Leita í fréttum mbl.is

Tómar lygar og kjaftæði

var niðurstaða G20 fundarins í Napoli 23 Júlí s.l.

Þar var felld tillaga um að draga úr kolanotkun vegna andstöðu Rússa,Kínverja og Indverja. Þessi ríki munu halda áfram að brenna kolum án takmarkana hvað sem líður andstöðu Breta og Bandaríkjamanna.

Þetta sýnir að það er innantóm kjaftæði að heimurinn ætli sér að reyna að halda einhverri heimshlýnun innan við 1.5 gráðum á  fyrri helmingi aldarinnar.

Það er beinlínis hlægilegt að ríkisstjórn Íslands sé að leggja skattbyrðar á íslenskan almenning í þessu skyni þegar stórveldin sem nefnd eru ætla sér ekki að gera hætishót.

Menn geta kynnt sér þann lygavef sem í gangi er þar sem hver bendir á annan og hinn og segja í raun: Þú fyrst áður en ég geri eitthvað. Menn lesi yfirlýsingu Tyrklands sem segjast skuli gera hlutfallslega við aðra og forsæti fundarins étur ofan í sig athugasemdalaust.

Veröldin er staðráðin í að hafa erkibiskups boðskap að engu þegar kemur að útblæstri gróðurhúsalofttegunda.Þeir sem raunverulega eru ábyrgir fyrir útblæstrinum ætla sér ekki að gera eitt né neitt nema ljúga og kjafta.

Katrín Jakobsdóttir er eins og krakki í sandkassa í loftslagsmálum sem reynir að prakka saklausar sálir til að greiða henni atkvæði í þeirra trú að þeir séu að gera eitthvað fyrir loftslagsmálin í veröldinni.

Það er hinsvegar ekki neitt í gangi á þ.eim vettvangi nema tómar lygar og kjaftæði í skrautbúningi málskrúðs sem treyst er á að enginn nenni að lesa til enda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Eitt er að viðurkenna loftslagshlýnun af mannavöldum, annað er að ráðast að vandamálinu.

Kínverjar losa 37%, Bandaríkjamenn 13% og Evrópusambandið 8% af allri mannlegri losun á CO2.

15 gámaflutningaskip losa jafnmikið CO2 og allar fólksbifreiðar í heiminum.

Þetta hef ég eftir þýsku sjónvarpsstöðinnin, ZDF.

Íslendingar verða aldrei frumkvöðlar í loftslagsmálum, jafnvel þótt þeir moki ofan í alla skurði.

Hitt er svo annað mál að sérhver maður verður að fara að átta sig á að hann ber sína ábyrgð á umhverfinu og venja sig af allri sóun og bruðli. Kannski setur það hagkerfi heimsins á hausinn, en það verður þá bara að hafa það. 

Hörður Þormar, 28.7.2021 kl. 18:50

2 identicon

Hvað með að axla enn meiri ábyrgð með því að axla ábyrgð þeirra  sem neita að axla ábyrgð og þar með telja sig ná markmiðum?

Minnir á Covid-19?

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 29.7.2021 kl. 00:50

3 Smámynd: Halldór Jónsson

"Hitt er svo annað mál að sérhver maður verður að fara að átta sig á að hann ber sína ábyrgð á umhverfinu og venja sig af allri sóun og bruðli. Kannski setur það hagkerfi heimsins á hausinn, en það verður þá bara að hafa það. "

Svo spyr maður sig hvað með eldgosið? Verður einhver að jafna það þó annarsstaðar sé í heiminum?

Halldór Jónsson, 2.8.2021 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband