Leita í fréttum mbl.is

Hlutverk Borgarstjórnar?

 
 Gígja Einars

"Hagar og Festi, móđurfélög N1 og Olís, hafa bćđi tilkynnt um fyrirhugađa fćkkun bensínstöđva í Reykjavík í samrćmi viđ stefnu borgarstjórnar. Stjórnir félaganna hafa stađfest drög ađ samningum sem lagđir verđa fyrir á fundi borgarráđs í dag.

Samningarnir hjá Högum sem um rćđir eru eftirfarandi:

  • Rammasamkomulag vegna fyrirhugađra breytinga á ađstöđu eldsneytisstöđva Olís og ÓB
  • Samkomulag vegna fyrirhugađrar uppbyggingar á lóđinni Álfabakka 7
  • Samkomulag vegna fyrirhugađrar uppbyggingar á lóđinni Álfheimum 49
  • Samkomulag vegna fyrirhugađrar uppbyggingar á lóđinni Egilsgötu 5
  • Lóđarvilyrđi um lóđ á Esjumelum fyrir fjölorkustöđ
  • Samkomulag vegna fyrirhugađrar uppbyggingar á lóđinni Stekkjarbakka 4-6

Festi tók ekki fram sundurliđun samningsins líkt og Hagar gerđu í sinni tilkynningu. Efnisinnihald samninganna hjá félögunum tveimur er sagt trúnađarmál ţar til drögin hafa veriđ kynnt fyrir borgarráđi.

Samningarnir byggja á yfirlýstum markmiđum Reykjavíkurborgar frá 7. maí 2019. Ţar kom fram ađ fćkkun bensínstöđva í Reykjavík vćri í samrćmi viđ markmiđ ađalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 og loftslagsstefnu borgarinnar frá 2016 til ađ stuđla ađ vistvćnni ferđamátum og komandi orkuskiptum í bílasamgöngum.

„Unnin verđi áćtlun og skilgreindir hvatar sem miđa ađ fćkkun bensínstöđva. Markmiđiđ verđi ađ dćlum fyrir jarđefnaeldsneyti innan borgarmarkanna fćkki um 50% til ársins 2030 og ţćr verđi ađ mestu horfnar áriđ 2040,“ segir í loftlagsstefnu borgarinnar.

Sjá einnig: Misjöfn afstađa til fćkkunar bensínstöđva

Í yfirlýsingunni fyrir rúmum tveimur árum kom fram ađ lóđarleigusamningum um bensínstöđvar sem voru í gildi yrđu almennt ekki endurnýjađir viđ lok leigusamnings og ţeir sem voru útrunnir yrđu ekki endurnýjađir lengur en til tveggja ára frá samţykkt markmiđanna í borgarráđi. Lóđarhöfum ţessara lóđa yrđi heimilt ađ láta vinna hugmyndir ađ breyttu deiliskipulagi."

Er ekki furđulegt ađ ţađ sé verkefni Borgarstjórnar ađ ákveđa hvar eigi ađ selja bensín og hvar ekki? Af hverju ekki brjóstahöld, klámblöđ eđa ís?

Getur mađur haft stefnu fyrir apparat eins og Borgarstjórn sem hefur skođun á ţví ađ loka bensínstöđvum sem hafa veriđ í rekstri međ hagnađi í áratugi? Af ţví ađ mađur hefur skođun á ţví  ađ fólk eigi ađ hjóla en ekki keyra í bílum?  Borgarsjóđur eigi ađ reka Borgarlínu en ekki greiđa fyrir bílaumferđ?

Er ţetta virkilega verkefni Borgarstjórnarađ ađ ákveđa viđskipti fyrir Borgarbúa?Hver kaupir hvađ og hvar og hvenćr?

Ef hverju ekki ađ ákveđa ađ ákveđnir lćknar skuli ekki sinna sjúklingum á ákveđnum tímum? Er ţađ ekki hlutvek Borgarstjórnar?

 

 

Hvert er hlutverk Borgarstjórna?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mikiđ vćri moggabloggiđ flatt ef borgarstjórn Reykjavíkur réđi bloggarana.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.8.2021 kl. 20:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband