14.7.2021 | 11:34
Hverjum trúum við betur?
Bjarna Benediktssyni og Glapinski pólska seðlabankastjóranum sem lýsti því hvernig zlotíið pólska hefði bjargað þeirra endurreisnarmálum eða Þorsteini Pálssyni og hans fullveldisfyrirlitningarliði sem vill ganga í ESB og Evrópuherinn og henda krónunni, hafandi reynsluna frá hruninu 2009?
Bjarni skrifar í Fréttablaðið í dag:
"Það ríki er vandfundið þar sem jöfnuður er meiri en á Íslandi. Þetta kemur skýrt fram í alþjóðlegum mælingum, þar sem lágtekjuhlutfall hefur mælst hvað lægst hér af evrópskum samanburðarríkjum og jöfnuður einna mestur. Ekki er nóg með að jöfnuður sé meiri hér en í samanburðarríkjum, heldur sýna álagningarskrár að bilið milli þeirra sem eiga mest og minnst verður sífellt minna.
Í svari við nýlegri fyrirspurn frá formanni Samfylkingarinnar kemur fram að hlutfall eigna efnuðustu prósenta landsmanna af heildarkökunni fer minnkandi. Þessi þróun hefur verið nokkuð stöðug undanfarin ár, en nú hefur hlutur þeirra ríkustu ekki verið lægri frá því í kringum síðustu aldamót. Með þessu er ekki sagt að réttu hlutfalli sé náð eða ekki þurfi að vinna áfram að bættum kjörum þeirra sem minnst hafa. Alltént er þó orðræða þeirra sem stöðugt tala um séríslenska misskiptingu og óréttlæti nokkuð sérkennileg þegar staðreyndir málsins eru skoðaðar.
Það hefur verið keppikefli okkar Íslendinga um árabil að byggja hér samfélag þar sem allir geta freistað gæfunnar og náð árangri á eigin forsendum, en halda á sama tíma úti þéttu velferðarneti sem grípur þá sem þurfa.
Við viljum virkja kraftinn í einstaklingnum og skapa jarðveg þar sem fólk með góðar hugmyndir og framtakssemi að vopni getur blómstrað. Markmiðið er að stækka sífellt kökuna, frekar en að hugsa bara um hvernig á að sneiða hana niður.
Við aukum ekki hagsæld með því að jafna alla niður með hærri sköttum og útþenslu hins opinbera, eins og sumir flokkar tala ítrekað fyrir. Við siglum nú út úr tímabili heimsfaraldurs sem hefur sett mark sitt á flest svið samfélagsins.
Það er samdóma álit flestra að hér hafi náðst afburða góður árangur, bæði heilsufars- og efnahagslega. Ísland stóðst COVID-storminn betur en flestar þjóðir. Næstu misseri þurfum við að halda áfram fast við sömu gildi. Jöfn tækifæri umfram jafna útkomu. Trú á fólk, frelsi og framfarir. Þannig byggjum við saman enn sterkara Ísland. "
Það er um þetta sem verður kosið í haust.
Það byggist á því hverjum við trúum betur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Krónan bjargaði. Allavega bjargaði hún því að stjórnvöld þurftu lítið að gera meðan Evrustjórnvöld þurftu sjálf að berjast við vandamálin. Gjaldeyrishöft voru einnig sett á svo öruggt væri að almenningur færi ekki að hafna björguninni. Og bankarnir gátu haldið vöxtum háum meðan Evrubankar voru reknir á nær engum vöxtum. Byrðunum var velt, með stórkostlegri hjálp krónunnar, á almenning. Þess vegna versnuðu kjör almennings hvergi meira en hér þegar laun lækkuðu um helming við hrun krónunnar. Uppboð á heimilum voru hvergi fleiri. Bankarnir okkar sýndu eftirtektarverðan hagnað og bestu afkomu OECD landa. Og þegar Evrulöndin voru komin á beinu brautina vorum við enn að berjast í kreppu með lágt metinn gjaldmiðil og urðum því vinsæll ferðamannastaður þeirra sem héldu fullum launum og versluðu fyrir Evrur og Dollara. Krónan bjargaði stjórnvöldum frá því að þurfa að fást við vandamálin. Það er gott að hafa gjaldmiðil sem fríar stjórnvöld frá vandamálum, finnst stjórnvöldum. Og stjórnvöldum finnst almenningur mega miklu til fórna fyrir þau gæði.
Vagn (IP-tala skráð) 14.7.2021 kl. 13:48
Kerran var greinilega ekki hér í hruninu til að verða vitni að því hvernig útflutningurinn og krónan náði okkur ótrúlega fljótt upp úr kreppunni og við náðum okkur langt um fyrr en evruríkin sem eru enn að ströggla sum hver.Túrisminn var líka lottóvinningur .
Halldór Jónsson, 14.7.2021 kl. 21:11
Almenningur í Evruríkjunum fann varla fyrir hruninu miðað við Íslenskan almenning. Ekki rugla saman kjörum almennings og vanda stjórnvalda. Heimili fóru á uppboð þó mörg fyrirtæki græddu á lágum launum í krónum og tekjum í evrum og dollurum. Hagur Íslensks almennings batnaði mörgum árum á eftir almenningi í Evrulöndum. Krónan passaði upp á það. Og hefði ekki orðið turistasprenging þá væru laun ennþá hálf og kreppuvextir á lánum. Það er ekki víst að við verðum eins heppin næst.
Vagn (IP-tala skráð) 15.7.2021 kl. 05:41
Kerran er fullyrðingasöm eins og venjulega. Þetta er endemis rugl. Íslendingar náðu sér hratt vegna krónunnar þar sem útflutningurinn tók við sér. T'urisminn var svo viðbót.En heimilinum var fórnað á altari banksteranna, Björgólfa og Ólavíusa með lánskjaravísitölunni óbreyttri. Skuldsetningin var líka orðin ósjálfbær í mörgum tilvikum og menn áttu enga möguleika að standa við lántökurnar sem voru gerðar á bjartsýninni einni.
Halldór Jónsson, 15.7.2021 kl. 16:05
Það er fróðlegt að skoða gengissöguna frá þessum tíma. Fullyrðingar um allt svart standast ekki.
Halldór Jónsson, 15.7.2021 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.