Leita í fréttum mbl.is

Sigurðu Ingi skárri

fannst mér vera  í þætti hjá  Páli Magnússyni uppgjafapólitíkusi á Hringbraut þar sem þeir sátu hvor á móti öðrum formennirnir, Framsóknar og Samfylkingar.

Logi Már var  á grófri slátraraskyrtu, slifsislaus og á tennisskóm. Skyldi slíkt útlit eiga að afla alþýðuhetju atkvæða. Meðvitað því að Logi hlýtur að eiga jarðarfarargalla og jólaföt einhversstaðar.

Dýralæknirinn var í fínum dökkum jakkafötum með hvítt um hálsinn og með slifsi og á  pússuðum skóm. Mér fannst hann sýna áhorfendum virðingu frekar en arkitektinn alþýðlegi frá Akureyri. 

Sem er í raun og veru alveg sama hverju heldur fram í svona umræðuþætti. Það er alltaf á bak við allt sem útúr honum kemur að hann vill afsala Íslandi fullveldinu og krónunni og ganga í ESB og hleypa þeirra togurum hér uppi  kálgarða eins og Bretar bjuggu við áður en þeir vitkuðust og fóru úr Evrópusambandinu við lítinn fögnuð Spánverja og Frakka.

Allt sem Samfylkingin segir um aðra málaflokka stendur í skugga  við þessar staðreyndir og að Logi vill ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum.

Afstaða þeirra í einstökum málaflokkum skiptir eiginlega ekki máli þar sem það stjórnast allt af þessu grunnatriði. Þeir treysta Íslendingum ekki til að standa á eigin fótum en vilja heldur vera í tollabandalagi 27 ríkja gegn restinni af veröldinni og sitja á Evrópuþinginu með öðrum ríkjum.

Viðreisn var ekki viðstödd en Páll hefði þurft að reyna að varpa ljósti á það hver sé munurinn á henni   og Samfylkingunni. Annar en sá að Dagur B. Eggertsson og Logi  eru í öðrum flokknum en Þorgerður Katrín, TalnBensi og Þorsteinn Pálsson  í hinum.

Grunnstefnan er hinsvegar sú sama. Ganga í ESB og taka upp Evru og bjóða upp kvótann  á Evrópska Efnahagssvæðinu.

Ég nennti ekkert að var að hlusta á það sem þeir Sigurður eða Logi  voru að segja eða Páll að blaðra. Af tveimur sem ég mun aldrei kjósa fannst mér Sigurður Ingi mun skárri í almennri framgöngu og klæðaburði þó mér sé almennt ekkert illa við Framsókn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, áróðursbrögðin og lýðskrumið sem þú gleypir hrátt virðist ekki bíta á alla. Heilu flokkarnir og tugþúsundir kjósenda virðast ónæmir fyrir þeim boðskap og sjá rökin ekki standast skoðun.

Og stuðningur við þitt uppáhalds lýðskrum virðist aukast eftir því sem menntun er minni. Og gamlir karlar með litla menntun vera aðal stuðningsmannahópurinn.      https://www.visir.is/g/20212138024d

Vagn (IP-tala skráð) 26.8.2021 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband