Leita í fréttum mbl.is

Enn er kveðið úr haugnum

og sagt vera af sjónarhóli víðsýninnar.

Þorsteinn Pálsson reynir að vanda að klæða ESB í gervi víðsýni  og frjálslyndi í málgagni þess Fréttablaðinu þann 21. júlí s.l.

"Á sama tíma og ríkisstjórn Íslands lýsir þessum þröngu og afturhaldssömu viðhorfum keppast flestar ríkisstjórnir á Vesturlöndum við að lýsa því yfir að aukin alþjóðleg samvinna sé besta viðspyrnan fyrir atvinnulíf landanna til að vaxa út úr kreppunni. Stjórnlagafræðingar hafa litið svo á að óheimilt sé að deila valdi með öðrum þjóðum af því að það er ekki berum orðum leyft í stjórnarskrá. Þeir segja þó að í takmörkuðum mæli sé það í lagi. Þannig höfum við framselt vald til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að taka bindandi ákvarðanir fyrir Ísland."

Þorsteinn reynir að kenna ESB til víðsýni og alþjóðasamstarfs á borð við S.þ.  Algerleg fáránlegur samanburður að bera saman þröngt hagsmunabandalag fárra ríkja við alþjóðasamstarf um heimsmál svo gersamlega máttlaust bandalag sem ESB er til annars en að ræða prósentur.

"...Skemmst er frá því að segja að Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir að forsætisráðherra fengi að efna þessi áform. Ísland eitt Norðurlanda Málið snerist ekki um inngöngu í Evrópusambandið."

Þorsteinn reynir að nugga Sjálfstæðisflokknum upp úr að vera á móti breytingum á stjórnarskrá.

Hvernig geta menn krafist breytinga á stjórnarskrá þegar engin brúkleg tillaga liggur fyrir?  Tillaga  Þorvaldar Gylfasonar og ámóta flautþyrla úr Stjórnlaganefnd getur hvergi talist nothæft plagg ,slík hundrað blaðsíðna hrákasmíði um aukatriði sem það er og því algerlega ónothæft sem umræðugrunnur að alvöru stjórnarskrá.

" ...Sniðganga Á sínum tíma stóðu harðar deilur um það hvort EES-samningurinn stæðist stjórnarskrá....Enginn samningur hefur aukið athafnafrelsi fyrirtækja og einstaklinga í jafn ríkum mæli eins og EES-samningurinn. Það á líka við um menntir, vísindi og skapandi greinar. Þetta víðtæka athafnafrelsi á svo mörgum sviðum er ein helsta undirstaða verðmætasköpunar og velferðar í samfélaginu. Með samningum af þessu tagi eru kjörnir fulltrúar að nýta fullveldið til þess að tryggja landsmönnum, einstaklingum, félögum þeirra og fyrirtækjum meira athafnafrelsi inn á stærra markaðs- og menningarsvæði en lögsaga okkar nær til. Það er verið að færa út kvíar fullveldisins í þágu fólksins."

Hér birtist hið blinda trúboð á allt sem viðkemur ESB og ESB.

Þorsteinn Pálsson var í hópi þeirra stjórnmálamanna landsins sem harðast gengu fram í að binda það í reglugerðir og bönn.

Linun varð óhjákvæmileg með upptöku EES sem varð því nokkur frelsun frá hans eigin afturhaldi sem var lengi búið að þjaka þjóðina.

"..Miðflokkurinn virðist líta svo á að Ísland eigi að draga sig út úr fjölþjóðasamstarfi, sem ekki samrýmist þrengstu túlkun á óbreyttri stjórnarskrá. Innan Sjálfstæðisflokksins hefur þessum sjónarmiðum vaxið ásmegin og þau fengið aukið vægi á framboðslistum..."

Hver tillaga um endurskoðun á EES er túlkuð sem óþjóðhollusta. Engin gagnrýni er leyfð. Sjálfstæðisflokkurinn skal rægður við hvert fótmál.

Svo kemur trúarjátningin sjálf:

"... Full aðild að Evrópusambandinu myndi svo þýða meira athafnafrelsi og öflugri viðspyrnu í verðmætasköpun, menningu og listum. Til dæmis opnuðust tækifæri til frekari vinnslu sjávarafurða. Slík skref til ríkara athafnafrelsis einstaklinga verða þó ekki að veruleika nema þjóðin vilji það sjálf og taki um það ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu...."

Tveggja stoða kerfið hefur ekki einu sinni tryggt Íslendingum fullt tollafrelsi fyrir sjávarafurðir til jafns við Norðmenn. Við vitum hinsvegar að það þýðir ekkert að kvarta.

Þorsteinn er auðvitað fúll yfir að vera áhrifalaus að telja í stjórnmálum fyrir utan þessar trúboðsritgerðir í málgagninu og klykkir því út á hefðbundinn hátt:

"Afstaða ríkisstjórnarinnar er að hvorki megi eyða óvissu um ríkjandi samning um aðild að innri markaði Evrópusambandsins né að leyfa þjóðinni sjálfri að ákveða hvort hún vill ganga skrefi lengra í að auka athafnafrelsi borgaranna.

Aðeins breyttur þingmeirihluti getur breytt þessu. "

Sem betur fer breytast skoðanir þjóðarinnar á inngöngu í þetta tollabandalag 27 ríkja gegn hinum hundrað ríkjum heimsins eða svo, upptöku EVRU og herskyldu í Evrópuhernum lítið þótt  draugsröddin drynji reglulega úr haugnum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi fyrrum andstæðingur innlimunar ESB á Íslandi, talsmaður kvótakerfis og formaður stjórnarskrárnefndar má muna sinn fífil fegri. Nú skal ESB innlima Ísland, kvótinn framseldur Þjóðverjum og stjórnarskránni hent. Kristrún Heimisdóttir, fyrrum þingmaður Samfylkingar, þyrfti að taka þennan afturgengna stjórnmálamann í læri.

Ég hef oft orðað að taka niður mynd í Valhöll sem mér finnst ekki sæma að hafa þar, en það er önnur saga.

EINAR S HÁLFDÁNARSO (IP-tala skráð) 23.7.2021 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband