Leita í fréttum mbl.is

Ég held að hann meini þetta

May be an image of 1 einstaklingur og texti

 

Ég trúi því að að minnsta kosti að meini þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Veistu, ég held að svona færsla sé ekki trúverðug nema að þú birtir fótósheipaða mynd af þér með Gosanef, með svartar tennur bíðandi eftir tannbursta til að bursta með sápu sem var burstað í gamla daga, og til öryggis værir þú með lygamerki á tánum.

Ég skal ekki efa að margt sé verra en þinn flokkur, við Hriflungar eigum til dæmis mjög erfitt þessa dagana, að ekki sé minnst á þá okkar sem einu sinni gátum kosið til vinstri.

Réttilega hefur þú bent á margt sem fær skynsamt heilbrigt fólk, sem einu sinni var til vinstri vegna lífsskoðana, uppeldis, félagslegra stöðu, eða annað, til að hrista og spyrja, "hvað er eiginlega í gangi, hvernig gat hugsjón okkar endað í svona viðrinum og vitleysingum".

Þar sem Píratar eru viðrinin, og Samfylkingin móðgun við tegundina sem kennd er við Homo Sapiens.

Og við sem kusum Steingrím, vegna þess að við trúðum orðum hans um andstöðuna við auðræði og frjálshyggju, við getum aldrei gleymt svikum hans eða VinstriGræna yfir höfuð.

Aumt er það fólk sem lætur taka sig í óæðri endann, og þykist ennþá vera til vinstri.

En Halldór, allt það sem þú segir, öll réttmæt gagnrýni þín á vitleysingaganginn, er marklaust eftir þessa færslu.

Hún segir að í raun sért þú engu betri en þeir sem þú gagnrýnir.

Og ekki nota það sem afsökun að það sé ekkert betra í boði, það sjónarmið er réttmætt.

En þú þarft ekki að afsaka það með lygi.

Bjarni hefur lofað þessu einum of oft.

Kveðja úr 20+  stiga hita að austan.

Ómar Geirsson, 2.9.2021 kl. 16:30

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hversu oft hefur Bjarni lofað akkúrat þessu sama???

Svo eru eldriborgarar ekki ellilífeyrisþegar heldur fólk á eftirlaunum. Þeir eru ekki að þiggja neitt af ríkinu eða lífeyrissjóðunum heldur er það að taka út það sem það er nú þegar búið að leggja til hliðar fyrir síðari hluta ævinnar, allavega í flestum tilvikum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.9.2021 kl. 16:36

3 identicon

Hann hefur örugglega meint þetta þegar hann sagði það í bréfi til eldri borgara fyrir kosningarnar 2013. En kosningar vilja oft verða banabiti kosningaloforða.

Vagn (IP-tala skráð) 2.9.2021 kl. 21:08

4 identicon

Sæll Halldór.

Það sást best þar sem formenn flokkanna mættu
í sjónvarpssal hversu mjög Bjarni hefur
þroskast sem stjórnmálamaður og leiðtogi þjóðar.

Ég vil sjá hann sem forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn
enda væri hann afar vel að því kominn því framganga hans
ein og sér færir flokknum fleiri atkvæði en menn gera
sér grein fyrir nú; hann stígur nú fram sem sá leiðtogi
sem menn hvað helst vilja sjá; sá sem hefur tiltrú
langt utan alls flokkakerfis.

Húsari. (IP-tala skráð) 3.9.2021 kl. 00:42

5 identicon

Hvert fór hann, hvar var hann og hvernig birtist hann 13 árum eftir hrun?

Flúði hann Ísland í boði öryrkja og ellilífeyrisþega og byrtist 13 árum seinna frelsaður sem hvítskúraður engill?

Jesús Bjarnason?

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 3.9.2021 kl. 21:12

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Omar minn Geirsson, samhryggist Hriflungi sem er munaðarlaus á pólitíska hjarninu.Hafandi fallið fyrir Þistilfjarðarlygaranaum.

En líttu yfir sviðið og hvaða stjórnmálamann sérðu skárri en Bjarna? Engann sem er líklegri til að standa við eitthvað.Hverjum öðrum getur maður treyst til einhvers góðs.

Ingu Sæland? Þórunnu Sunnu Ævars?Birni Leví?Gunnari Smára?

Halldór Jónsson, 5.9.2021 kl. 09:45

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Láttu ekki svona með Steingrím vin minn, hann var sjálfum sér samkvæmur, alveg þangað til honum bauðst að svíkja sálu sína og hugsjónir fyrir völd og upphefð.

Ég mótmæli því ekki sem þú segir um Bjarna, reyndar er Katrín að koma sterkt inn líka sem þroskaður stjórnmálamaður.

Og eins og ég hef margt bent þér á áður, þá er það alveg út úr Hróa og hött að gegnheill íhaldsmaður yfirgefi flokk sinn á gamals aldri, auðvita er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn viðreisnarútgáfa af Viðreisn, en innan hans er líka þjóðlegt íhald, sjálfstæðissinnar, og fullt af bara skynsömu góðu fólki.

Ykkar er að mynda andófið og gefast ekki upp.

En mér fannst þessi færsla þín vera slík uppgjöf.

Þegar maður þolir ekki sannleikann um flokk sinn, þá er tími til kominn að draga sig í hlé.

En  mín persónulega skoðun er sú Halldór, að það er langt í þann tíma hvað þig varðar.

Enn og aftur sólarkveðjur úr 20 stiga hita, þó eftir hressandi rigningarskúr  morgunsins.

Að austan.

Ómar Geirsson, 5.9.2021 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband