20.7.2021 | 10:43
Þörf hugvekja
kemur frá Einari S. Hálfdánarsyni í Morgunblaðinu í dag. Þar vekur hann athygli á þeirri hættu sem stafar af fyrirhyggjuleysi þeirra sem vilja hafa og hafa landamæri Íslands galopin fyrir hvaða hlaupastrákum sem eru.
Það þarf ekki lengi að skyggnast um á götum til að sjá árangurinn af þessari stefnu eða stefnuleysi.Hvarvetna fjölgar plastpokafólki sem er greinilega ekki upprunnið hérlendis.Þetta fólk gerir stór innkaup í Bónus og greiðir af digrum rúllum af íslenskum bánkuseðlum hvaðan sem þær nú koma.
Sema Erla Serdar er framarlega í hópi þeirra sem gelta hátt hvenær sem einhver vill andæfa opnum landamærum og flytja réttlaust fólk aftur til síns heima í stað þess að leggjast á okkar viðurkenndu takmörkuðu velferð.
Einar skrifar:
"Samfylking og Píratar krefjast opinna landamæra. Mannvonskan sem hefur viðgengist gagnvart umsækjendum um alþjóðlega vernd undanfarin ár sýnir að núverandi stjórnarflokkum er ekki treystandi til að leiða það verkefni. Mannvonskan sem þingmannsefnið vísar til er sú að fara að alþjóðlegum lögum og reglum.
Í huga þingmannsefnis Samfylkingar eru fullorðnir karlmenn á besta aldri þeir sem Ísland á að veita fjármunum til sem það hefur til ráðstöfunar. Ekki til barna og kvenna í nauðum sem mesta þörf hafa fyrir þróunaraðstoð. Hver er réttlætiskennd þessa unga þingmannsefnis? Sem betur fer hafa jafnaðarmenn í Evrópu séð ljósið; alls staðar nema á Íslandi.
Sema Erla Serdar er enda helsti leiðtogi Samfylkingarinnar í málefnum svokallaðra hælisleitenda. Hún nýtur aðstoðar fjölmiðla sem hika ekki við að sýna myndir sem virðast sýna fjölda manns þar sem fáeinar hræður eru samankomnar til að mótmæla. Hvað segja siðareglur um slíkt?
Engir lýðræðislega sinnaðir flokkar í Evrópu aðhyllast lengur það sem jafnaðarmaðurinn og forsætisráðherra Svíþjóðar viðurkenndi sem barnalega stefnu. Nema Logi og félagar. Í gamla daga voru fræðslufundir fastir liðir hjá vinstrinu. Væri það ekki ráð?
Hættan er fyrir hendi
Kjósendur virðast átta sig á að stefna Samfylkingar er ekki gæfuleg eftir að sósíaldemókrötum var þar eftirminnilega úthýst. Erfiðara er að átta sig á Pírötum. Hver er stefnan? Í borginni er stefna Pírata sú ein að vera við völd og hatast við Sjálfstæðisflokkinn (sbr. málflutning Dóru Bjartar, hún á nefnilega ógert að lesa sínar siðareglur). Við sem komum að málum hjá Reykjavíkurborg þekkjum hættuna. Þegar braggaskýrslan kom út, sem orðið hefði banabiti hvers einasta annars stjórnvalds, þá komu RÚV, Stöð 2, Fbl. og Viðreisn meirihlutanum í skjól. Hættan er sú að Samfylking Semu Erlu muni fá sams konar skjól til að galopna landamærin fyrir þeim sem síst þurfa.
Borgaraleg og frjálslynd öfl
Raunverulegt athvarf borgaralegra og frjálslyndra afla er aðeins í Sjálfstæðisflokknum. Auðvitað er Sjálfstæðisflokkurinn ekki einn. Innan flestra annarra flokka er sannarlega öflugt og sanngjarnt fólk. En þannig er það nú einu sinni að aðeins sterkur Sjálfstæðisflokkur getur veitt Samfylkingu og Pírötum öflugt viðnám. Borgarstjórnin í Reykjavík segir allt sem segja þarf.
Flokkar sem byggja allt sitt á röngum hagtölum um viðskipti við ESB og blekkingum um hag Íslands af evru þarfnast þess að verða upplýstir. Þá mun allt það góða fólk sem þangað var blekkt átta sig. Hinir sem voru í hefndarleiðangri eða unnu sér þar vegtyllur verða eftir.
Já, sem betur fer. Viðreisn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum. "
Það er tilgangslaust að kalla eftir ábyrgri afstöðu hjá þessum flokki sem kallar sig Viðreisn sem er ekkert nema flokkur sem ákallar afsal fullveldis landsins sem afrit af Samfylkingunni. En þessir flokkar eru bara eins máls flokkar um þá félegu niðurstöðu að gefast upp fyrir hönd þjóðarinnar að standa á eigin fótum.
Vilja ganga ESB á hönd og taka upp EVRU.Ganga í bandalag ríkja sem hafa allt annan hagfasa en Ísland sem flestum ætti að hafa skilist af sögu síðustu ára.
Það er ömurlegt að lesa niðurlag á grein eftir einhvern Geir Finsson sem er framámaður í Viðreisn sem endar svo greinarstúf í málgagni ESB á Íslandi, Fréttablaðinu,:
"Einn flokkur hefur mælst hæstur allra í kosningavitum þegar kemur að frjálslyndi og auk þess talað fyrir margvíslegum frelsismálum á yfirstandandi kjörtímabili. Sá flokkur er Viðreisn.
Miðað við skoðanakannanir skiptir hvert einasta atkvæði máli upp á það hvort Viðreisn takist að mynda meirihluta um frjálslyndi, framfarir og mannúð án forræðishyggju frekar en áframhaldandi stöðnun.
Í haust getur þú haft áhrif á það með atkvæði þínu"
Að kenna flokk sem hefur aðeins þá einu stefnu að ganga í tollabandalag með 19 Evruríkjum og hernaðarbandalag þeirra í væntanlegum Evrópuher, þar sem Íslendingar yrðu herskyldir með þeim, við frjálslyndi, er þvílíkt öfugmæli að það hálfa væri nóg.
Íslendingar eiga allt undir verslunarfrelsi við heiminn sem telur ein hundrað önnur ríki en þetta klíkusamfélag Frakka og Þjóðverja. ESB hefur svikið EES samninginn með því að viðhalda tollum á okkar varning en við æmtum ekki né skræmtum.Draugsrödd Þorsteins Pálssonar um inngönguna í ESB á hverjum fimmtudegi segir allt sem þarf um forneskju málstaðarins og skort á þjóðlegum metnaði.
Viðreisn? Samfylking? Sami grautur í sömu skál.
Að gera því skóna að Viðreisn sé ávísun á frjálslyndi er í raun öfugmæli ef ekki bara léleg skrítla.
Það er þörf hugvekja hjá Einari S. Hálfdánarsyni að vara við óhöppum sem af þessum flokki Viðreisn og innflytjendaafritinu Samfylkingunni getur stafað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Blessaður Halldór.
Er þetta ekki þessi sami Einar sem fór offari, jafnt í netheimum sem á síðum Morgunblaðsins, í þágu ESB í orkupakkamálinu??
Það mál eitt og sér er atlaga að sjálfstæði þjóðarinnar af áður óþekktri stærðargráðu??
Landráð ekki síður en ICEsave var á sínum tíma.
Þessi maður á að vera í Samfylkingunni, eða sjálfstæðisútgáfu hennar, Viðreisn.
Það var ekki stórmannlegt þegar kommarnir töldu sig fá syndafyrirgefningu með því að skamma allt sem miður fór í Albaníu, nógu smáir þar til að hægt væri að upphefja sig á þeirra kostnað.
Hins vegar var þagað yfir óhæfunni í Kína, menningarbyltingunni og öðrum viðbjóði.
Það var ekki Samfylkingin eða Viðreisn sem sviku þjóðina í orkupakkamálinu Halldór, það voru þínir menn.
Sá glæpur minnkar ekkert að beygja sig í duftið og fá útrásina við að skammast í smáflokkum sem varla mælast.
Það er bara svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.7.2021 kl. 11:59
Veri þeirra skömm lengi uppi sem fóru þar fyrir eins og þingflokksformaðurinn.
Ég man ekki sérlega eftir að Einar hafi verið til óþurftar í því máli.Ég hef aldrei vitað að hann Einar væri ESB sinni en ef hann er það þá skal hann fá fyrir ferðina hjá mér ef ég má mín einhvers.
Halldór Jónsson, 20.7.2021 kl. 13:51
Ja Einar mátti eiga að hann varði sína menn, bæði með greinarskrifum í Morgunblaðið og þátttöku í umræðu hér á Moggablogginu. Ég hygg að þú munir það alveg Halldór.
En pointið er Halldór, að þó frekar eigi að kala kaldur hver, áður en þú hættir að styðja flokk þinn, hófsamur íhaldsflokkur er kjölfesta hverrar þjóðar, að þá er það ekki stórmannlegt að skamma aðra fyrir minni sakir en þær sem manns eigið fólk ber ábyrgð á.
Sem og maður skammar ekki aðra flokka fyrir landsölu, með því að vitna í landsölumenn.
Og gagnrökin eru ekki að segja eins og Björn Bjarna, "já en ég er á móti ESB", þegar menn samþykkja alla vitleysu sem þaðan kemur. Líka þær reglugerðir sem stórríkið setur til að innlima einstök ríki í stjórnkerfi sitt.
Því fullorðið fólk veit að lífið er ekki tálsýn eða draumur, heldur blákaldur raunveruleiki, það væru fáir þjófar í fangelsi ef þeir slyppu með því að segja, ég er ekki þjófur, ég stal ekki, svona þegar þeir eru með þýfið í hendinni.
Þó vissulega sé Viðreisnararmur Sjálfstæðisflokksins mjög áberandi í forystu flokksins, þá eigið þið líka ykkar sjálfstæðissinna, einn er í baráttusæti í Suðvestur kjördæmi.
Hjá honum er enginn munur á orðum, og gjörðum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.7.2021 kl. 15:01
Jú það er rétt hjá þér Ómar að þessi Einar S. studdi 3.Orkupakkan og veri hans skömm og svívirða lengi uppi fyrir.
En skoðun hans á landamærunum og hælisleitendunum er óháð því og hún finnst mér rétt.Kannski hefur hann líka vitkast í afstöðunni með þingflokknum sem ég fyrirgef aldrei hvernig hegðaði sér og geri Birgi Ármanns eilíflega ábyrgan fyrir þeirri afstöðu og kenni honum um.
Ég er ekki einu sinni prisnípielt á móti sæstreng en ég er á móti öllu sem skerðir fullveldi Íslands.Slíkt fólk tek ég aldrei í sátt Ómar Geirsson. Og þó ég eigi erfitt með að samsama mig sem liðsmann sveitakomma eins og þín Ómar þá gengur ekki hnífurinn á milli okkar í fullveldismálum þjóðarinnar og ég hygg að bæði Jónas frá Hriflu og Jón den smukke Sívertsen hefði verið okkur sammála.
Halldór Jónsson, 20.7.2021 kl. 21:56
Já það er nefnilega komin samstaða um það fjöregg þjóðarinnar þvert á gamlar skotgrafir, og sú samstaða nær yfir gröf og dauða.
Og þó kannski ekki á sömu forsendum þá tek ég heilshugar undir að bæði Píratar og Samfylkingin eru óþurftarflokkar.
Takk fyrir spjallið Halldór og megi síðkóvid sneiða framhjá þér og þínum.
Kveðja úr sólinni, þessari langþráðu, að austan.
PS. Ég veit líka alveg að Einar S. er ágætur í mörgu, ekki síður en Björn Bjarna sem ég ber mikla virðingu fyrir sem rökföstum og málefnalegum stjórnmálamanni.
Ómar Geirsson, 21.7.2021 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.