Leita í fréttum mbl.is

Trúðar

taka sig út á breiðmynd í Cinemascope. Marklausar yfirlýsingar þar sem annar heldur á lygamerkinu og hinn er staðráðinn í að láta ljúga sig fullann í sjöunda sinn í það minnsta.

"Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, svo undir yfirlýsingu um að framkvæmdir við brautina hefjist eftir fimm ár og hún verði tilbúin eftir tíu ár.

Ráðherrann var afdráttarlaus og sagði framkvæmdina í raun hafna þótt ekki sæist nein grafa.

Borgarstjórinn var að venju loðnari í afstöðu sinni: „Nú held ég að við séum kannski í fyrsta skipti komin með raunhæfa tímaáætlun. En auðvitað þarf að hafa í öllum svona stórum og flóknum verkefnum fyrirvara varðandi umhverfismat og skipulagsþáttinn og það samráð sem framundan er,“ sagði Dagur B.

1285782Þeir voru kampakátir 6. júlí á hafnarbakka við undirritun yfirlýsingar um Sundabraut: Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (mynd: mbl.is/Eggert Jóhannesson).

Í samtali við málgagn Samfylkingarinnar og meirihluta borgarstjórnar, Kjarnann, föstudaginn 9. júlí sagði svo Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður skipulags- og samgönguráðs, að hugsanlega yrði aldrei ráðist í að leggja Sundabraut. Hann sagði:

„Framkvæmd getur verið þjóðhagslega hagkvæm en ef það kemur í ljós að það er þjóðhagslega hagkvæmara að gera ekki neitt þá er það auðvitað skynsamasti kosturinn. Við erum að sjálfsögðu að reyna að skoða málið mjög alvarlega en á meðan að formleg ákvörðun hefur ekki verið tekin þá er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að það verði ekki ráðist í þessa framkvæmd.“

Af viðtalinu við Pawel sést að áhyggjur hans af því að Sundabraut nýtist eigendum einkabílnum ráða miklu um afstöðu hans. Honum er þó huggunarefni „að það eru mjög sterk fyrirheit um lagningu stíga fyrir gangandi og hjólandi meðfram Sundabrautinni allri, sem hefði aldrei orðið fyrir kannski 20 árum síðan, þá hefði mönnum aldrei dottið það í hug en að líta á þetta öðruvísi sem hreina einkabílaframkvæmd,“ segir hann í krafti eigin ímyndunarafls.

Pawel segir að borgarlínan sé næst á dagskrá Hún muni koma til framkvæmda fyrr heldur en Sundabraut og að það sé framkvæmd sem nýtist fyrst og fremst „virkum ferðamátum“ eins og það er orðað á Kjarnanum.

Sigurður Ingi gekk örugglega til yfirlýsingarinnar með borgarstjóra af heilindum og Framsóknarflokkurinn nýtir sér undirskrift formanns síns strax sér til framdráttar í pólitískum auglýsingum vegna komandi þingkosninganna. Full ástæða er hins vegar til að efast um hug þeirra sem standa að yfirlýsingunni af hálfu meirihlutans í Reykjavík. Orð borgarstjóra og formanns skipulags- og samgönguráðs borgarinnar sýna að þeir hafa alla fyrirvara og ætla að láta niðurstöðuna ráðast án þess að unnt sé að vísa í fyrirheit af þeirra hálfu. Þeir leika með öðrum orðum tveimur skjöldum í málinu.

Að Dagur B. Eggertsson og samstarfsfólk hans gangi fram á þennan veg er ekki nýtt. Í skjalasafni samgönguráðuneytisins ættu að liggja mörg skjöl vegna Reykjavíkurflugvallar sem minna á nauðsyn varúðar í samskiptum við Dag B. um mikilvæg samgöngumál. Margar yfirlýsingar eru ekki einu sinni pappírsins virði."

Merkilegt að menn skuli nenna að láta þennan Dag B. hafa sig ítrekað að fífli eins og hrekklaus dýralæknirinn gerir með því að taka sæti á trúðabekknum með Borgarstjóranum í Reykjavík sem virðist varla vita hvenær hann lýgur eða ekki um umferðarmál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband