Leita í fréttum mbl.is

Ískalt mat

á stjórnmálahorfum kemur fram í grein Kjartans Magnússonar í Morgunblaðinu:

"

 

Kjartan Magnússon, frambjóðandi í 4. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður:

Í alþing­is­kosn­ing­un­um 25. sept­em­ber vel­ur þjóðin full­trúa til að stjórna sam­eig­in­leg­um mál­um sín­um næstu fjög­ur ár. Strax eft­ir kosn­ing­ar hefjast þing­menn handa við að mynda rík­is­stjórn. Mik­il­vægt er að slík stjórn hafi styrk til að tak­ast á við erfið viðfangs­efni og sé nægi­lega traust til að tryggja stöðug­leika í stjórn­mál­um og efna­hags­mál­um.

Íslensk stjórn­mál þró­ast nú með þeim hætti að flokk­um og fram­boðum fjölg­ar. Aldrei áður hafa jafn­marg­ir flokk­ar til­kynnt fram­boð í aðdrag­anda alþing­is­kosn­inga. Nýj­ustu skoðanakann­an­ir sýna að níu flokk­ar gætu fengið full­trúa kjörna í kosn­ing­un­um. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist lang­stærst­ur flokka með í kring­um 24% fylgi en flest­ir hinna mæl­ast með 5-14% fylgi. Út frá því er eðli­legt að spurt sé hvort skeið smá­flokkakraðaks sé runnið upp í ís­lensk­um stjórn­mál­um.

Smá­flokk­ar og smákóng­ar

Ljóst er að slíkt kraðak smá­flokka mun ekki auðvelda mynd­un rík­is­stjórn­ar að lokn­um kosn­ing­um, hvað þá traustr­ar stjórn­ar, sem tæki á viðfangs­efn­um næstu ára af festu og ábyrgð. Með ein­tóm­um smá­flokk­um á Alþingi (og smákóng­um sem þurfa að fá metnaði sín­um full­nægt) verður hvorki hægt að mynda trausta né vel starf­hæfa rík­is­stjórn. Upp­lausn kæmi í stað ábyrgðar.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn nýt­ur lang­mests fylg­is stjórn­mála­flokka sam­kvæmt áður­nefnd­um könn­un­um og verður því áfram kjöl­fest­an í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Flokk­inn vant­ar þó fleiri at­kvæði ef tryggja á að hann geti komið að mynd­un þriggja flokka rík­is­stjórn­ar og enn meira afl til að geta myndað tveggja flokka stjórn, sem væri æski­leg­ast.

Útil­ok­un­ar­stefna Pírata og Sam­fylk­ing­ar

Ekki væri hægt að mynda þriggja flokka rík­is­stjórn ef niðurstaða kosn­inga verður á þessa leið. Jafn­vel yrði ein­ung­is hægt að mynda fjög­urra flokka stjórn með aðild Sjálf­stæðis­flokks­ins. Í þess­um dæm­um eru ekki tekn­ar með í reikn­ing­inn ný­leg­ar yf­ir­lýs­ing­ar for­ystu­manna Pírata og Sam­fylk­ing­ar, sem telja þessa flokka yfir það hafna að vinna með sum­um öðrum flokk­um í rík­is­stjórn. Slík úti­lok­un­ar­stefna mun gera stjórn­ar­mynd­un að lokn­um kosn­ing­um enn tor­veld­ari en ella.

Mik­il­væg verk­efni fram und­an

Nú­ver­andi rík­is­stjórn hef­ur unnið að mörg­um mik­il­væg­um verk­efn­um með far­sæl­um hætti. Eft­ir kosn­ing­ar þurfa Íslend­ing­ar áfram sterka stjórn, sem get­ur unnið sam­hent að mik­il­væg­um mál­um eins og end­ur­reisn at­vinnu­lífs­ins, bætt­um lífs­kjör­um, aðhaldi í rík­is­fjár­mál­um og um­bót­um í op­in­berri þjón­ustu, ekki síst í heil­brigðisþjón­ust­unni.

Skýr­ir val­kost­ir kjós­enda

Val­kost­ir kjós­enda eru skýr­ir. At­kvæði greitt Sjálf­stæðis­flokkn­um eyk­ur lík­ur á að hægt verði að mynda trausta meiri­hluta­stjórn tveggja eða þriggja flokka að lokn­um kosn­ing­um. Í slíku stjórn­ar­sam­starfi mun Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn beita sér fyr­ir áfram­hald­andi stöðug­leika í efna­hags­mál­um og sókn í at­vinnu­mál­um. Þannig leggj­um við frek­ari grund­völl að auk­inni verðmæta­sköp­un, bætt­um lífs­kjör­um og öfl­ugu vel­ferðar­kerfi.

At­kvæði greitt öðrum flokk­um en Sjálf­stæðis­flokkn­um myndi auka lík­urn­ar á mynd­un fimm eða sex flokka vinstri­stjórn­ar þar sem hver hönd­in væri upp á móti ann­arri. Reynsl­an sýn­ir að aukn­ar álög­ur á al­menn­ing eru oft hið eina sem góð sátt næst um hjá slík­um rík­is­stjórn­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 26. ágúst 2021.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Í þess­um dæm­um eru ekki tekn­ar með í reikn­ing­inn ný­leg­ar yf­ir­lýs­ing­ar for­ystu­manna Pírata og Sam­fylk­ing­ar, sem telja þessa flokka yfir það hafna að vinna með sum­um öðrum flokk­um í rík­is­stjórn. Slík úti­lok­un­ar­stefna mun gera stjórn­ar­mynd­un að lokn­um kosn­ing­um enn tor­veld­ari en ella.

Hinsvegar er ekki orð að marka neitt sem frá þessu dóti kemur  sem myndu selja ömmur sínar hvenær sem þeir myndu halda að þeir græddu á því aur í vasann.

Halldór Jónsson, 29.8.2021 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband