Leita í fréttum mbl.is

Katla er ábyrg fyrir 4 %

af heimslosuninni af CO2 á hverju ári.

Mér barst í hendur ákaflega vönduð vísindagrein um raunverulegar mælingar á CO2 útstreymi frá hinni fornu eldstöð Kötlu undir Mýrdalsjökli sem ekki hefur gosið síðan 1918.

https://agupubs.onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1029/2018GL079096

Í stuttu máli þá er þær tölur sem þarna koma fram að styðja það sem Magnús Tumi hefur látið í ljósi um það hvað þarna geti verið á ferðinni. 

Katla getur verið að blása út jafnmiklu CO2 í tonnum á ári og allir Íslendingar eru að losa, eða um 10 milljón tonnum.

Er CO2 bölvun eða blessun? Af hverju hefur jörðin grænkað með hækkandi innihaldi af þessari lofttegund? Verður ekki fæðuframboð að aukast eigi vaxandi mannfjöldi að forðast hungur? Ekki moka ofan í skurði og kreppa að landbúnaði?

Verður ekki mannkynið að átta sig á því að það sjálft er mesta ógnin við lífríki jarðar? Jörðin þolir ekki meira af svo góðu, hagvexti og hagfræðibulli.

Bann við Meetoo -káfi er greinilega ekki nóg. Verður ekki að draga úr barneignum á annan hátt og þá fyrst í fátækustu löndunum þar sem það verður erfiðast? En hvernig?

Katla ein er ábyrg fyrir 4 % af allri árlegri losun CO2 á jörðinni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki alveg rétt að segja þetta hlutfall af útblæstri á allri jörðinni, en góð áminning um að öll eldfjöll og hverir virkir eða sofandi "menga". Mýrar og allur deyjandi gróður gerir það líka. Lifandi plöntur og grjót eru það eina sem er undanskilið.

Við gætum mjög einfaldlega sýnt heimsins minnstu co2 mengun með því að hætta að selja mengunarkvóta til landa sem hafa mengað meira en þær hafa samið um.

Kvótakerfið gerir ekkert annað en að flytja til mengun svo það komi betur út á blaði, án þess að breyta nokkrum sköpuðum hlut.

Annað snjallræði vesturlanda var að flytja nánast allan mengandi iðnað til Kína og annara landa sem ekki eru aðilar að neinum sáttmálum.

Það er bara verið að flytja til og kokka bókhald. 
Áhersla á umhverfismál hefur leitt það gott af sér að menn eru hættir að ganga um náttúruna eins og svín. Nokkuð sem hefur akkúrat ekkert að gera með co2.

Þar þó ekki sama hvor er Jón eða séra Jón. Hamast er við að banna plastpoka á meðan t.d. Kók og Oepsí frá frítt spil, þrátt fyrir að vera ábyrgir fyrir mestu af plastmengun jarðar.bara svona sem dæmi.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.8.2021 kl. 18:35

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í meintri gróðurhúsakatastrófu er c02 minimal áhrifavaldur enda loftegund sem minnst er af. Margfalt stærri áhrifavaldur er vatnsgufa. Hvernig þeir ætla að sporna gegn henni er enn hulið.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.8.2021 kl. 18:39

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

"In 2013, another group of scientists—Michael Burton, Georgina Sawyer, and Domenico Granieri—published an updated estimate using more data on carbon dioxide emissions from subsurface magma that had become available in the years since the last global estimate. While acknowledging a large range of variability in the estimates, the authors concluded that the best overall estimate was about 0.6 billion metric tons of carbon dioxide per year.

While higher than Gerlach's estimate, the figure is still just a fraction of carbon dioxide output from human activities. Gerlach remarked via email, “Taken at face value, their result implies that anthropogenic CO2 exceeds global volcanic CO2 by at least a factor of 60 times.”

Occasionally, eruptions are powerful enough to release carbon dioxide at a rate that matches or even exceeds the global rate of human emissions for a few hours. For example, Gerlach estimated that the eruptions of Mount St. Helens (1980) and Pinatubo (1991) both released carbon dioxide on a scale similar to human output for about nine hours. Human emissions of carbon dioxide continue day after day, month after month, year after year."

https://www.climate.gov/news-features/climate-qa/which-emits-more-carbon-dioxide-volcanoes-or-human-activities

Hörður Þórðarson, 13.8.2021 kl. 20:31

4 identicon

Núna eru um 50 gjósandi eldfjöll víðsvegar um jörðina, sem samanlagt ná ekki einu prósenti af heildar losun koltvísýrings. Það hlýtur því að hafa verið alveg einstaklega vönduð rannsókn fyrst hún sýndi Kötlu skila 4% meðan öll eldfjöll til samans ná ekki 1%. Samskonar rannsókn, engu óvandaðri, sýndi að losun þarmagass Hvergerðinga eftir hverabrauðsát væri meiri en öll losun Bandaríkjamanna og að orkan í gasinu mundi nægja til að keyra bílaflota Íslendinga.

Hið rétta er að mælingar gáfu til kynna að Katla gæti verið ábyrg fyrir 4% af árlegri losun eldfjalla en ekki heimslosuninni. Hvort um sé að ræða lélegan lesskilning og heimsku eða vísvitandi tilraun ósannindafólks til blekkinga læt ég ósagt.

Vagn (IP-tala skráð) 13.8.2021 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband