6.7.2021 | 09:01
Hugsjónamaðurinn
Gunnar Smári Egilson er eiginlega engum líkur. Hann getur snúið fjölmiðlum á punktinum sér í hag og fengið almannaumræðuna til að snúast til sín og fjölmúla til að gapa upp í sig hvenær sem honum býður svo við að horfa.
Ferill Gunnars Smára er eiginlega einstakur, Hann á að baki risavaxin gjaldþrot án þess að það hafi minnstu áhrif á hann.Hann fer úr dyggri þjónustu við harðsvíraðasta kapítalistafélag Íslandssögunnar yfir í að verða meiri kommúnisti en Lenín sjálfur án þess að depla auga. Skorar á sjálfan sig að bjóða sig fram fyrir Sósíalistaflokkinn og mynda ríkisstjórn með öllum nema Sjálfstæðisflokki eftir kosningarnar í haust.
Björn Bjarnason fer skemmtilega yfir feril "fjögurrablaða Smárans":
"Áður en Gunnar Smári stofnaði Sósíalistaflokkinn í kringum sig fyrir fjórum árum og eftir að hann kvaddi Fréttatímann vildi hann að Ísland yrði fylki í Noreg og kynnti Fylkisflokkinn til sögunnar.
Gunnari Smára Egilssyni tekst jafnan vel að sviðsetja það sem hann tekur sér fyrir hendur. Í þann mund sem blaðið Fréttatíminn fór á hausinn undir hans stjórn lét hann eins og fjöldatónleikar með þjóðkunnum flytjendum mundu bjarga blaðinu enda kæmu þeir fram í Háskólabíói. Allt fór þó á einn veg og það sem gerðist eftir gjaldþrotið má ekki ræða frekar en viðskilnað hans og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í hruninu.
Nú um helgina var svokallað sósíalistaþing haldið en þingið er sagt æðsta stofnun Sósíalistaflokks Íslands, hugarfósturs Gunnars Smára.
Þingið fer með æðsta vald í flokknum en milli þinga starfa þar málefnahópar, siðferðisnefndin samviska og kjörnefnd fyrir utan fimm stjórnir flokksins sem hver um sig sinnir sínum verkefnum og sækja allar sjálfstætt umboð til grasrótarinnar á Sósíalistaþingi eins og segir í flokksskipulaginu og einnig: Sósíalistaflokkurinn er þannig fjölkjarna grasrótarhreyfing sem fámenn forystusveit getur ekki beygt undir sig. Þýðir þetta orðalag að fámenna forystusveitin geti hafið sig yfir grasrótina? Að fordæmi Leníns?
Á þinginu sunnudaginn 4. júlí 2021 var ákveðið að til starfa tæki kjörnefnd skipuð slembivöldum félagsmönnum sem annast skipun framboðslista og í kjölfarið samskipti flokksins við kjörna fulltrúa. Alls skal skipa 30 manns í kjörnefnd en fundir hennar eru löglegir taki 10 nefndarmenn þátt í þeim.
Sama dag og þetta skipulag á flokki sósíalista var kynnt birtist frétt í ríkisútvarpinu um að Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, ætlaði að gefa kost á sér á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Rætt var við Gunnar Smára sem sagði:
Það hefur verið skorað á mig og kjörnefndin var að tala við mig og ég lofaði þeim að svara núna um helgina. Ef að þau geta notað mig þá er ég til.
Af þessum orðum má sjá að hratt og markvisst er gengið til verka, jafnvel áður en 30 manna kjörnefnd er fullskipuð eða 10 úr hópi hennar hafa fundið tíma til að hittast, fær Gunnar Smári áskorun og við hann er rætt af kjörnefndinni um framboð hans í kosningunum 25. september 2021.
Áður en Gunnar Smári stofnaði Sósíalistaflokkinn í kringum sig fyrir fjórum árum og eftir að hann kvaddi Fréttatímann vildi hann að Ísland yrði fylki í Noregi og var kallaður til viðtala í fjölmiðlum um þá hugmynd. Þar á meðal í ríkisútvarpinu en á ruv.is sagði 11. ágúst 2014:
Hugmyndir Gunnars Smára Egilssonar um að Ísland verði fylki í Noregi hafa vakið gríðarlega athygli og nú stendur til að stofna stjórnmálaafl um málið. Fylkisflokkurinn verður stofnaður formlega í haust og fólki er nú boðið að skrá sig sem stofnendur.
Orðalag þessarar tilvitnunar sýnir hvernig fjölmiðlamenn kokgleypa það sem frá Gunnari Smára kemur. Nú segir á ruv.is að Gunnar Smári segir Sósíalistaflokkinn tilbúinn að mynda nýja ríkisstjórn eftir næstu kosningar bjóðist tækifæri til"
Það er fátt sem dylst fyrir skarpskyggni Björns Bjarnasonar í stjórnmálum.
Það verður stórfróðleg einkunnagjöf fyrir stjórnmálaþroska íslenskara kjósenda hvernig fer með kjörfylgi Smárans í haust.
Skyldi hann slá Píratana út hvað hugsjónaeld varðar? Ég held að svo verði því maðurinn er stórkostlega fær skríbent og ósvífinn lygalaupur svo að mér dettur helst Ingibjörg Sólrún Gísladóttir til mannjöfnuðar.
Sannkallaður Hugsjónamaður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 3420155
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.