22.7.2021 | 18:18
Er hægt að geyma fisk í sjónum?
og veiða hann þegar hann hefur stækkað?
Íslendingar hafa lifað eftir þessu sem staðreynd allt frá upphafi kvótakerfisins í nær 4 áratugi.
Þetta hefur okkur verið sagt að sé vísindaleg aðferð sem skili aukinni arðsemi fiskveiðiauðlindarinnar.
En hefur þetta reynst rétt?
Útkomna þorskveiða á þessu tímabili bendir ekki til þessa. Þvert á móti virðist þorskveiði hafa minnkað og fiskur smættast.
Jón Kristjánsson hefur lengi haldið því fram að þessi stefna, sem Hafró stjórnar, sé röng. Hann hefur um árabil rannsakað stofnstærðir silungs í ám og vötnum. Niðurstaða hans er sú að stór hrygningarstofn sé ekki endilega ávísun á mikið magn af fiski. Fiskurinn aféti og undanéti sig og einstaklingar nái ekki þroska.
Jón skrifar í Bændablaðið svofellda grein um þetta grundvallarmál í Bændablaðið 8.júlí 2021:
"Nýlega ráðlagði Hafró 13% lækkun þorskkvótans en að þeirra mati hefur þorskstofninn minnkað um 22% ára, ekki verði veitt meira en 222.373 tonn af þorski á fiskveiðiárinu 2021/2022. Sögðu að stofninn hefði verið vanmetinn undanfarin ár og nú þyrfti að bregðast við því. Stofnunin sagði að ef sveiflujöfnun í aflareglu hefði ekki komið til hefði ráðgjöfin lækkað um 27%. Það er því útlit fyrir meiri lækkun næsta ár. Árátta Hafró að vera sífellt að endurmeta stofninn aftur í tímann er stórfurðuleg. Skil ekki að þetta skuli leyfilegt. Þessu má líkja við að birgðastjóri í vöruskemmu uppgötvi að birgðirnar hafa minnkað síðan í fyrra. Þá heldur hann því fram að hann hafi vanmetið þær árið áður þegar raunin var einfaldlega sú að það hafði verið brotist inn og stolið úr skemmunni.
Þrátt fyrir mikla gagnrýni á undanförnum árum tekur Hafró ekki tillit til vistfræðilegra breytinga eins og breytilegs fæðuframboðs, brotthvarfs makríls, mismunandi stærðar loðnustofns, afráns, sjálfáts og fleiri þátta, sem hafa áhrif á stofnþróun þorsks og annarra botnfiska, hvað þá að þeir taki tillit til aflabragða sem núna eru með eindæmum góð.
Þeir halda sig við reikniformúlur og nærri hálfrar aldar hugmyndafræði sem hafa valdið því að þorskafli er varla hálfdrættingur þess sem hann var áður en þeir tóku upp vísindalega stjórnun fiskveiðanna.
Ráðherra samþykkti nýlega þessar tillögur Hafró og rök hans vöktu mér óhug vegna þess að nú er svo komið að ráðherrann segist ekki geta farið á svig við Hafró vegna vottana frá erlendum aðilum sem hafa miklar þýðingar fyrir íslenskan sjávarútveg. Með öðrum orðum, þá ráðum við Íslendingar ekki lengur hvernig við nýtum okkar eigin fiskimið. Orðrétt var haft eftir ráðherranum: ...að það séu vonbrigði að þurfa að grípa til skerðinga, [...] en ástæðan er meðal annars sú að tveir árgangur innan viðmiðunarstofnsins eru litlir. Við þær aðstæður kemur hins vegar ekki til greina að falla í þá freistni að láta skammtímasjónarmið ráða för og fara gegn hinni vísindalegu ráðgjöf með tilheyrandi óvissu um meðal annars vottanir sem hafa mikla þýðingu fyrir íslenskan sjávarútveg.
Ég hef gagnrýnt aðferðir Hafró í gegn um árin og að þessu tilefni endurbirti ég hér 13 ára grein (Brimfaxi janúar 2008) þar sem farið er yfir árangur af fiskveiðistefnunni og kennisetningarnar að baki henni. Ekkert hefur breyst, stjórnmálamenn hlýða og fréttamenn eru hættir að spyrja spurninga.
Hernaðurinn gegn sjávarútveginum
Aðförin að sjávarútveginum heldur áfram, því enn berast neikvæðar niðurstöður frá Hafró um þorskstofninn. Niðurstöður haustralls voru kynntar í byrjun desember og reyndist vísitalan hafa minnkað um 20% frá í fyrra. Þetta er svipað og við bjuggumst við, sögðu snillingarnir. Ekki hafa verið veidd nema tæp 200 þús tonn, svo vöxtur í stofninum er enginn. Hann nær ekki að framleiða nóg til að standa undir veiðinni við þessa litlu sókn, hvað þá að vaxa.
Ein skýringin er sú makalausa setning að nú eru lélegir árgangar að bætast í veiðistofninn! En hvað með hina árgangana sem voru þar í fyrra? Maður skyldi halda að þó lítið bættist við eitthvað ætti það samt að stækka.Vöxtur þess sem var til áður en lélegu árgangarnir bættust við er því minni en enginn. Svona röksemdir eru endaleysa.
Furðulegast af öllu er að ráðamenn skulu leyfa Hafró að halda þessari niðurrifsstarfssemi áfram endalaust. Nú sitja í ríkisstjórn 2 ráðherrar sem áður hafa lýst mikilli vantrú á ráðgjöf Hafró, en þeir hafa nú snúist um 180 gráður og beygja sig í duftið. Annar er ráðherra sjávarútvegs en hinn ráðherra byggðamála.
Þetta vekur upp spurningu um hvað valdi þessari hlýðni við "vísindin" og hver RAUNVERULEGA stjórni þessu. Það er ekki aðeins verið að valda tjóni á Íslandi heldur riðar sjávarútvegur til falls víðast í hinum vestræna heimi. það er verið að búa til hungursneyð með því að banna mönnum að sækja sjó.
Sagan
Það er búið að gera tilraun til að byggja upp eða stækka þorskstofninn með því að draga úr veiðum.
Tilraunin hefur staðið í 30 ár. Árangurinn er að afli á næsta fiskveiðiári verður aðeins fjórðungur af því sem hann var þegar tilraunin hófst. Í byrjun var lofað skjótum árangri, 400 - 500 þús tonna jafnstöðuafla úr stofninum.
Í stórum dráttum var farið eftir ráðgjöfinni, möskvi var stækkaður og það leiddi til mjög minnkaðs veiðiálags á smáfisk, sem var ætlunin. Sérstakar aðgerðir til verndar smáfiski, sem unnt var að fara í þegar Bretar yfirgáfu miðin 1976, reyndust mjög vel. Þannig var veiðistofn í byrjun tilraunar miðaður við 3 ára fisk og eldri en þegar frá leið breyttist þetta í að vera 4 ára og eldri. Þarna tókst vel til, afli fór vaxandi. Þrátt fyrir s.k. skrapdagakerfi sem tekið var upp til að hemja af þorskaflann, fór hann í 465 þús. tonn 1981.En galli varð á gjöf Njarðar því fljótlega dró úr vexti og afli féll um tæp 200 þús. tonn milli áranna 1981 og 1983.
Þegar þarna var komið hefðu menn átt að sjá að tilraunin hafði misheppnast og hugsa sinn gang. Mikil gagnrýni á þessum tíma fólst í að í stað þess að skera niður, ætti að auka veiðarnar til að koma á jafnvægi í fæðubúskapnum.
En sérfræðingarnir voru staðfastir, niður skyldi skera og ráðherrann stóð með þeim. Kvótakerfið sett á svo unnt væri að takmarka enn betur aflann því menn skýrðu aflabrestinn með ofveiði. Fyrstu árin var farið nokkuð fram úr ráðgjöf og afli fór aftur vaxandi, stofninn hafði minnkað og fæða aukist. Tveir mjög stórir árgangar fæddust upp úr þessu stofnhruni, árgangarnir 1983 og 84, tveir stærstu samliggjandi árgangar sem fram hafa komið í sögunni.
Merkilegt nokk fóru tillögur Hafró hækkandi þrátt fyrir að farið væri fram úr ráðgjöf á hverju ári. Árið 1987 var séð hvert stefndi. Flóar og firðir fyrir Norðurlandi fylltust af horuðum svöngum smáþorski sem m.a. hreinsaði rækjuna úr Skagafirði, Öxarfirði og Húnaflóa á einum vetri. Silunganet sem lögð voru í Fljótavík fylltust af þorski en enginn veiddist silungurinn. Horaður smáþorskur sem minnti helst á skiptilykla, var uppistaðan í togaraaflanum við Vestfirði, þrátt fyrir stækkaðan möskva í trolli.
Þessir árgangar, 83- og 84- entust illa í afla, komu ekki fram sem stórfiskur m.v. hve þeir mældust stórir sem ungviði. Skýring Hafró var að þeir hefðu verið veiddir gegndarlaust, stútað með ofveiði. Miklu sennilegri skýring er að þeir hafi drepist úr hungri. Sem dæmi um magnið má nefna að árgangur 1983 mældist 6 sinnum stærri en meðaltal árganga 19862003 sem 2 ára fiskur. Saman mældust 83- og 84- árgangarnir, þegar þeir voru 2 ára svipað stórir og þeir 11 árgangar samanlagðir sem eftir komu! (tafla 3.1.11. í Ástandsskýrslu 2007). Summan af þeim 3 ára var stærri en summa næstu sex árganga þar á eftir. En þeir hurfu út í myrkrið, brunnu upp í hungri sem stafaði af vanveiði.
Kenningarnar
Hafró hefur komið sér upp nokkrum kennisetningum fram og heldur í þær dauðahaldi. Þegar að er gáð standast þær hvorki nánari skoðun né heldur reynslu. Segja má að hugmyndafræði Hafró brjóti í bága við náttúrulögmál, almenna vistfræði og reynslu.
Skoðum kennisetningar þeirra nánar:
1. Hrygningarstofninn þarf að vera stór til þess að hann gefi af sér góða nýliðun
Sé stærð hrygningarstofns og nýliðun þorskstofnsins er sett upp í tímaröð kemur annað í ljós.
Þegar hrygningarstofninn vex þá minnkar nýliðun. Þegar hrygningarstofn fer minnkandi þá vex nýliðun.
Þetta er í hróplegu ósamræmi við það sem Hafró heldur fram. Þetta öfuga samband má skýra þannig að þegar hrygningarstofn er stór, er heildarstofn einnig stór og hvorki þörf, pláss né matur fyrir ungviði. Það hefur takmarkaða möguleika til uppvaxtar og er oft étið af stærri fiski. Þetta er hin sjálfvirka stjórnun stofnsins á sjálfum sér.
2. Mikilvægt er að friða smáfisk svo hann nái að stækka og fleiri verði stórir
Reynslan hefur leitt í ljós að þetta hefur ekki gengið eftir.
Friðun smáfisks veldur auknu beitarálagi á fæðudýr, þau eru étin upp áður en þau ná að gagnast stærri fiski. Stærri fiskur þarf því að velja um að svelta eða éta undan sér. Hvort tveggja virðist gerast. Árið 1998 var ástandið svona, horaður fiskur með lítið annað en eigin ungviði í maga. Enda minnkaði stofninn þá snögglega, þvert á væntingar því á þessum tíma taldi Hafró að uppbyggingin væri að skila sér og bætti í kvótana. Eftir að stofninn minnkaði var þetta skýrt með ofmati í fyrri mælingum. Einkennilegt hjá heimsliði í ralli eins og þeir mátu sjálfa sig á þeim tíma.
Mikið var veitt hér af smáþorski allt fram að því að útlendingar fóru af miðunum og unnt var fara að stjórna veiðunum. Dæmi um þetta er veiði Breta á sjöunda áratugnum en þá voru rúm 50% afla þeirra að fjölda til við eða undir núverandi viðmiðunarmörkum.
3. Fiskurinn þarf að fá frið til að hrygna
Stuðlað er að þessu með s.k. hrygningarstoppi, þ.e að veiða ekki á hrygningarslóð um hrygningartímann og til öryggis kringum allt land í einhverjar vikur.
Til er að svara að fiskur hrygnir hvort sem hann fær frið eða ekki. Fiskur í slíkum hugleiðingum er yfirleitt ekki að hugsa um hvað gerist í kringum hann. Þeir sem hafa fengist við lax- eða silungsveiðar þekkja slíkt vel. Tíðkast hefur frá alda öðli að herja á hrygnandi fisk, m.a. vegna þess hve auðvelt er að ná honum þegar hann safnast saman til hrygningar og er lítt var um sig. Áður fyrr var djöflast á hrygningarfiski án þess að það hefði nokkur áhrif en nú er floti netabáta sem áður stunduðu þessar veiðar að nær engu orðinn.
Áður fyrr var á vertíðinni einni veitt tvöfalt það magn sem nú er leyfilegt að veiða allt árið. Ekki er að sjá að þessi aðgerð hafi nokkru skilað. Því meiri friðun, þeim mun lélegri árgangar, það er reglan. (þetta má auðveldlega skýra, þegar stofninn er stór er ekki þörf á ungviði.)
4. Með því að veiða minna mun stofninn stækka
Reiknimeistararnir á Hafró trúa því að veiðar séu sá þáttur sem mest áhrif hefur á stofninn, hann stækki og minnki í hlutfalli við það sem úr honum er veitt.
Til þess að þjóna þessu hafa þeir búið til lögmál sem er að gera alla áhrifaþætti að fasta, setja náttúruleg afföll 20% á ári. Svo er leitast við að mæla afföllin og allt sem er umfram 20% er skrifað á veiðar. Þetta heitir nú á mannamáli að stinga höfðinu í sandinn og þykir ekki gæfulegt.Sannleikurinn er sá að náttúruleg afföll eru mun meiri en veiðarnar, enda sýna rannsóknir á hrefnu að hún étur tvöfalt meira úr þorskstofninum en Hafró gefur sér sem öll náttúruleg afföll. Þeir sögðu sjálfir frá útreikningum á áti hrefnunnar en settu það ekki í samhengi.
Merkilegt.
Þrátt fyrir svona upplýsingar um þversagnir í vísindum, ásamt þeirri bláköldu staðreynd að þorskafli hafi minnkað um 2/3 á tímabili tilraunarinnar gerist ekkert.Stjórnmálamenn virðast alveg hafa tapað glórunni því þeir mæla með auknum fjárveitingum til Hafró. Þarna liggur e.t.v. hundurinn grafinn; allt í fári, meiri rannsóknir, meiri peninga.
Stofnanir þurfa nefnilega að viðhalda sjálfum sér. Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu, því líklegt er að mikil fiskgengd verði á vertíð í vetur en engir mega veiða.
Jón Kristjánsson fiskifræðingur"
Á kenningar Jóns hefur ekki verið hlustað enda ganga þær þvert á kenningar Hafró um að stór hrygningarstofn sé ávísun á stóran stofn fiska. Jón segir að þessu sé öfugt farið og niðurstaðan um minnkun þorskstofnsins um 2/3 á tímabili kvótakerfisins viðist benda frekar í þá átt frekar en aðra.
Í gegnum aldir hefur veiðum verið stýrt með sókn. Menn róa meðan það gefur afla en draga síðan úr sókninni ef ekkert veiðist. Þá nær stofninn sér og afli glæðist á ný.
Leikmanni finnst að tímabært sé að þeirri spurningu sé svarað hvort og hversvegna óbreytt aflamagnsstýring skuli viðhöfð eða hvort megi gera tilraun um kenningar Jóns Kristjánssonar.Hver væri áhættan við þær aðstæður sem ríkja á miðunum þó að til dæmis strandveiðar yrðu auknar tímabundið og varlega að öllu farið?
Er hugsanlega þrýstingur frá og ánægja með eigendum stærstu kvótanna að ekki skuli veitt meira en gert er til þess að halda uppi verði á kvótanum? Hagsmunir fjármálakerfisiins. vegi þarna inn í?.
Albert Einstein sagði að aðeins óskynsamur maður gerði sömu tilraunina tvisvar og byggist við annari niðurstöðu.Niðurstaða fjögurra áratuga tilraunar um að geyma fisk í sjónum til að leyfa honum að stækka áður en hann er veiddur hefur ekki skilað árangri.
Það er greinilega ekki hægt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Albert Einstein sagði aldrei að aðeins óskynsamur maður gerði sömu tilraunina tvisvar og byggist við annarri niðurstöðu. Rétt eins og Abraham Lincoln sagði aldrei að varast bæri að trúa öllu sem maður læsi á internetinu.
Stofn vex ekki mikið þegar oftar en ekki er látið undan þeim þrýstingi að fá að veiða meira úr en ráðlagt er. Og þyngist lítið þegar sjómenn snúa sér að því af krafti að veiða frá honum fæðuna. Bókhaldið verður einnig bjagað þegar menn missa góð pláss ef þeir kjafta frá þúsunda tonna brottkasti smáfisks sem átti að verða viðbót þegar fullvaxinn. Og hver reiknaði með því fyrir 40 árum síðan að hlýnun veðurs og sjávar mundi færa okkur hinn grimma ránfisk Makríl í leit að varnarlausum plastfullum smáþorski. En Hafrannsóknarstofnun er auðvelt skotmark þegar maður nennir ekki að taka tillit til óútreiknanlegrar hegðunar sjómanna, stjórnvalda, mengunar og náttúru. Enda hvorki alvitur né óskeikul, bara það besta sem stendur til boða.
Vagn (IP-tala skráð) 22.7.2021 kl. 22:49
Ef eitthvað samrýmist ekki náttúrunni þá reynist mannkynið á glapstigum, ekki satt?
Skilaboð á naglapakka hvers vegna menn voru ekki á staðnum að byggja hús sem þeir voru þvingaðir til að byggja getur varla verið náttúrulega siðsamlegt.
Er það?
Líkt og útgerð heimtar að áhöfn taki þátt í olíkostnaði, kvótakaupum og taki þátt í ótal kostnaði sem hafa fallið á óbreytta sjómennn.
Með SKATTSVIKUM!
Með kostnaði sem sjómenn hafa GREITT fyrir!!!!
Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 23.7.2021 kl. 02:09
Blessaður Halldór.
Hafðu þökk fyrir að vekja athygli á þessum góðum skrifum Jóns Kristjánssonar, þau eru vel kunn, það hefur verið vitað í um þrjá áratugi að Hafró á ekki mótrök, svo þar er svarað með þögninni einni.
En samfélagið þegir líka, og á því er ein og aðeins ein skýring.
Hagsmunir fjársterkra sem hafa hag af núverandi kerfi, og hafa innvinklað allt kerfið inní þessa hagsmuni sína.
Háskólaprófessorar fá styrki um að þegja um staðreyndir, Hafró fær sín fjárframlög ef stofnunin spilar með. Fjölmiðlar og stjórnmálamenn lúta síðan þessum hagsmunum, í því samhengi þurfum við að átta okkur á því að sértækir hagsmunir tengjast saman með ósýnilegum þráðum um allt þjóðfélagið og þó þeir berjist innbyrðis, þá standa þeir saman um það grundvallaratriði að þeir ráði, aðrir lúti.
Eftir að kvótinn varð gerður að eign, þá skiptir það í sjálfu sér litlu máli hve mikið er veitt, ef eitthvað er þá hækkar verðmæti hans þegar dregið er úr veiðum. Í raun ættu menn að spyrja hvort eitthvað ári illa hjá Gvendi vinalausa, að skuldsetningin sé orðin það mikil að hann hafi pantað niðurskurð til að auka veð á móti.
Veðin hans eru jú prósentan hans í aflaheimildum, verðmæti hennar eykst við hinn boðaða niðurskurð.
Vísindi!! segja menn, ef þetta væru vísindi þá ættu menn rök gegn rökum Jónasar, ræddu þau, og spyrðu sjálfir spurninga.
En þá verða menn ekki forstjórar Hafró, og þá verða menn áfram fátækir háskólaprófessorar, í fötum frá Dressmann í stað Armani, keyrðu um á japanskri druslu í stað eðaljeppa frá Bens.
Og Halldór, það er ekki kommúnismi að benda á þessa spillingu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.7.2021 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.