Aug 6th 2021
Maduro hefur látið heiminum í té 6.5 milljónir flóttamanna frá sósíalistastjórn sinni.Jafnmikið og eru á flótta í allri Evrópu.
Ég trúði vart mónum eigin augum þegar ég sá tölurnar frá Venezúela. En á Íslandi er kominn fram stjórnmálaflokkur sem ætlar sér stóra hluti í sósíalisma. Til dæmis að byggja 30.000 íbúðir fyrir fólkið á næstu árum.
Hvernig sér Sema Erla fyrir sér að eigi að leysa þessi flóttamannamál nú þegar að Afganistan bætist við með mikinn fjölda? Líklega telur hún það ekki vera í sinni deild frekar en Wernher von Braun þegar hann var spurður hvar raketturnar hans ættu að lenda?
Hvað er ESB að borga Tyrkjum í gistigjald fyrir 3.4 milljónir hælisleitenda? Hvað ætla Danir að borga Ethiopíu? Hér á allt að vera opið og undanþegið COVID skimunum ef þú ert að leita að alþjóðlegri vernd. Hversu margir mega koma hingað í þeim erindum á keyptum flugmiðum til Keflavíkur?
Hvað vill Gunnar Smári, Sigríður Anna og Sósíalistaflokkur þeirra gera til að leysa málið?
Athugasemdir
Mannúð er skilgreint sem umhyggja fyrir öðrum (gagnvart erfiðum aðstæðum) og ekki er hægt að neita því að flóttfólkið er í erfiðum aðstæðum.
Nú hafa nokkrir stjónmálaflokkar kallað eftir því að tekið sé tillit til mannúðar í málefnum hælisleitanda og þeir sem eru á móti því tilheyra náttúrlega vonda fólkinu.
Fyrir næstu kosningar þá þarf bara að snúa spurningunni við og spyrja þessa flokka hverja þeir telji að eigi EKKI að fá hæli á Íslandi
Grímur Kjartansson, 8.8.2021 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.