Leita í fréttum mbl.is

Hvað skeður við skólahald?

Tómas Guðbjartsson er ómyrkur í máli hvað hefði gerst ef þjóðhátíð hefði verið framin í Vestmannaeyjum.

"Hefði getað farið mjög illa á stórum útihátíðum

Tómas segist þakklátur fyrir að stórar útihátíðir hafi verið blásnar af þessa Verslunarmannahelgina. Hann telur afleiðingarnar hefðu getað verið skelfilegar, til dæmis ef  veiran hefði náð sér á strik á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Ekki lengur gjafir eða klapp fyrir heilbrigðisstarfsfólk

„Það er rosalegur pirringur í fólki“ segir Tómas. Hann segir andrúmsloftið annað í þessari bylgju en í hinum fyrri. Engar gjafir berist á Landspítala og enginn klappi fyrir heilbrigðisstarfsfólki. Nú séu einnig miklu færri sjálfboðaliðar, fólk sé þreyttara og pirraðara.

„Meiriháttar mál að koma sjúklingum úr hjartaaðgerð á gjörgæslu“

„Ég er auðvitað ekki í allra fremstu línunni sem hjartaskurðlæknir“ segir Tómas. Hann segir þó það sé til dæmis búið að vera mjög erfitt að koma fólki á gjörgæslu eftir hjartaaðgerðir.

„Ég var til dæmis að gera átta klukkustunda aðgerð í gær á sjúklingi sem ekki var með Covid. Það var bara meiriháttar mál að koma honum inn á gjörgæsluna vegna þess að gjörgæslurnar hérna í Reykjavík eru nú eiginlega fullar af Covid sjúklingum“ segir Tómas.

„Það er til pláss á gjörgæslu til þess að hafa um það bil tuttugu rými, það sem vantar er starfsfólk“ segir Tómas. Hann lýsir því að í fyrstu bylgju faraldursins hafi verið ljóst í hvað stefndi og þá hafi verið mögulegt að styrkja heilbrigðiskerfið.

Viljum ekki þurfa að vísa frá deyjandi fólki

Í öðrum löndum segir Tómas heilbrigðiskerfi hafa hrunið í fyrstu bylgjum faraldursins, þar sem þurfti hreinlega að flokka fólk sem mátti leggjast inn á gjörgæslu og aðrir voru sendir heim með verkjastillandi og var ekki hugað líf. „Viljum við þetta á Íslandi? Nei.“

Spurður hvað þurfi að gera segir Tómas vandann greinilega felast í vöntun á mannskap á spítalann. „Það þarf að koma skýrt frá stjórnvöldum það verði hægt að kalla fólk úr fríi - og borga því almennileg laun“ segir Tómas.

En verður skólasetningin  væntanlega eitthvað öðruvísi? Erum við ekki bara að fremja heilbrigðislegt sjálfsmorð með því að fresta henni ekki?

Er eitthvað svo áríðandi á Íslandi að ekki megi fresta því eins og Einar Oddur spurði sig að?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þreytu gætir meðal fleiri stétta en í heilbrigðisgeiranum. Grunnskólakennarar kvíða því sem koma skal eftir 9 daga. Meðalaldur grunnskólakennara er rúmlega 50 ár og því komnir af léttasta skeiði. Gætu farið illa út úr smiti. Gætu átt við langtímaveikindi að stríða, mikil óvissa. Enginn veit hvert smit leiðir einstaklinginn. Unga fólkið ber veiruna manna á milli og ógnar stöðuleika grunnskólans. Koma tímar, koma ráð! Virðist vera staðan sem við erum í. 

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2021 kl. 19:34

2 Smámynd: Hrossabrestur

Hvað ertu að væla yfir þessu Halldór, þetta allt í boði Sjálfstæðisflokksins með Bjarna Ben ykkar í broddi fylkingar.

kv. hrossabresur

Hrossabrestur, 14.8.2021 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband