Leita í fréttum mbl.is

Okkur vantar alvöruleiðtoga

segir Talna Bensi. 

 

Skyldi hann halda að hann sé hinn útvaldi? Maður sem samflokksmenn hans vilja hvorki sjá í efsta eða neðsta sæti á framboðslista flokksnefnunnar sem hann stofnaði? Afrits af samfylkingunni?

Dr. Bensi skrifar í Mogga í dag:

Í vor lést Poul Schlüter, sem lengst allra var for­sæt­is­ráðherra í Dan­mörku eft­ir stríð. Þegar hann lést voru frétta­skýrend­ur í Dan­mörku sam­mála um að ákvörðunin um að festa dönsku krón­una við þýska markið myndi halda nafni hans lengst á lofti. Hann fórnaði sjálf­stæðum gjald­miðli fyr­ir stöðug­leika. Árið 1990 voru kosn­ing­ar í Dan­mörku og Íhalds­menn notuðu pla­köt með mynd af Schlüter með yf­ir­skrift­inni: Hvem ell­ers? eða Hver ann­ar?

Þetta gerðist ekki í einu vet­fangi. Fast­geng­is­stefn­an var tek­in upp árið 1982, en fyrstu árin þurfti ít­rekað að fella gengi dönsku krón­unn­ar gagn­vart mark­inu. Ástæðan var að verðbólga var á þess­um árum meiri í Dan­mörku en í Þýskalandi. Árið 1986, eft­ir fjögra ára aðlög­un, var gengið svo fest, fyrst við markið og svo evr­una frá 1999. Form­lega er mark­miðið að halda sveifl­um inn­an +/-​2,25% frá gengi evr­unn­ar, en í raun eru frá­vik­in smá titr­ing­ur frem­ur en sveifl­ur.

Fáir draga í efa að stöðug­leik­ann í dönsku efna­hags­lífi und­an­farna ára­tugi megi þakka því að gengi gjald­miðils­ins er fast. Fólk get­ur treyst því að virði pen­ing­anna verði það sama eft­ir ár og það var í gær. Dan­ir hafa reynd­ar hafnað því að taka upp evr­una sem gjald­miðil, þó að þeir noti hana í raun (með mynd af drottn­ing­unni). Þessi sér­viska er ekki ókeyp­is. Í krepp­unni árið 2008 þurftu Dan­ir að hækka stýri­vexti tals­vert um­fram evru­lönd­in sem olli dönsk­um fyr­ir­tækj­um nokkr­um auka­kostnaði. Mark­miðið um stöðuga krónu hélst þó í Dan­mörku meðan sú norska og sænska veikt­ust og ræf­ill­inn á Íslandi varð nán­ast verðlaus og ekki nýti­leg­ur í viðskipt­um milli landa.

Á sama tíma og danska krón­an haggaðist ekki gagn­vart evru má segja að krón­an hafi hrunið. Í byrj­un sept­em­ber 2008 var skráð gengi evr­unn­ar um 120 krón­ur. Mánuði seinna ákváðu banka­stjór­ar Seðlabank­ans að lána Kaupþingi gjald­eyr­is­vara­sjóð lands­manna, degi áður er bank­inn varð gjaldþrota. Í kjöl­farið hrundi gengi krón­unn­ar. Op­in­ber­lega fór evr­an í 190 krón­ur í höft­um, en á frjáls­um af­l­ands­markaði í 300 krón­ur. Krón­an missti 60% af verðgildi sínu, nán­ast á einni nóttu. En það þarf ekki að fara svona langt aft­ur í tím­ann til þess að sjá af­rek krón­unn­ar. Á sjö mánuðum í fyrra rýrnaði hún um tæp­lega 20% gagn­vart evru.

Geng­is­breyt­ing­ar eru til­færsla á verðmæt­um. Þeir ríku geta varið sig, ólíkt hinum. Hag­fræðing­ar þegja flest­ir þunnu hljóði yfir þess­ari geng­isó­stjórn. Sjálf­stæð skoðun gæti komið þeim í ónáð hjá þröng­sýn­um stjórn­völd­um. Það er ein­fald­ast að halda kjafti og vera sæt­ir.

Íslend­ing­ar reyndu fast­geng­is­stefnu fyr­ir ald­ar­fjórðungi með góðum ár­angri. Verðbólga lækkaði og efna­hags­lífið var í jafn­vægi í nokk­ur ár. En svo sprungu menn á limm­inu og gáf­ust upp á stöðug­leik­an­um. Við átt­um eng­an Schlüter. Og eig­um ekki enn.

Höf­und­ur er stærðfræðing­ur og stofn­andi Viðreisn­ar.

Höf­und­ur: Bene­dikt Jó­hann­es­son

Skyldi Bensi sjá eitthvað samhengi í þessu gruni krónunnar og kjarasamninga sem ekki var innistæða fyrir? Hvernig hefði hann leyst þau mál með því að gengisbinda kaupgjaldið en sleppa öðrum þáttum lausum?

Er þetta alvöruleiðtoginn með næga hagfræðisýn á gjaldmiðla sem okkur vantar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þegar Circus Zoo var í Reykjavík hastaði Valgeir í Þorsteinsbúð á okkur strákavitleysingana og bað okkur að slá eitthvað af þessum  apa og slöngulátum  í búðinni en Cirkúsinn var með einhver dýr í sýningunni. Valgeir þessi var bráðskemmtilegur prentari sem hafði fengið býeitrun og orðið að fá sér aðra atvinnu um tíma.

Magnús Axel listamaður sagði við okkur(nýlátinn sá ég); "Hvað segir þú Kallinn Pú sem dillaðir Cirkús Zoo." Við kölluðum hann alltaf Kallinn Pú eftir þetta og hann tók því alltaf vel. En þetta var í fyrsta sinn sem ég heyrði orðið dillaðir notað í þessari merkingu.

Það má hugsanlega nota "apa og slöngulæti" um skrítin hagfræðileg fyrirbrigði.

Nú kostar evran 146 ónýtar krónur en ekki 300 þrátt fyrir mestu kaupmáttaraukningu Íslandssögunnar.

Halldór Jónsson, 4.8.2021 kl. 06:23

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já ekki bara kaupmáttaraukningu heldur kauptaxtahækkanir sögunar. Er ekki verðmæti krónunnar bara það sem við ákveðum að það sé?5000 kall er bara 5000 kall ef við eru sammála um að það sé 5000kall. Þetta er bara prentuð bréfsnudda sem kostar skid og kanil að búa til? Prentum of margar og enginn vill samþykka að hún sé 5000 kall lengur.Búum til skort og þá stígur verðmat okkar.

5.ágúst 2009 kostaði evran 180 kall.

Af hverju kostar hún bara 146 núna í ónýtum krónum?

Hver á að borga mismuninn Bensi?

Halldór Jónsson, 4.8.2021 kl. 14:05

3 Smámynd: Halldór Jónsson

8.ágúst 2000 kostaði evran bara 72 kr í sömu krónum

Halldór Jónsson, 4.8.2021 kl. 14:07

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Þarna er ég að bulla. Hann hét Magnús Theodór, kallaður Teddi, öndvegismaður nýlátinn.

Halldór Jónsson, 5.8.2021 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband