkomandi stéttarfélags, samhliða greiðslu í lífeyrissjóð.

      FélagNúmer félagsFélagsgj.Sjúkrasj.Orlofssj.Fræðslusj.

      Efling – stéttarfélag

      112

      0,7%

      1%

      0,25%

      0,30%

      Verkalýðsfélagið Hlíf

      115

      1,0%

      1%

      0,25%

      0,30%

      Félag hársnyrtisveina

      467

      0,9%

      1%

      0,25%

      0,50%

      Nánari upplýsingar um mótframlag atvinnurekenda vegna kjarasamninga sem Efling á aðild að

      Halldór Jónsson, 1.7.2021 kl. 03:01

      3 Smámynd: Halldór Jónsson

      Eru þetta lög sem standast stjórnarskrá?

                Skyldur félagsmanna

                Það er eitt megineinkenni samninga sem menn gera að þeir öðlast réttindi og taka jafnframt á sig skyldur. Samningur um félagsaðild ber einnig þessi sömu einkenni.  Samþykktir félagsins greina helstu atriði um skyldur félagsmanns.

                Hlýðni við félagslög og samþykktir félagsins
                Með aðild að félagi gangast menn undir skyldu til að hlíta lögum og reglum félagsins og löglega gerðum samþykktum þess.  Í þessu felst þó ekki afsal á rétti til að hafa áhrif á lög og samþykktir til breytingar, en þau lög og samþykktir sem gilda hverju sinni ber að virða.  Þetta eru sömu sjónarmið og gilda í lýðræðislegu réttarríki.  Lög og reglur ber að virða, en hægt er að hafa áhrif til breytinga á þeim. 

                Í samþykktum flestra félaga eru ákvæði um hvernig við skuli bregðast ef félagsmaður brýtur lög félagsins og er fjallað um þær reglur annars staðar.

                Almennt eru ríkar formkröfur gerðar til lagabreytinga í félögum, lögum ekki breytt nema á aðalfundi, stundum þarf tvær umræður um lagabreytingar og oft er krafist aukins meirihluta til lagabreytinga.  Vekja þarf sérstaka athygli í fundarboði á því ef tillögur um lagabreytingar verða til umræðu.  Aðalfundir eru haldnir einu sinni á ári.  Þessum reglum er ætlað að tryggja festu í félaginu og vönduð vinnubrögð og að lögum sé ekki breytt að vanhugsuðu máli.  Lög ASÍ leggja tilteknar skyldur á aðildarsamtök sín í þessu efni og kveða einnig á um að breytingar á lögunum þeirra komi fyrst til framkvæmda er miðstjórn ASÍ og eftir atvikum stjórn hlutaðeigandi landssambands hafa staðfest þær. 

                Í leiðbeinandi fyrirmynd að lögum fyrir verkalýðsfélög sem ASÍ gaf út 1985 og höfð hefur verið til hliðsjónar við endurskoðun laga allra stéttarfélaga innan ASÍ síðan, segir að lögum megi breyta á aðalfundi, enda hafi þess verið getið í fundarboði.  Einnig sé heimilt að breyta lögum á félagsfundi, hafi lagabreytingarnar áður verið ræddar á félagsfundi og þess getið í fundarboði.  Til þess að breytingin nái fram að ganga, verður hún að vera samþykkt með 2/3 hlutum greiddra atkvæða fullgildra félagsmanna.

                Vilji menn ekki una við ákvörðun stéttarfélags geta þeir haft áhrif á félagsfundum.  Telji þeir málin ekki hafa verið nægilega rædd á félagslegum vettvangi er, eins og áður er vikið að,  ákvæði í samþykktum flestra félaga um skyldu félagsstjórnar að boða til félagsfundar hafi tíundi hluti félagsmanna óskað eftir því og tilgreint fundarefni.

                Greiða félagsgjöld
                Félagsgjaldaskyldan er ein meginskylda félagsmanna í stéttarfélagi.  Greiði menn ekki félagsgjöld tiltekinn tíma eiga þeir á hættu að falla af félagaskrá og réttur þeirra, til dæmis við atkvæðagreiðslu um kjarasamninga, kann að vera fallinn niður.  Félagsgjöld eru nú almennt innheimt sem tiltekinn hundraðshluti af launum, en áður giltu reglur um lágmarksfélagsgjald.   Einstök félög, einkum félög iðnaðarmanna,  hafa ákvæði um hámarks félagsgjald.  Fari félagsgjaldagreiðslur umfram ákveðna krónutölu á ári endurgreiðir félagið félagsmanninum það sem umfram er.  

                Atvinnurekendur annast innheimtu félagsgjalds til stéttarfélaga samkvæmt lögum og kjarasamningum.  Þeim er skylt á grundvelli  2. mgr. 6. gr. starfskjaralaganna nr. 55/1980 að halda eftir af launum starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags samkvæmt þeim reglum sem kjarasamningar greina.

                Flest félög ASÍ hafa ákvæði í lögum sínum um aldurslágmark.  Menn þurfa að vera 16 ára til að fá inngöngu.  Menn greiða þó almennt félagsgjöld af launum sem þeir afla óháð aldri.  Vinni 15 ára unglingur í frystihúsi greiðir hann stéttarfélagsgjald af þeirri vinnu.  Í samþykktum flestra stéttarfélaga eru þó ákvæði um að þegar menn ná tilteknum aldri verði þeir gjaldfríir.  Er þá ýmist miðað við 65 ára aldur, 67 ára aldur eða 70 ára aldur.  

                Gegna trúnaðarstörfum
                Þar sem félag táknar skipulagsbundin, varanleg samtök manna er nauðsynlegt að félagsmenn taki á sig skyldur til að sinna trúnaðarstörfum.  Yfirleitt er þetta tekið fram í samþykktum félags.   Eru þessar reglur í ætt við lagareglur um þegnskyldu til að taka sæti í sveitarstjórn og á Alþingi.  Víða er skylda til að sinna trúnaðarstörfum fyrir félag bundin við tiltekið tímabil og að því loknu geta menn skorast undan slíkum störfum.  Þótt félagsmönnum sé almennt skylt að taka að sér trúnaðarstörf þykir ekki heppilegt að velja menn til trúnaðarstarfa fyrir félag, nema leitað hafi verið eftir samþykki þeirra og þeir séu því samþykkir.  

                Í tengslum við kosningar í stéttarfélögum hefur komið upp ágreiningur um það hvort menn hafi í raun gefið kost á sér til trúnaðarstarfa.  Á lista yfir frambjóðendur í trúnaðarmannaráð hafa verið nöfn manna, sem gáfu ekki samþykki sitt til slíks.   Litið hefur verið svo á að í skyldu til trúnaðarstarfa felist ekki skylda til að taka sæti á lista í kosningum í félaginu.   Leita þurfi samþykkis frambjóðenda á lista fyrir framboði sínu.  Miðstjórn ASÍ hefur staðfest niðurstöðu kjörstjórnar stéttarfélags um að framboð hafi verið ógilt vegna þessa formgalla.  Sjá hér mótframboð í stjórnarkjöri í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis 1991.  Eðlilegt er að sama regla sé viðhöfð um kosningar í stéttarfélögum og í Alþingiskosningum um að menn kannist við framboð sitt með undirskrift.

                Vinna ekki með ófélagsbundnum mönnum
                Víða í félagslögum stéttarfélaga eru ákvæði um það að ein af skyldum félagsmanna sé að vinna ekki með ófélagsbundnum mönnum í greininni og að félagsmönnum sé skylt að tilkynna til félagsins ef þeir verða varir við brot í þessum efnum.   Ákvæðinu er ætlað að stuðla að almennri virkni í stéttarfélögum og efla verkalýðshreyfinguna í heild sinni.  

                Þetta ákvæði hefur verið talið nægilegur grundvöllur fyrir því að menn hafi lagt niður vinnu.  Í dómi Félagsdómi 6/1973(VII:112)   lögðu starfsmenn niður vinnu í vélsmiðju til að mótmæla því að þar starfaði járnsmiður sem var ekki félagsmaður í Járnsmíðafélaginu.  Hann var sonur eigandans og hafði ekki talið sér skylt að vera í félaginu.  Járnsmiðirnir á staðnum lögðu þá niður vinnu til að mótmæla þessu og gerðu það með vísan til ákvæðis í lögum Félags járniðnaðarmanna.  Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að aðgerðir járnsmiðanna teldust ekki verkfall í skilningi laganna um stéttarfélög og vinnudeilur. 

                Í mars 1994 bannaði stjórn Mjólkurfræðingafélags Íslands félagsmönnum sínum á Húsavík og Egilsstöðum að vinna með ófaglærðum iðnaðarmönnum við störf sem hún taldi heyra undir mjólkuriðnað.  Langvarandi deila hafði þá verið milli félagsins og þessara aðila um það hvaða störf tilheyrðu mjólkurfræðingum.   Eftir nokkurra daga vinnustöðvun hvarf stjórnin síðan frá aðgerðum, en þá hafði Vinnumálasamband samvinnufélaganna stefnt félaginu fyrir Félagsdóm vegna verkfallsbrots.  Félagsdómur kvað því aldrei upp dóm í málinu.

                Stuðla að því að ófélagsbundnir menn gangi í félagið
                Sum félög hafa um það ákvæði í samþykktum sínum að félagsmenn skuli stuðla að því að ófélagsbundnir menn gangi í félagið.  Kemur þetta ákvæði stundum í stað reglunnar um bann við vinnu með ófélagsbundnum mönnum.

                Var efnið hjálplegt?

                Halldór Jónsson, 1.7.2021 kl. 03:05

                4 Smámynd: Halldór Jónsson

                Atvinnurekendur annast innheimtu félagsgjalds til stéttarfélaga samkvæmt lögum og kjarasamningum.  Þeim er skylt á grundvelli  2. mgr. 6. gr. starfskjaralaganna nr. 55/1980 að halda eftir af launum starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags samkvæmt þeim reglum sem kjarasamningar greina.

                Halldór Jónsson, 1.7.2021 kl. 03:07

                5 Smámynd: Sigurður Antonsson

                Hér áður fyrr var talað um máleysinga, en nú eru menn á blogginu nafnlausir, eins nafnleysingjar út í móa. Ekki marktækt að eiga rökræður við nafnlausa? Vagn huldumaður getur þess vegna haft hagsmuna að gæta, verið valdsmaður eða unnið fyrir ASÍ, VR eða S.A. fyrrverandi embættismaður?

                Löggjöf um stéttarfélög og vinnudeilur sem gera landið að óróasvæði fyrir atvinnurekstur er hluti af ástandinu sem hefur varað síðan Hannibal kom í bæinn. Tilstand sem seðlastjóri er að reyna að binda böggum hverju sinni, með öðrum góðum þarfaverkum.

                Sigurður Antonsson, 1.7.2021 kl. 10:49

                6 identicon

                Æ færri af lögum og reglugerðum landsins standast Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.

                Engir brjóta hana eins mikið og þingmenn, ráðherrar og starfsfólk ráðuneyta.  Einnig er öllum ljóst að dómstólar landsins eru svo gjörspilltar stofnanir, að æ fleiri mál rata til MDE, vilji menn ná fram réttlæti.

                Það er illt að almenningur hér á landi búi við þvílíkt böl að brotið sé svo mjög á honum af innlendum valdhöfum, að hann þurfi í æ ríkara mæli að fara leið Varðar og Einars, að sækja sér réttlætið til MDE, Mannréttindadómstól Evrópu. 

                En það er svo sem ekki undarlegt, sé það haft í huga að forysta Sjálfstæðisflokksins vinnur að því með öllum ráðum að rústa Stjórnarskránni, og afhenda fullveldi okkar ESB.

                Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.7.2021 kl. 11:04

                Bæta við athugasemd

                Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

                Höfundur

                Halldór Jónsson
                Halldór Jónsson

                verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

                -ekki góður í neinu af þessu-

                Heimsóknir

                Flettingar

                • Í dag (5.5.): 1
                • Sl. sólarhring: 1
                • Sl. viku: 51
                • Frá upphafi: 3420741

                Annað

                • Innlit í dag: 1
                • Innlit sl. viku: 31
                • Gestir í dag: 1
                • IP-tölur í dag: 1

                Uppfært á 3 mín. fresti.
                Skýringar

                Eldri færslur

                Innskráning

                Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                Hafðu samband