Leita í fréttum mbl.is

Ringulreið í komusal

skrifar Björn Bjarnason um.

"Sextán flugvélar lentu milli 15.00 og 16.00 þennan laugardag á Keflavíkurflugvelli og ringulreiðin í komusalnum var algjör.

MR-64-árgangur lauk ferð sinni laugardaginn 4. september með Icelandair flugi frá Genf sem lenti á Keflavíkurflugvelli 15.50, fimm mínútum á undan áætlun. Engin COVID-formsatriði voru af hálfu svissneskra yfirvalda á Genfar-flugvelli en við innskráningu hjá Icelandair var nauðsynlegt að sýna bólusetningarvottorð eins og almennt á veitingastöðum í Frakklandi.

Í Genf var við innskráningu spurt um COVID-is strikamerkið sem er gefið út eftir að handhafi þess hefur staðfest að hann hafi farið í sýnatöku innan 72 klukkustunda fyrir brottför og niðurstaðan verið neikvæð. Það hafði hópurinn gert í Annecy þar sem frönsk sýnatökustöð bókaði tíma fyrir hvern og einn sem greiddi 50 evrur (7.500 kr.) fyrir sýnið, niðurstaða var send samdægurs í tölvubréfi, hún var neikvæð hjá öllum.

Sextán flugvélar lentu milli 15.00 og 16.00 þennan laugardag á Keflavíkurflugvelli og ringulreiðin í komusalnum var algjör. Hér birtast tvær myndir af mannfjöldanum færðist næsta stjórnlaust í langri röð fram og aftur að útgöngudyrum."

Eru komutímar flugvéla náttúrulögmál eða sjálfval flugrekenda?

Er ekki hægt að úthluta tímum til þeirra sem hingað vilja fljúga?

Af hverju er bara tingulreið í komusal á  ákveðnum tímum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komutímar flugvéla eru hvorki náttúrulögmál né sjálfval flugrekenda. ISAVIA ræður þar mestu með úthlutun afgreiðslutíma til flugrekenda.

Hér getur þú lesið alvöru dæmi um úthlutanir og ástæður tímasetninga.   https://www.samkeppni.is/utgafa/frettir/nr/2266

Vagn (IP-tala skráð) 5.9.2021 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband