21.7.2021 | 10:54
Hvað virkar best í pólitík?
hundleiðinleg alvara Helgu Völu eða grein Óla Björns á miðopnu Mogga í dag svo maður beri eitthvað saman?
Grein Óla Björns endar svona:
"...Þannig birtist Stalín ljóslifandi í draumi Pútíns. Ég get gefið þér tvö ráð, segir Stalín. Í fyrsta lagi skaltu koma öllum andstæðingum þínum fyrir kattarnef og í öðru lagi mála Kreml blátt. Af hverju blátt? spyr Pútín hissa. Ég vissi það. Þú hefur ekkert við fyrra ráðið að athuga, segir Stalín.
Í sovéskum ádeilusögum eru margar tilvísanir í hungursneyðir, Gúlag og hreinsanir.
Hver er munurinn á Indlandi og Sovétríkjunum? Á Indlandi sveltur einn maður fyrir þjóðina. Í Sovétríkjunum sveltur þjóðin fyrir einn mann.
(Gandhi fór í hungurverkfall árið 1932 til að berjast fyrir sjálfstæði Indlands, en á sama tíma herjaði hungursneyð í Sovétríkjum Stalíns sem talið er að hafi kostnað 6-8 milljónir manna lífið). Líkt og í öðrum ríkjum kommúnista er fjöldi sagna frá Póllandi um skort og biðraðir. Þannig voru a.m.k. fimm kílómetrar á milli matvörubúða til að biðraðir kæmust fyrir.
Eitt sinn var Jaruselski (síðasti leiðtogi alræðisstjórnar kommúnista í Póllandi) á ferð um Varsjá í limmósínu þegar hann sér langa biðröð fyrir framan matvörubúð. Hann skipar bílstjóranum að stoppa, skrúfar niður rúðuna og spyr hversu lengi fólkið hafi beðið í röðinni. Sex klukkutíma, er kallað til baka. Það er hræðilegt, segir kommúnistaleiðtoginn, ég verð að gera eitthvað í þessu. Klukkutíma síðar kemur stór vörubíll að búðinni með þrjú hundruð stóla fyrir fólkið. Maður kemur inn í búð í Moskvu og spyr hvort ekki sé til nautakjöt. Afgreiðslumaðurinn hristir hausinn. Nei, hér eigum við engan fisk. Búðin sem á ekkert kjöt er hins vegar hér beint á móti.
Ég vil leggja inn pöntun fyrir nýjum bíl, segir vongóður kaupandi í Moskvu. Hvað þarf ég að bíða lengi? Tíu ár, segir sölumaðurinn og bætir við brosandi, upp á dag. Er það fyrir eða eftir hádegi? spyr kaupandinn. Hvaða máli skiptir það, spyr sölumaðurinn. Jú, ég á von á píparanum fyrir hádegi.
Í Austur-Þýskalandi var hæðst að Walter Ulbricht leiðtoga kommúnista fyrir undirlægjuhátt við Kreml. Á sólríkum degi gekk Ulbricht út af skrifstofu sinni og spennti upp regnhlífina á móti sólinni. Þú þarf ekki regnhlíf núna, sólin skín og veðrið yndislegt, sagði aðstoðarmaður leiðtogans. Auðvitað þarf ég regnhlíf, svaraði Ulbricht höstugur, það rignir í Moskvu.
Háð og pólitískar skilgreiningar Óháð landamærum hefur satíra verið notuð við skilgreiningar á mismunandi hugmyndafræði. Sósíalismi: Þú átt tvær kýr. Ríkið tekur aðra þeirra og gefur nágranna þínum. Kommúnismi: Þú átt tvær kýr. Þú gefur báðar til ríkisins sem lætur þig fá dálítið af mjólk í staðinn. Fasismi: Þú átt tvær kýr. Þú gefur báðar til ríkisins sem selur þér síðan mjólk. Kapítalismi: Þú átt tvær kýr. Þú selur aðra en kaupir naut. Þjóðernissósíalismi (nasismi): Þú átt tvær kýr. Ríkið tekur báðar og leiðir þig fyrir aftökusveit. Þessar skilgreiningar eru frá stríðsárunum og eru líklega ættaðar frá Bandaríkjunum.
Síðar bættist við sérstök skilgreining á Rússlandi: Þú átt tvær kýr. Þú færð þér vodka og telur aftur!
Kapítalisti, kommúnisti og sósíalisti ákveða að hittast á kaffihúsi til að fara yfir þjóðmálin. Þeir tveir fyrstnefndu mæta á réttum tíma en sósíalistinn kemur klukkutíma of seint. Fyrirgefið mér félagar, hversu seint ég mæti, segir sósíalistinn móður. Ég þurfi að bíða í biðröð eftir pylsum. Hvað er biðröð? spyr kapítalistinn undrandi. Hvað er pylsa? spyr kommúnistinn.
Svo er það gamla konan sem sagðist ekki hafa áttað sig á því hversu kalt væri í veðri fyrr en hún sá sósíalista með hendur í eigin vösum. Skóladrengur skrifaði eftirfarandi í vikulegri ritgerð: Kötturinn minn eignaðist sjö kettlinga. Þeir eru allir kommúnistar. Viku síðar skrifaði sá stutti í nýrri ritgerð: Allir kettlingarnir eru orðnir kapítalistar. Þegar kennarinn las þessa staðhæfingu kallaði hann á drenginn og vildi fá að vita hvers vegna allt hefði breyst svo snögglega: Í síðustu viku sagðir þú að allir kettlingarnir væru kommúnistar, en í þessari viku eru þeir allt í einu orðnir kapítalistar? Drengurinn kinkaði kolli: Það er rétt. Þeir opnuðu augun í þessari viku.
Draumaríkin
Um 1950, þegar flest lönd heimsins voru að jafna sig eftir hrylling seinni heimsstyrjaldarinnar, var Venesúela meðal ríkustu landanna. Landsframleiðsla á mann var sú fjórða mesta í heiminum. Árið 1982 var Venesúela enn auðugasta land Suður-Ameríku. Eftir að sósíalistar komust til valda 1998 hefur hallað undan fæti og draumaríkið komið að hruni. Gamall maður kemur inn í matvörubúð í Caracas, höfuðborg Venesúela. Eftir að hafa beðið þolinmóður í biðröð töluverða stund komst hann að búðarborðinu þar sem kaupmaðurinn stóð. Ég þarf eina flösku af matarolíu, eina fernu af mjólk og kaffipakka, segir gamli maðurinn. Kaupmaðurinn hristir dapur höfuðið og segir afsakandi að því miður sé ekkert til af því sem beðið er um. Gamli maðurinn snýr vonsvikinn við og fer út úr búðinni. Matarolía, mjólk, kaffi, segir næsti viðskipavinurinn hneykslaður. Sá gamli er greinilega ruglaður. Kaupmaðurinn horfir hugsi á þann hneykslaða en segir síðan: Já, kannski, en mikið hefur hann gott minni.
Englendingur og Frakki eru á listasafni og standa fyrir framan málverk af Adam og Evu með epli í aldingarðinum. Sá enski hefur orð á því að Adam deili eplinu með Evu líkt og sé háttur enskra. Frakkinn bendir á hversu óþvinguð þau eru í nekt sinni líkt og þau séu frönsk. Flóttamaður frá Venesúela heyrir tal félaganna og segir: Fyrirgefið að ég skuli trufla ykkur, caballeros, en Adam og Eva eru greinilega bæði frá mínu ástkæra föðurlandi. Þau eru án klæða, hafa lítið sem ekkert að borða og þeim er talin trú um að þau séu í Paradís.
Leiðtogi annars draumaríkis vestrænna sósíalista, Fídel Kastró, fór beint að Gullna hliðinu eftir dauðann og smeygði sér inn. Lykla-Pétur var hins vegar á vaktinni og henti honum út. Kastró fór þá til helvítis þar sem skrattinn tók honum opnum örmum. Þegar kommúnistaleiðtoginn hafði orð á því að hann hefði gleymt farangrinum í himnaríki sagðist skrattinn redda því. Tveir púkar myndu ná í farangurinn. Púkarnir leggja strax af stað en þegar þeir koma að Gullna hliðinu er það harðlæst. Þeir ákveða því að klifra yfir hliðið. Tveir englar horfa á púkana komast yfir hliðið og annar þeirra segir: Ja hérna, Kastró er ekki búinn að vera fimm mínútur í helvíti og við erum þegar byrjaðir að fá flóttamenn.
Hvort finnst manni skemmtilegra að lesa?
Kemur hinn óbærilegi léttleiki tilverunnar eitthvað inn í hegðun manns í kjörklefanum? Já, ég held það. Helga Vala er sjaldan skemmtileg finnst mér en Óli Björn stundum,Þorsteinn Pálsson, Gunnar Smári eða Inga Sæland eiginlega aldrei.
Það virkar áreiðanlega eitthvað í pólitík.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.