Leita í fréttum mbl.is

Saigon endurtekning

Af vef RÚV:

"Harðir bardagar geisa í Kunduz, höfuðborg samnefnds héraðs í norðanverðu Afganistan, milli afganska stjórnarhersins og talibana. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir yfirvöldum og íbúum í borginni. Amruddin Wali, sem situr í héraðsstjórn Kunduz, greinir frá því að barist sé um alla borg. Nýjustu fregnir herma að borgin sé fallin í hendur talibana þótt enn sé barist á götum hennar og að fjórða héraðshöfuðborgin, Sar-e Pol, sé líka fallin í hendur talibana.
 

Fréttin var uppfærð klukkan 06.45 og aftur kl. 08.15

Kunduz-búinn Abdul Aziz, sem tíðindamaður AFP ræddi við í síma í morgunsárið, sagði algjöra ringulreið ríkja í borginni. „Talibanar eru komnir á aðaltorgið í borginni,“ sagði Aziz, „og flugvélar varpa á þá sprengjum.“ Seint á sjöunda tímanum í morgun barst svo fréttaskeyti frá AFP þar sem fullyrt er að Kunduz sé fallin í hendur öfgaíslamistanna sem kalla sig talibana. 

Mikið áfall fyrir Kabúlstjórnina 

Talibanar hafa  nú náð þremur héraðshöfuðborgum á sitt vald frá því á föstudag; Saranj i Nimros-héraði í suðvestri og Sheberghan í Jawzjan héraði í landinu norðvestanverðu. Hernám Kunduz-borgar er enn meiri sigur fyrir þá og að sama skapi feiknarhögg fyrir stjórnarherinn og stjórnina í Kabúl, þar sem hún er töluvert stærri en hinar tvær til samans og hernaðarlega mikilvægari líka.

Fjórða borgin féll í morgun

Nokkru eftir að fréttir bárust af því að Kunduz væri fallin bárust þau tíðindi að bærinn Sar-e Pol, höfuðborg samnefnd ríkis í Norðvestur-Afganistan, væri líka komin í hendur talibana. Sar-e Pol er fámenn höfuðborg í afar dreifbýlu ríki. Þar búa um 50.000 manns en ríflega 630.000 í héraðinu öllu. En þótt hún sé ekki stór eða fjölmenn er fall hennar enn eitt áfallið fyrir Kabúlstjórnina á síðustu vikum og boðar ekkert gott fyrir framhaldið.

Talibanar hafa náð ríflega hálfu landinu á sitt vald enda hefur stjórnarherinn nánast yfirgefið hinar dreifðari byggðir og einbeitt sér að því að verja lykilborgir og bæi frá því að erlend ríki tóku að draga herafla sinn frá landinu í maí. Talibanar sækja hins vegar æ harðar að mörgum þessara borga og virðist stjórnarherinn ekkert ná að hamla gegn þeirri sókn. Fall fjögurra héraðshöfuðborga á þremur dögum; Saranj á föstudag, Sheberghan í gær og Kunduz og Sar-e Pol í dag staðfestir það. 

Bandaríkjamenn töldu um hríð að þeir hefðu náð um það samkomulagi við talibana, að þeir myndu láta af árásum að fyrra bragði þar til Bandaríkjaher væri farinn úr landi, og setjast að samningaborðinu með stjórninni í Kabúl eftir það. Atburðarás síðustu daga bendir til þess að talibanar hafi ekki skilið niðurstöður viðræðna þeirra með sama hætt."

Þetta þýðir nýja flóttamannabylgju til Vesturlanda og þar með aukningu hælisleitenda til Íslands.

Hversu mörgum ætlum við að taka við frá Afganistan?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband