Leita í fréttum mbl.is

Sama tuggan

og venjulega hjá kommunum  er rauður þráður í málflutningi Gunnars Smára í rifrildisþætti hans við Arnar Þór Jónsson.Arnar haggast hvergi í rökföstum málflutningi sínum gegn upphrópunum og gasprinu í Gunnari.

Allt sem aflaga fór hjá Stalín, Maó og öðrum morðingjum sósíalismans, var vegna þess að þetta voru svo vondir menn. Það er nú munur en núna verður hjá nýja Sósíalistaflokknum hans Gunnars Smára.

Ef forstjórar stefnunnar verða jafn góðir og við sem núna boðum sannleikann, þá verður þetta allt miklu betra og allir hafa það gott.Þetta er borðskapurinn hjá Gunnari Smára í mjög stuttu máli.

Við berum ekki ábyrgð á gömlum glæpaverkum manna sem þóttust vera sósíalistar en voru bara ótínd illmenni. Algerlega mótsett við okkur sem núna ætlum að gera allt fyrir alla. Við gerum þetta nefnilega allt öðru vísi en þessir gömlu glæpamenn. Þeir kunna bara ekki fræðin nógu vel.

Ég man alltaf þegar trúaði komminn sagði við mig þegar ófriðlegt var hjá Ulbricht í A-Þýskalandi: 

"Ef stefnan er rétt, þá þarf enga stjórnarandstöðu."

Það verður ofvaxið mínum skilningi ef fólk flykkist til að láta  endurborið hugsjónafólk úr gamla Baugsveldinu stjórna sannfæringu sinni á kjördag.

Hverjir munu falla fyrir gömlu tuggunni um að mannleg mistök í framkvæmd sósíalismans séu eina skýringin á því að fyrirmyndaríkin urðu  ekki að veruleika hjá þeim Maó og Stalín?

En núna muni sælan örugglega birtast undir forystu þessa nýja hreinlífa hugsjónafólks eins og fer fyrir nýja Sósíalistaflokknum  hans Gunnars Smára Egilssonar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það er til fullt af fólki sem fellur fyrir svona fagurgala!

Sigurður I B Guðmundsson, 11.8.2021 kl. 16:58

2 identicon

Sæll Halldór; og þið Sigurður I B báðir - sem og aðrir gestir Verkfræðings !

Þó finnst mjer fyrst kasta 12unum; að Gunnar Smári skuli ekki ennþá hafa byrjað Bifvjelavirkjanámið, hjá Karli Óskari Gunnlaugssyni Bifvjelavirkjameistara (Ossa) hjer í Hveragerði::

Þeir Gunnar og Ossi eru jú stórfrændur: (í 10. lið aptur á 17. öld) og fremur áþekkir í fasi / þó er Karl Óskar ívið meira til Hægri en frændinn:: hvað um það, vonum bara, hvað sem því líður, að þau Miðflokksmenn nái að hrista af sjer slenið og drungann, sem hefur umleikið þau, að undanförnu - ekki einleikinn andskoti, þar á ferð piltar.

Með beztu kveðjum; sem endranær, af Suðurlandi /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.8.2021 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband