Leita í fréttum mbl.is

Þetta er í boði hér

Svo segir í Staksteinum Morgunblaðsins í dag:

"Sósíalistastjórnin í Venesúela situr enn þrátt fyrir að hafa komið þessu áður ríka landi á vonarvöl og þrátt fyrir að allt bendi til að hún hafi tapað kosningum fyrir þremur árum. ---

Sósíalistastjórnin situr líka þrátt fyrir að talið sé að yfir fimm milljónir manna hafi flúið landið á síðustu árum og að þaðan streymi um 5.000 á dag. ---

Þar sem áður var velmegun í krafti olíulinda er nú viðvarandi skortur í boði sósíalismans. Fólk fær ekki mat og jafnvel þó að hann sé í boði hefur það ekki efni á honum. Lágmarkslaun voru til dæmis þrefölduð í maí vegna viðvarandi óðaverðbólgu en duga þó ekki fyrir einu kílói af kjöti. ---

Eitt af ráðum sósíalistanna er að skera ítrekað núllin af þjóðarmyntinni, bólívarnum. Árið 2008 skar þáverandi forseti, Hugo Chavez, burtu þrjú núll, eftirmaðurinn Nicolas Maduro felldi niður fimm núll fyrir þremur árum og nú á að bæta um betur og taka burt sex núll. Samtals 14 núll! ---

Mikill efnahagssamdráttur hefur ríkt í landinu í átta ár og ekkert útlit fyrir bata að óbreyttri stjórn. Og það er ekki heldur útlit fyrir breytingar á stjórn landsins, því að stjórnvöld tryggja sér völdin með bolabrögðum og hervaldi. ---

A frek sósíalista í Venesúela eru ekkert einsdæmi. Þau eru aðeins enn ein staðfesting þess að sósíalismi leiðir ekkert af sér annað en örbirgð almennings."

Það er vonum seinna að þessar hugsjónir frá Venezúela nái til Íslands. Fyrrum Baugsþjónninn og Villueigandinn úr Arnarnesi, Gunnar Smári Egilsson,  boðar frelsun landsins okkar með framboði Sósíalistaflokks síns.

Í stað olíulindanna þar hefur hann fiskimiðin umhverfis landið, hugvit og menntun þjóðarinnar  og fallvötnin til að höndla með.

Þau gefa honum líklega möguleika á að strika nokkur núll af krónunni okkar, innan eða utan ESB, ef hann lendir í samsteypu með Samfylkingarflokkunum þeirra Loga Más,  Talna Bensa, Þorgerðar Katrínar og Þorsteins Pálssonar.

Þetta er í boði hérna í kosningunum í 25. september næstkomandi sem þá verða alveg eins síðustu kosningarnar hérlendis að venezúelskri og sovézkri fyrirmynd.

 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Voru það ekki Gunnar Thoroddsen og vinstrimenn hans sem strikuðu líka 2 núll af okkar krónu til að efla verðskynið hjá okkur? Alveg stórkostleg virkni sem er orðin þrautreynd af Seðlabanka okkar.

Kerran og Talna-Bensi gætu haft skoðun á þessu atriði?

Halldór Jónsson, 7.8.2021 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband