Leita í fréttum mbl.is

Af hverju þetta fíflarí?

"Alls hafa fimmtíu og tvö kórónuveirusmit verið rakin til dansbúða á Laugarvatni í síðustu viku. Um það bil 130 unglingar tóku þátt í búðunum, auk tólf kennara, og dvöldu ýmist í Héraðsskólanum á Laugarvatni, á Hostel Laugarvatni eða í húsnæði Ungmennafélags Íslands. Eftir að tveir nemendanna greindust með COVID-19 voru um það bil 120 sendir í sóttkví.
 

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannvarna, segir óvíst hvort allir 52 hafi verið viðstaddir búðirnar, einhverjir þeirra kunni að hafa smitast af þeim sem þar voru. Hún bendir á að þrátt fyrir að nú séu í gildi 200 manna samkomutakmarkanir séu viðburðahaldarar hvattir til að hólfaskipta enn frekar til þess að koma í veg fyrir að margir tugir smitist á einni samkomu. 

„Þegar margir koma saman þá smitast þessi blessaða veira á milli fólks. Þótt fólk reyni að fara varlega og fara í test og annað þá hefur þetta farið á milli ansi hratt þarna og náð ansi mörgum af þeim sem voru þarna á staðnum,“ segir Hjördís í samtali við fréttastofu.  

Sundlauginni á Laugarvatni var lokað eftir að smit greindust í tengslum við dansbúðirnar, og einnig íþróttahúsinu. Starfsfólk var sent í sóttkví en í gær varð ljóst að ekkert af því hafði smitast. 

Áhrifa af smitum sem tengjast dansbúðunum gætir víðar en aðeins á Laugarvatni en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að hópur barna í fermingafræðslu í Kópavogi hafi veri sendur í úrvinnslusóttkví vegna smits sem rekja má til dansbúðanna. "

Af hverju er verið að boða til svona vírusaveizlna? Og verða svo hissa á að smitin margfaldist?

Eiga menn ekki annaðhvort að vera ábyrgir eða vera það ekki?

Hætta svona fíflaríi ef á að fækka smitum í alvöru?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband