Leita í fréttum mbl.is

Þjóðin eldist-en ýtir á eftir því

Svo segir á RÚV

"Eitt stærsta efnahagsmál sem bíður stjórnvalda á næstu árum eru stóraukin útgjöld vegna þess að þjóðin er að eldast, um þetta eru bæði Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið sammála. Enn er mikil óvissa í efnahagsmálum vegna faraldursins og atvinnuleysi of mikið. Hagfræðingur í Háskóla Íslands telur mistök að miða aðgerðir við að allt verði eins og árið 2019..."
 

Talið er að ríkisútgjöld vegna öldrunar þjóðar muni aukast verulega á næstu þremur áratugum eða sem nemur þremur prósentum af vergri landsframleiðslu. „Þannig að ég held að við ættum að fara að einblína betur á gæði ríkisútgjalda, frekar en magn. Við vitum að við þurfum að gera meira fyrir minna, eftir því sem þjóðin eldist og heilbrigðisútgjöld aukast, það eru færri vinnandi hendur sem eru að standa undir samneyslunni.“..

"Um þessar mundir er sjöundi hver landsmaður 65 ára og eldri en árið 2050 verður fjórði hver landsmaður á þeim aldri. Það þýðir að það eru sífellt færri sem eru á vinnufærum aldri á bak við hvern ellilífeyrisþega. Spá Samtaka atvinnulífsins út frá gögnum frá Hagstofunni gerir ráð fyrir að árið 2050 verði tveir komma fimm á vinnufærum aldri fyrir hvern lífeyrisþega. Núna eru þeir fjórir, um aldarmótin voru þeir fimm og nánast sjö fyrir sjötíu árum." ..

Mikill áhugi er sumstaðar í þjóðfélaginu að flytja inn sem mest af flóttamönnum og hælisleitendum, Þetta fólk er gjarnan á miðjum aldri þannig að það verður nokkuð fljótt að bætast í hóp eldri borgara.

Þessi hreyfing er því greinilega ekki til að þess að minnka vandamálið sem við blasir.Innflutningur fólks magnar upp þetta öldrunarvandamál með öllu því sem því fylgir.

Þjóðin er að eldast. En  erum við að gera nokkuð í að vinna á móti því?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Mér skilst að Framsóknarflokkurinn ætli sér að afnema úr lögum um opinbera starfsmenn
"Starfsmanni skal þó jafnan segja upp störfum frá og með næstu mánaðamótum eftir að hann nær 70 ára aldri"
Afhverju þeir voru ekki búnir að því og afhverju þeir orða stefnumál sitt svona loðið verður víst ekki svarað fyrr en eftir kosningar

Grímur Kjartansson, 6.9.2021 kl. 13:08

2 identicon

Flóttamenn eru flestir um þrítugt, fjölskyldur með ung börn. Þeir koma hingað tilneiddir og vilja flestir fara aftur heim til sín strax og ástand þar batnar.

Hælisleitendur eru flestir einstaklingar um tvítugt sem hingað koma til að gerast Íslendingar.

Flóttamenn og hælisleitendur á miðjum aldri eru sjaldséðir hvítir hrafnar.

Útlitið væri verra og framtíðin dekkri ef ekki hefðu komið hingað fjöldi erlendra innflytjenda á besta aldri. Fólk sem mætir tilbúið til að vinna og við höfum ekki kostað krónu í uppeldi, heilbrigðisþjónustu og menntun. Þegar Íslendingurinn mætir fyrst til vinnu hefur hann þegar kostað þjóðfélagið tugi milljóna.

Vagn (IP-tala skráð) 6.9.2021 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband