23.7.2021 | 20:24
Aldrei þessu vant
finnst mér koma eitthvað bitastætt frá Birni Leví Gunnarssyni þegar hann ber saman núverandi stjórnarskrá og tillögur þess stjórnlagaráðs sem mér hefur fundist vera óþarfa malalengingar.
Niðurstöður af vísindalegri athugun Björns Levís hafa ekki orðið til breyta því áliti grundvallarlega.
En niðurstaða Björns er svona:
"Samanburður á Stjórnarskrá Íslands og frumvarpi stjórnlagaráðs
Ný stjórnarskrá hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Sumir mæla með nýrri stjórnarskrá og aðrir vilja litlar eða jafnvel engar breytingar. Umræðan er eðlileg, breytingar geta verið flóknar og erfiðar. Hvað þá breytingar á einhverju eins mikilvægu og sjálfri stjórnarskránni. Ég hef heyrt ýmis rök í eina eða aðra átt fyrir því að það eigi eða eigi ekki að breyta stjórnarskránni. Rökin eru allt frá því að breytingar muni valda óvissu til þess að það sé óvissa að halda núverandi stjórnarskrá.
Nú eru stjórnarskrár uppfærðar tiltölulega reglulega í flestum löndum heimsins. Líftími stjórnarskráa í vestrænum lýðræðislöndum er um 76 ár. Stjórnarskrá Íslands er nú orðin 72 ára og sumir segja að hún hafi verið komin til ára sinna frá fyrsta degi. Samfélagið breytist og því verður samfélagssáttmálinn óhjákvæmilega að breytast með. Kannski ekki í heilu lagi eins og sumir stinga upp á en það þarf óhjákvæmilega að breyta og bæta með tíð og tíma.
Í kosningum um frumvarp stjórnlagaráðs þann 20. október 2012 greiddu tveir þriðju þeirra sem kusu með því að frumvarp stjórnlagaráðs yrði lagt til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Ekki breyttri stjórnarskrá, nýrri stjórnarskrá. Ég hef einnig heyrt alls konar kvartanir um þessa kosningu. Það er sett út á kirkjuspurninguna. Eða fólk vissi ekki hvað það var að kjósa um. Eða farið í orðaskilgreiningar á grundvallar. Eða kvartað undan kosningaþátttöku. Ég segi það oft að gamni með tillliti til kosningaþátttöku að ef núverandi 40% þröskuldur hefði verið í kosningunum sem leiddu til fullveldi Íslands 1. desember árið 1918 þá hefði kosningin fallið á mætingu og Ísland hefði ekki orðið fullvalda þann dag.
Mér finnst umræðan um nýja stjórnarskrá og rökin gegn því að hún verði tekin upp vera mjög ómarkviss. Í þannig aðstæðum fer ég að telja. Ég skrifaði því lítið forrit sem skiptir texta stjórnarskrárinnar og frumvarpi stjórnlagaráðs niður í setningar. Til dæmis verður 10. gr. Forsetinn vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni, er hann tekur við störfum. Af eiðstaf þessum eða heiti skal gera tvö samhljóða frumrit. Geymir Alþingi annað, en þjóðskjalasafnið hitt. að setningunum:
Forsetinn vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni, er hann tekur við störfum. Af eiðstaf þessum eða heiti skal gera tvö samhljóða frumrit. Geymir Alþingi annað, en þjóðskjalasafnið hitt.
Ég ber svo saman hverja setningu í stjórnarskránni og leita í gegnum allar setningar í frumvarpi stjórnlagaráðs að þeim setningum sem eru líkastar og vel úr þeim lista setningu sem er annað hvort nákvæmlega eins eða mjög svipuð. Til dæmis þá passar setningin í dæminu að ofan Forsetinn vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni, er hann tekur við störfum við setninguna Forseti Íslands undirritar eiðstaf að stjórnarskránni þegar hann tekur við störfum. í nýju stjórnarskránni. Textinn er ekki nákvæmlega sá sami en markmið setningarinnar er það sama.
Í texta Stjórnarskrár Íslands eru 203 setningar. Í frumvarpi stjórnlagaráðs eru hins vegar 378 setningar. Nýja stjórnarskráin er því mun lengri en núverandi stjórnarskrá og spurningin sem ég vildi svara með því að bera saman allar setningar stjórnarskrárinnar og frumvarps stjórnlagaráðs er hversu mikið af núverandi stjórnarskrá er í nýju stjórnarskránni?
Að minnsta kosti 160 setningar úr stjórnarskránni er að finna í frumvarpi stjórnlagaráðs og þá eru það 43 setningar sem hverfa. Þær setningar eru (grein og setning):
Grein | Setning |
8 | Forseti Alþingis stýrir fundum þeirra. |
8 | Ef ágreiningur er þeirra í milli, ræður meiri hluti. |
10 | Af eiðstaf þessum eða heiti skal gera tvö samhljóða frumrit. |
10 | Geymir Alþingi annað, en þjóðskjalasafnið hitt. |
11 | Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. |
11 | Svo er og um þá, er störfum hans gegna. |
11 | Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga. |
12 | Forseti lýðveldisins hefur aðsetur í Reykjavík eða nágrenni. |
14 | Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. |
14 | Landsdómur dæmir þau mál. |
16 | Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti. |
16 | Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði. |
17 | Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra. |
18 | Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta. |
19 | Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum. |
20 | Forseti getur vikið þeim frá embætti, er hann hefur veitt það. |
20 | Forseti getur flutt embættismenn úr einu embætti í annað, enda missi þeir einskis í af embættistekjum sínum, og sé þeim veittur kostur á að kjósa um embættaskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftirlaunum eða lögmæltum ellistyrk. |
20 | Með lögum má undanskilja ákveðna embættismannaflokka auk embættismanna þeirra, sem taldir eru í 61. gr. |
21 | Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. |
23 | Forseti lýðveldisins getur frestað fundum Alþingis tiltekinn tíma, þó ekki lengur en tvær vikur og ekki nema einu sinni á ári. |
23 | Alþingi getur þó veitt forseta samþykki til afbrigða frá þessum ákvæðum. |
23 | Hafi Alþingi verið frestað getur forseti lýðveldisins eigi að síður kvatt Alþingi saman til funda ef nauðsyn ber til. |
28 | Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög er Alþingi er ekki að störfum. |
28 | Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. |
28 | Ætíð skulu þau lögð fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný. |
28 | Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög, eða ljúki ekki afgreiðslu þeirra innan sex vikna frá því að þingið kom saman, falla þau úr gildi. |
28 | Bráðabirgðafjárlög má ekki gefa út, ef Alþingi hefur samþykkt fjárlög fyrir fjárhagstímabilið. |
29 | Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. |
29 | Ráðherra getur hann þó eigi leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis. |
30 | Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til. |
31 | Fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi skal að öðru leyti ákveðinn í lögum, sbr. þó 5. mgr. |
31 | Þau stjórnmálasamtök koma þó ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa minnst fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu. |
32 | Alþingi starfar í einni málstofu. |
37 | Þegar sérstaklega er ástatt, getur forseti lýðveldisins skipað fyrir um, að Alþingi skuli koma saman á öðrum stað á Íslandi. |
39 | Alþingi getur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum. |
51 | Atkvæðisrétt eiga þeir þó því aðeins, að þeir séu jafnframt alþingismenn. |
56 | Þyki Alþingi ekki ástæða til að gera aðra ályktun um eitthvert mál getur það vísað því til ráðherra. |
57 | Þó getur forseti eða svo margir þingmenn, sem til er tekið í þingsköpum, krafist, að öllum utanþingsmönnum sé vísað burt, og sker þá þingfundur úr, hvort ræða skuli málið í heyranda hljóði eða fyrir luktum dyrum. |
62 | Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. |
64 | Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu. |
64 | Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að. |
64 | Nú er maður utan trúfélaga og greiðir hann þá til Háskóla Íslands gjöld þau sem honum hefði ella borið að greiða til trúfélags síns. |
64 | Breyta má þessu með lögum. |
66 | Með lögum má þó ákveða að maður missi þann rétt ef hann öðlast með samþykki sínu ríkisfang í öðru ríki. |
72 | Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi. |
74 | Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. |
74 | Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. |
74 | Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir. |
79 | Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. |
79 | Nái tillagan samþykki skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. |
Einhverjar af þessum setningum breytast í meðferð stjórnlagaráðs. Til að mynda í 51. grein um atkvæðisrétt ráðherra, að þeir hafi bara atkvæðisrétt ef þeir eru einnig alþingismenn. Þá er það algerlega slegið af í frumvarpi stjórnlagaráðs. Ráðherrar geti ekki setið sem þingmenn á sama tíma og þeir eru ráðherrar og hafa þannig ekki atkvæðisrétt. Einhverjar af þessum greinum sem eftir eru eiga því hliðstæðu, eða kannski andstæðu, í frumvarpi stjórnlagaráðs og því eru í raun fleiri en 160 greinar úr stjórnarskránni sem halda sér í frumvarpi stjórnlagaráðs.
Nýjar greinar eru samkvæmt þessari talningu 228. Það eru 10 fleiri en útreikningur myndi láta mann halda en ástæðan fyrir því er að sumar greinar frumvarps stjórnlagaráðs eiga við fleiri en eina setningu stjórnarskrárinnar. Eftir standa þá 228 setningar í frumvarpi stjórnlagaráðs sem passa ekki við neina setningu í stjórnarskránni.
Reikningsdæmið lítur þá einhvern vegin svona út: Frumvarp stjórnlagaráðs = (núverandi stjórnarskrá 43 setningar) + 228 nýjar setningar, þar sem þær setningar úr núverandi stjórnarskrá eru nákvæmlega eins eða mjög lítið breyttar. Að mínu mati ætti umræðan að snúast um þessar 43 setningar sem hverfa og þessar 228 setningar sem bætast við. Það er augljóst að núverandi stjórnarskrá heldur sér að mestu leyti (næstum 79% af efni hennar lifir áfram) og í raun er bara verið að bæta við.
Viðbætur er að finna í frumvarpi stjórnlagaráðs í nær öllum greinum nema 1, 2, 6, 11, 19, 20, 27, 28, 29, 30, 38, 41, 44, 45, 46, 47, 48, 53, 55, 59, 71, 76, 77, 80, 82, 83, 84, 98 og 103. Allar aðrar greinar innihalda setningar sem eru viðbót við núverandi stjórnarskrá. Listinn af viðbótum er langur en ég ætla samt að setja hann hérna á sama sniði og listann að ofan:
Grein | Setning |
3 | Íslenskt landsvæði er eitt og óskipt. |
3 | Mörk íslenskrar landhelgi, lofthelgi og efnahagslögsögu skulu ákveðin með lögum. |
4 | Rétt til íslensks ríkisfangs öðlast þeir sem eiga foreldri með íslenskt ríkisfang. |
5 | Stjórnvöldum ber að tryggja að allir fái notið þeirra réttinda og þess frelsis sem í þessari stjórnarskrá felast. |
5 | Allir skulu virða stjórnarskrá þessa í hvívetna, sem og þau lög, skyldur og réttindi sem af henni leiða. |
7 | Allir hafa meðfæddan rétt til lífs. |
8 | Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. |
8 | Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna. |
9 | Yfirvöldum ber ætíð að vernda borgarana gegn mannréttindabrotum, hvort heldur sem brotin eru af völdum handhafa ríkisvalds eða annarra. |
10 | Öllum skal tryggð mannhelgi og vernd gegn hvers kyns ofbeldi, svo sem kynferðisofbeldi, innan heimilis og utan. |
12 | Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir í málum sem það varðar. |
12 | Barni skal tryggður réttur til að tjá skoðanir sínar í öllum málum sem það varðar og skal tekið réttmætt tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska. |
13 | Eignarrétti fylgja skyldur, svo og takmarkanir í samræmi við lög. |
14 | Stjórnvöld skulu tryggja aðstæður til opinnar og upplýstrar umræðu. |
14 | Óheimilt er að skerða aðgang að netinu og upplýsingatækni nema með úrlausn dómara og að uppfylltum sömu efnisskilyrðum og eiga við um skorður við tjáningarfrelsi. |
15 | Öllum er frjálst að safna og miðla upplýsingum. |
15 | Stjórnsýsla skal vera gegnsæ og halda til haga gögnum, svo sem fundargerðum, og skrásetja og skjalfesta erindi, uppruna þeirra, ferli og afdrif. |
15 | Slíkum gögnum má ekki eyða nema samkvæmt lögum. |
15 | Upplýsingar og gögn í fórum stjórnvalda skulu vera tiltæk án undandráttar og skal með lögum tryggja aðgang almennings að öllum gögnum sem opinberir aðilar safna eða standa straum af. |
15 | Listi yfir öll mál og gögn í vörslu hins opinbera, uppruna þeirra og innihald, skal vera öllum aðgengilegur. |
15 | Söfnun, miðlun og afhendingu gagna, geymslu þeirra og birtingu má aðeins setja skorður með lögum í lýðræðislegum tilgangi, svo sem vegna persónuverndar, friðhelgi einkalífs, öryggis ríkisins eða lögbundins starfs eftirlitsstofnana. |
15 | Heimilt er í lögum að takmarka aðgang að vinnuskjölum enda sé ekki gengið lengra en þörf krefur til að varðveita eðlileg starfsskilyrði stjórnvalda. |
15 | Um gögn sem lögbundin leynd hvílir yfir skulu liggja fyrir upplýsingar um ástæður leyndar og takmörkun leyndartíma. |
16 | Frelsi fjölmiðla, ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og gegnsætt eignarhald skal tryggja með lögum. |
16 | Vernd blaðamanna, heimildarmanna og uppljóstrara skal tryggja í lögum. |
16 | Óheimilt er að rjúfa nafnleynd án samþykkis þess sem veitir upplýsingar nema við meðferð sakamáls og samkvæmt dómsúrskurði. |
17 | Tryggja skal með lögum frelsi vísinda, fræða og lista. |
18 | Öllum er frjálst að iðka trú, einslega eða í samfélagi með öðrum, opinberlega eða á einkavettvangi. |
21 | Öllum skal tryggður réttur til að safnast saman án sérstaks leyfis, svo sem til fundahalda og mótmæla. |
21 | Réttur þessi skal ekki háður öðrum takmörkunum en þeim sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi. |
22 | Öllum skal með lögum tryggður réttur til lífsviðurværis og félagslegs öryggis. |
23 | Allir eiga rétt til að njóta andlegrar og líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er. |
23 | Öllum skal með lögum tryggður réttur til aðgengilegrar, viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. |
24 | Öllum þeim, sem skólaskylda nær til, skal standa til boða menntun án endurgjalds. |
24 | Menntun skal miða að alhliða þroska hvers og eins, gagnrýninni hugsun og vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur. |
25 | Í lögum skal kveða á um rétt til mannsæmandi vinnuskilyrða, svo sem hvíldar, orlofs og frítíma. |
26 | Með lögum skal kveða á um rétt flóttamanna og hælisleitenda til réttlátrar og skjótrar málsmeðferðar. |
31 | Herskyldu má aldrei í lög leiða. |
32 | Dýrmætar þjóðareignir sem heyra til íslenskum menningararfi, svo sem þjóðminjar og fornhandrit, má hvorki eyðileggja né afhenda til varanlegrar eignar eða afnota, selja eða veðsetja. |
33 | Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. |
33 | Öllum ber að virða hana og vernda. |
33 | Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. |
33 | Í því felst að fjölbreytni lífs og lands sé viðhaldið og náttúruminjar, óbyggð víðerni, gróður og jarðvegur njóti verndar. |
33 | Fyrri spjöll skulu bætt eftir föngum. |
33 | Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur. |
33 | Með lögum skal tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og umhverfi. |
34 | Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. |
34 | Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. |
34 | Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. |
34 | Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. |
34 | Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. |
34 | Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. |
34 | Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. |
34 | Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. |
35 | Stjórnvöldum ber að upplýsa almenning um ástand umhverfis og náttúru og áhrif framkvæmda þar á. |
35 | Stjórnvöld og aðrir skulu upplýsa um aðsteðjandi náttúruvá, svo sem umhverfismengun. |
35 | Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðila. |
35 | Við töku ákvarðana um náttúru Íslands og umhverfi skulu stjórnvöld byggja á meginreglum umhverfisréttar. |
36 | Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu. |
37 | Alþingi fer með löggjafarvald og fjárstjórnarvald ríkisins og hefur eftirlit með framkvæmdarvaldinu svo sem nánar er mælt fyrir um í stjórnarskrá þessari og öðrum lögum. |
39 | Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt. |
39 | Heimilt er að skipta landinu upp í kjördæmi. |
39 | Samtök frambjóðenda bjóða fram lista, kjördæmislista eða landslista eða hvort tveggja. |
39 | Frambjóðendur mega bjóða sig fram samtímis á landslista og einum kjördæmislista sömu samtaka. |
39 | Kjósandi velur með persónukjöri frambjóðendur af listum í sínu kjördæmi eða af landslistum, eða hvort tveggja. |
39 | Honum er og heimilt að merkja í stað þess við einn kjördæmislista eða einn landslista, og hefur hann þá valið alla frambjóðendur listans jafnt. |
39 | Heimilt er að mæla fyrir um í lögum að valið sé einskorðað við kjördæmislista eða landslista sömu samtaka. |
39 | Í kosningalögum skal mælt fyrir um hvernig stuðla skuli að sem jöfnustu hlutfalli kvenna og karla á Alþingi. |
39 | Slíkar breytingar má ekki gera ef minna en sex mánuðir eru til kosninga, og gildistaka þeirra skal frestast ef boðað er til kosninga innan sex mánaða frá staðfestingu þeirra. |
40 | Kjörtímabil er fjögur ár. |
42 | Varamaður tekur þá sæti hans á þingi. |
43 | Alþingi kýs landskjörstjórn til þess að úrskurða um gildi forsetakosningar, kosninga til Alþingis svo og þjóðaratkvæðagreiðslna. |
43 | Um störf landskjörstjórnar fer eftir nánari fyrirmælum í lögum. |
43 | Úrskurðum landskjörstjórnar má skjóta til dómstóla. |
49 | Alþingismanni er heimilt að afsala sér friðhelgi. |
50 | Alþingismanni er óheimilt að taka þátt í meðferð þingmáls sem varðar sérstaka og verulega hagsmuni hans eða honum nákominna. |
50 | Um hæfi þingmanna skal mælt fyrir í lögum. |
50 | Vanhæfi þingmanns hefur ekki áhrif á gildi settra laga. |
50 | Í lögum skal kveðið á um skyldu alþingismanna til að veita upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína. |
51 | Í lögum skal kveðið á um starfsemi stjórnmálasamtaka, svo og um fjármál frambjóðenda í því skyni að halda kostnaði í hófi, tryggja gegnsæi og takmarka auglýsingar í kosningabaráttu. |
51 | Upplýsingar um framlög yfir ákveðinni lágmarksupphæð skulu birtar jafnóðum samkvæmt nánari fyrirmælum í lögum. |
52 | Sitji forseti ekki út kjörtímabil skal sami háttur hafður á við kosningu nýs forseta. |
52 | Forseti stýrir störfum Alþingis. |
52 | Hann ber ábyrgð á rekstri þingsins og hefur æðsta vald í stjórnsýslu þess. |
52 | Með forseta starfa varaforsetar sem eru staðgenglar hans og mynda ásamt honum forsætisnefnd. |
52 | Um kosningu þeirra skal mælt fyrir í lögum. |
52 | Forseti Alþingis lætur af almennum þingstörfum og hefur ekki atkvæðisrétt. |
52 | Varamaður hans tekur sæti á þingi á meðan hann gegnir embættinu. |
54 | Alþingi kýs fastanefndir til að fjalla um þingmál. |
54 | Um störf þingnefnda skal mælt fyrir í lögum. |
56 | Þingnefnd getur ákveðið að fundur hennar sé opinn almenningi. |
57 | Frumvörp alþingismanna og ríkisstjórnar eru tekin til athugunar og meðferðar í þingnefndum áður en þau eru rædd á Alþingi. |
57 | Sama á við um þingmál að tillögu kjósenda. |
57 | Mat á áhrifum lagasetningar skal fylgja frumvörpum samkvæmt nánari ákvæðum í lögum. |
57 | Frumvörp sem hafa ekki hlotið lokaafgreiðslu falla niður við lok kjörtímabils. |
58 | Þingsályktunartillögur ríkisstjórnar eru teknar til athugunar og meðferðar í þingnefndum áður en þær eru ræddar á Alþingi. |
58 | Tillögu til þingsályktunar má ekki samþykkja fyrr en eftir tvær umræður á Alþingi. |
58 | Tillögur til þingsályktana sem hafa ekki hlotið lokaafgreiðslu falla niður við lok löggjafarþings. |
58 | Tillögur um þingrof eða vantraust á ráðherra eru ræddar og afgreiddar við eina umræðu. |
58 | Að öðru leyti skal kveðið á um meðferð þingmála í lögum. |
60 | Skal sú ákvörðun vera rökstudd og tilkynnt forseta Alþingis. |
60 | Atkvæðagreiðsla fer þó ekki fram felli Alþingi lögin úr gildi innan fimm daga frá synjun forseta. |
60 | Um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu skal að öðru leyti mælt fyrir í lögum. |
61 | Lögum og stjórnvaldsfyrirmælum má aldrei beita með íþyngjandi hætti fyrr en eftir birtingu þeirra. |
62 | Alþingi kýs í Lögréttu fimm menn til fimm ára. |
62 | Þingnefnd eða 1/5 hluti alþingismanna getur óskað eftir áliti Lögréttu um hvort frumvarp til laga samrýmist stjórnarskrá og þjóðréttarlegum skuldbindingum ríkisins. |
62 | Ekki má afgreiða frumvarpið fyrr en álit Lögréttu liggur fyrir. |
62 | Um störf Lögréttu skal mælt fyrir í lögum. |
63 | Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kannar hvers kyns athafnir og ákvarðanir ráðherra eða stjórnsýslu þeirra eftir því sem hún telur efni til. |
63 | Nefndinni er skylt að hefja slíka könnun að kröfu þriðjungs þingmanna. |
64 | Nánari reglur um hlutverk, rannsóknarheimildir og skipan rannsóknarnefnda skulu settar með lögum. |
65 | Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt. |
65 | Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. |
65 | Lögin falla úr gildi, ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. |
65 | Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur. |
65 | Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá því að krafa kjósenda var lögð fram. |
66 | Tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi. |
66 | Tíu af hundraði kjósenda geta lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi. |
66 | Alþingi getur lagt fram gagntillögu í formi annars frumvarps. |
66 | Hafi frumvarp kjósenda ekki verið dregið til baka skal bera það undir þjóðaratkvæði svo og frumvarp Alþingis komi það fram. |
66 | Alþingi getur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan skuli vera bindandi. |
66 | Atkvæðagreiðsla um frumvarp að tillögu kjósenda skal fara fram innan tveggja ára frá því málið hefur verið afhent Alþingi. |
67 | Mál sem lagt er í þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu eða frumkvæði kjósenda samkvæmt ákvæðum 65. og 66. gr. skal varða almannahag. |
67 | Á grundvelli þeirra er hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt. |
67 | Þess skal gætt að frumvarp að tillögu kjósenda samrýmist stjórnarskrá. |
67 | Rísi ágreiningur um hvort mál uppfylli framangreind skilyrði skera dómstólar þar úr. |
67 | Í lögum skal kveðið á um framkvæmd málskots eða frumkvæðis kjósenda, svo sem um form og fyrirsvar fyrir kröfunni, tímalengd til söfnunar undirskrifta og um fyrirkomulag þeirra, hverju megi til kosta við kynningu, hvernig afturkalla megi kröfuna að fengnum viðbrögðum Alþingis svo og um hvernig haga skuli atkvæðagreiðslu. |
68 | Skal í frumvarpinu fólgin greinargerð um tekjur ríkisins og gjöld eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. |
69 | Að fengnu samþykki fjárlaganefndar Alþingis getur fjármálaráðherra þó innt greiðslu af hendi án slíkrar heimildar, til að mæta greiðsluskyldu ríkisins vegna ófyrirséðra atvika eða ef almannahagsmunir krefjast þess. |
69 | Leita skal heimildar fyrir slíkum greiðslum í fjáraukalögum. |
70 | Fjárlaganefnd Alþingis getur krafið stofnanir ríkisins, ríkisfyrirtæki og þá aðra, sem fá framlög úr ríkissjóði, um upplýsingar sem tengjast ráðstöfun þess fjár. |
72 | Stjórnvöldum er óheimilt að ábyrgjast fjárhagslegar skuldbindingar einkaaðila. |
72 | Með lögum má þó kveða á um slíka ríkisábyrgð vegna almannahagsmuna. |
72 | Ekki má selja eða láta með öðru móti af hendi fasteignir ríkisins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt heimild í lögum. |
72 | Um ráðstöfun annarra eigna ríkisins fer að lögum. |
73 | Forseti Íslands rýfur Alþingi að ályktun þess. |
74 | Alþingi kýs ríkisendurskoðanda til fimm ára. |
74 | Hann skal vera sjálfstæður í störfum sínum. |
75 | Alþingi kýs umboðsmann Alþingis til fimm ára. |
75 | Hann skal vera sjálfstæður í störfum sínum. |
75 | Hann gætir að rétti borgaranna og hefur eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. |
75 | Hann gætir þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti. |
75 | Ákveði ráðherra eða annað stjórnvald að hlíta ekki sérstökum tilmælum umboðsmanns skal tilkynna forseta Alþingis um ákvörðunina. |
75 | Um starfsemi umboðsmanns og hlutverk hans skal nánar mælt fyrir í lögum, þar á meðal um þingmeðferð fyrrgreindrar tilkynningar ráðherra eða annars stjórnvalds. |
78 | Kjósendur skulu raða frambjóðendum, einum eða fleirum að eigin vali, í forgangsröð. |
79 | Forseti skal ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil. |
81 | Sama gildir um störf í þágu einkafyrirtækja og opinberra stofnana þótt ólaunuð séu. |
85 | Ráðherra getur hann þó ekki leyst undan refsingu, sem dómstólar hafa dæmt vegna ráðherraábyrgðar, nema með samþykki Alþingis. |
86 | Ráðherrar eru æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. |
86 | Þeir bera hver fyrir sig ábyrgð á málefnum ráðuneyta og stjórnsýslu sem undir þá heyrir. |
86 | Geti ráðherra ekki fjallað um mál vegna vanhæfis, fjarveru eða annarra ástæðna felur forsætisráðherra það öðrum ráðherra. |
86 | Enginn getur gegnt sama ráðherraembætti lengur en átta ár. |
87 | Ráðherrar sitja í ríkisstjórn. |
87 | Forsætisráðherra boðar til ríkisstjórnarfunda, stýrir þeim og hefur yfirumsjón með störfum ráðherra. |
87 | Ríkisstjórn tekur ákvarðanir sameiginlega um mikilvæg eða stefnumarkandi málefni samkvæmt nánari ákvæðum í lögum. |
87 | Meirihluti ráðherra þarf að vera á fundi þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. |
88 | Ráðherra er óheimilt að hafa með höndum önnur launuð störf á meðan hann gegnir embætti. |
88 | Sama gildir um störf í þágu einkafyrirtækja og opinberra stofnana þótt ólaunuð séu. |
88 | Í lögum skal kveðið á um skyldu ráðherra til að veita upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína. |
89 | Ráðherrar hafa ekki atkvæðisrétt á Alþingi. |
89 | Sé alþingismaður skipaður ráðherra víkur hann úr þingsæti á meðan hann gegnir embættinu og tekur varamaður þá sæti hans. |
90 | Alþingi kýs forsætisráðherra. |
90 | Eftir að hafa ráðfært sig við þingflokka og þingmenn gerir forseti Íslands tillögu til þingsins um forsætisráðherra. |
90 | Er hann rétt kjörinn ef meirihluti þingmanna samþykkir tillöguna. |
90 | Að öðrum kosti gerir forseti Íslands nýja tillögu með sama hætti. |
90 | Verði sú tillaga ekki samþykkt fer fram kosning í þinginu milli þeirra sem fram eru boðnir af þingmönnum, þingflokkum eða forseta Íslands. |
90 | Sá er flest atkvæði hlýtur er rétt kjörinn forsætisráðherra. |
90 | Hafi forsætisráðherra ekki verið kjörinn innan tíu vikna skal Alþingi rofið og boðað til nýrra kosninga. |
90 | Forseti veitir forsætisráðherra lausn frá embætti eftir alþingiskosningar, ef vantraust er samþykkt á hann á Alþingi, eða ef ráðherrann óskar þess. |
90 | Forsætisráðherra skipar aðra ráðherra og veitir þeim lausn. |
90 | Ráðherrar undirrita eiðstaf að stjórnarskránni þegar þeir taka við embætti. |
91 | Leggja má fram á Alþingi tillögu um vantraust á ráðherra. |
91 | Í tillögu um vantraust á forsætisráðherra skal felast tillaga um eftirmann hans. |
91 | Ráðherra er veitt lausn úr embætti ef meirihluti þingmanna samþykkir tillögu um vantraust á hann. |
91 | Ríkisstjórn er veitt lausn ef meirihluti þingmanna samþykkir tillögu um vantraust á forsætisráðherra. |
92 | Eftir að forsætisráðherra hefur verið veitt lausn ásamt ríkisstjórn sinni situr hún áfram sem starfsstjórn uns ný ríkisstjórn er skipuð. |
92 | Sama gildir ef þing er rofið. |
92 | Ráðherrar í starfsstjórn taka aðeins þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru til rækslu starfa þeirra. |
93 | Ráðherra er skylt að veita Alþingi eða þingnefnd allar upplýsingar, skjöl og skýrslur um málefni sem undir hann heyra, nema leynt skuli fara samkvæmt lögum. |
93 | Upplýsingar sem ráðherra veitir Alþingi, nefndum þess og þingmönnum skulu vera réttar, viðeigandi og fullnægjandi. |
94 | Árlega leggur ríkisstjórn fyrir Alþingi skýrslu um störf sín og framkvæmd ályktana þingsins. |
94 | Ráðherra getur gert grein fyrir málefni sem undir hann heyrir með skýrslu til Alþingis. |
95 | Bóki ráðherra andstöðu við ákvörðun ríkisstjórnar ber hann þó ekki ábyrgð á henni. |
95 | Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákveður, að undangenginni könnun, hvort hefja skuli rannsókn á meintum embættisbrotum ráðherra. |
95 | Nefndin skipar saksóknara sem annast rannsóknina. |
95 | Hann metur hvort niðurstaða rannsóknarinnar sé nægileg eða líkleg til sakfellingar og gefur þá út ákæru og sækir málið fyrir dómstólum. |
95 | Nánar skal kveðið á um rannsókn og meðferð slíkra mála í lögum. |
96 | Hæfni og málefnaleg sjónarmið skulu ráða við skipun í embætti. |
96 | Þegar ráðherra skipar í embætti dómara og ríkissaksóknara skal skipun borin undir forseta Íslands til staðfestingar. |
96 | Synji forseti skipun staðfestingar þarf Alþingi að samþykkja skipunina með 2/3 hlutum atkvæða til að hún taki gildi. |
96 | Ráðherra skipar í önnur æðstu embætti, eins og þau eru skilgreind í lögum, að fenginni tillögu sjálfstæðrar nefndar. |
96 | Velji ráðherra ekki í slíkt embætti einn þeirra sem nefndin telur hæfasta er skipun háð samþykki Alþingis með 2/3 hlutum atkvæða. |
96 | Forseti Íslands skipar formann nefndarinnar. |
96 | Um nánari skipan hennar og störf skal mælt fyrir í lögum. |
97 | Í lögum má kveða á um tilteknar stofnanir ríkisins, sem gegna mikilvægu eftirliti eða afla upplýsinga sem nauðsynlegar eru í lýðræðisþjóðfélagi, njóti sérstaks sjálfstæðis. |
97 | Starfsemi slíkra stofnana verður ekki lögð niður, henni breytt að verulegu leyti eða fengin öðrum stofnunum, nema með lögum sem samþykkt eru með 2/3 hlutum atkvæða á Alþingi. |
99 | Sjálfstæði dómstóla skal tryggt með lögum. |
100 | Dómstólar skera endanlega úr um réttindi og skyldur að einkarétti, svo og sök um refsiverða háttsemi og ákveða viðurlög við henni. |
100 | Dómstólar skera úr um hvort lög samrýmist stjórnarskrá. |
101 | Hæstiréttur Íslands er æðsti dómstóll ríkisins og hefur hann endanlegt vald til að leysa úr öllum málum sem lögð eru fyrir dómstóla. |
101 | Þó má ákveða með lögum að sérstakur dómstóll leysi endanlega úr ágreiningi um kjarasamninga og lögmæti vinnustöðvana, þó þannig að ákvörðunum hans um refsingu verði skotið til annarra dómstóla. |
102 | Dómarar eru þeir sem skipaðir hafa verið ótímabundið í embætti dómara eða settir til að gegna því um tiltekinn tíma. |
102 | Til dómstarfa geta dómstólar ráðið eða kvatt aðra eftir því sem mælt er fyrir í lögum. |
104 | Skipan ákæruvaldsins skal ákveðin með lögum. |
104 | Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins. |
104 | Hann skal í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögum. |
104 | Ráðherra skipar ríkissaksóknara og veitir honum lausn. |
104 | Ríkissaksóknari er sjálfstæður í störfum sínum og nýtur sömu verndar í starfi og dómarar. |
105 | Sveitarfélög skulu hafa nægilega burði og tekjur til að sinna lögbundnum verkefnum. |
106 | Á hendi sveitarfélaga, eða samtaka í umboði þeirra, eru þeir þættir opinberrar þjónustu sem best þykir fyrir komið í héraði svo sem nánar skal kveðið á um í lögum. |
107 | Sveitarfélögum er stjórnað af sveitarstjórnum sem starfa í umboði íbúa og eru kjörnar í almennum, leynilegum kosningum. |
107 | Rétti íbúa sveitarfélags til þess að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni þess skal skipað með lögum. |
108 | Samráð skal haft við sveitarstjórnir og samtök þeirra við undirbúning lagasetningar sem varðar málefni sveitarfélaga. |
109 | Utanríkisstefna og almennt fyrirsvar ríkisins á því sviði er á hendi ráðherra í umboði og undir eftirliti Alþingis. |
109 | Ráðherrum er skylt að veita utanríkismálanefnd Alþingis upplýsingar um utanríkis- og varnarmál. |
109 | Ráðherra skal hafa samráð við nefndina áður en ákvörðun er tekin um mikilvæg utanríkismál. |
109 | Ákvörðun um stuðning við aðgerðir sem fela í sér beitingu vopnavalds, aðrar en þær sem Ísland er skuldbundið af samkvæmt þjóðarétti, skal háð samþykki Alþingis. |
110 | Ráðherra gerir þjóðréttarsamninga fyrir hönd Íslands. |
111 | Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. |
111 | Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft. |
111 | Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst. |
111 | Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. |
111 | Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi. |
112 | Öllum handhöfum ríkisvalds ber að virða mannréttindareglur sem bindandi eru fyrir ríkið að þjóðarétti og tryggja framkvæmd þeirra og virkni eftir því sem samræmist hlutverki þeirra að lögum og valdmörkum. |
112 | Alþingi er heimilt að lögfesta alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga og ganga þeir þá framar almennum lögum. |
113 | Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytingar á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. |
113 | Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. |
113 | Hafi 5/6 hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður. |
Um þetta á umræðan að snúast. Þarna eru ýmsar greinar líka eins og Ráðherra gerir þjóðréttarsamninga fyrir hönd Íslands í stað forseta áður. Ég hefði líklega átt að flokka þær greinar saman (sem fjölgar þá þeim greinum núverandi stjórnarskrár sem er að finna í frumvarpi stjórnlagaráðs) en þegar hér er komið við sögu læt ég það vera í bili.
Ef þú nærð að lesa þetta þá hrósa ég þér kæri lesandi og vona að þessi gögn geti hjálpað þér í umræðunni um stjórnarskrárbreytingar. Takið umræðuna og ég skora á hvern sem er að gagnrýna og rökstyðja hvers vegna hver setning í upptalningunni hér að ofan ætti ekki að bætast við Stjórnarskrá Íslands."
Stjórnlagaráð dregur tennurnar úr skolti Þorstein Pálssonar og annarra fullveldissala með því að banna að taka upp herskyldu á Íslandi. Það þýðir að umsóknina um Evrópusambandsaðild verður að skilyrða gagnvart fyrirhuguðum Evrópuher sem þetta lið ætlaði að smeygja um háls þjóðarinnar.Þessu ákvæði verður það að breyta sem fyrst ef það vill leggjst svo marflatt fyrir Brusselveldinu héreftir sem hingað til.
Björn Leví hefur unnið þarft verk með þessari athugun og samanburði efnisatriða.
Eftirleikurinn er auðveldari aldrei þessu vant.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Öll þessi prýðilega vinna Björns er því miður óþörf, vegna þess að það er einfaldlega ekki heimilt að afnema gildandi stjórnarskrá með öllu og setja "nýja" í staðinn.
Breytingarákvæði 79. gr. núgildandi stjórnarskrár heimilar nefninlega eingöngu breytingar á henni eða viðauka við hana, en ekki afnám hennar með öllu. Auk þess eru þingmenn bundnir drengskaparheiti að henni samkvæmt 47. gr. sem afnám hennar myndi brjóta gegn og slík aðgerð væri því lögleysa. Þessir tveir varnaglar sem eru innbyggðir í íslensku stjórnarskránna eru meðal þess besta við hana.
Ef einhver vill öðruvísi stjórnarskrá er eina löglega leiðin til þess að leggja til breytingar á þeirri sem nú er í gildi í samræmi við breytingarákvæðið, sem þyrftu að fá samþykki tveggja þinga með kosningum á milli. Engin heimild er fyrir afnámi hennar í heild til að innleiða "nýja".
Guðmundur Ásgeirsson, 23.7.2021 kl. 21:51
Nei Gjuðmundur, það þurfti að sortéra setningarnar eftir flautaþyrlana.
En stjórnlagaráðsóskapnaðurinn er gersamlega óbrúklegur sem einhver heild eins og þeir þyrlar halda fram.
Halldór Jónsson, 24.7.2021 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.