9.9.2021 | 08:17
Innflytjendamál
er umfjöllunarefni Sigmundar Davíðs í Morgunblaðinu í dag. Ef eitthvað getur raskað genetískri fylgisspekt minni við íhaldið þá er það skynsamleg orðræða eins og þessi um innflytjendamál.
Sigmundur skrifar:
"Málefni hælisleitenda hafa verið í ólestri á Íslandi undanfarin ár. Landið er komið á kortið hjá glæpamönnunum sem standa fyrir meirihluta ferða hælisleitenda til Evrópu að mati Evrópulögreglunnar. Í öðrum ríkjum Norðurlandanna hefur hælisumsóknum fækkað verulega (um 90% í Danmörku frá 2015). Covidárið 2020 voru hins vegar afgreiddar 585 hælisveitingar á Íslandi, hlutfallslega nífalt fleiri en í Danmörku. Áður voru umsóknir um hæli á Íslandi á sama hátt orðnar sexfalt fleiri en í Noregi og Danmörku.
Þetta er annars vegar afleiðing þeirra skilaboða sem stjórnvöld hinna Norðurlandaríkjanna hafa sent frá sér og hins vegar af skilaboðum íslenskra stjórnvalda. Forsætisráðherra Dana og formaður jafnaðarmanna sagði nýverið að markmiðið væri að enginn kæmi til Danmerkur til að sækja um hæli. Danir þyrftu sjálfir að hafa stjórn á því hverjum yrði boðið til landsins og beina fólki í öruggan og lögmætan farveg.
Um svipað leyti munaði minnstu að ríkisstjórn Íslands auglýsti landið rækilega sem áfangastað. Það var gert með frumvarpi um að veita öllum sömu styrki og þjónustu hvort sem þeim væri boðið til landsins eða kæmu á eigin vegum eða þeirra sem skipuleggja smygl á fólki. Það hefði í fyrstu tífaldað fjölda þeirra sem ættu rétt á sama fjárstuðningi og þjónustu en fjöldinn hefði svo aukist hratt.
Þetta kallar á viðbrögð því ef ekki verður gripið inn í með afgerandi hætti við þessar aðstæður mun ástandið bara versna og verða loks óviðráðanlegt. En vilji menn líta til reynslu Norðurlandanna má finna lausnir.
Meginstefnan
Við þurfum sjálf að ráða því hversu mörgum innflytjendum við tökum á móti. Það getum við ekki nú. Það þarf að setja hámark á fjölda hælisleitenda og koma um leið á sanngjarnara og mannúðlegra hælisleitendakerfi. Það ætti ekki að vera hægt að leita skyndihælis á Íslandi. Við munum þó áfram taka á móti kvótaflóttamönnum.
Ísland er lítið land sem hefur tekist að byggja upp betra velferðarsamfélag en víðast hvar annars staðar. Á Íslandi er lögð áhersla á jafnrétti en um leið að hver og einn leggi sitt af mörkum. Gagnkvæmt traust er forsenda þeirrar samheldni og öryggistilfinningar sem einkennt hefur landið.
Þótt útlendingar séu velkomnir til Íslands skiptir sköpum að þeir verði hluti af samfélaginu. Það gerist ekki öðruvísi en að þeir hafi vilja til þess sjálfir. Þegar fólk flytur til landsins án þess að aðlagast samfélaginu dregur það úr samheldni.
Núverandi innflytjenda- og hælisstefna skapar ekki aðeins vandamál fyrir Ísland, hún ýtir líka undir ofbeldisfullt og lífshættulegt óréttlæti þar sem óprúttnir mansalar hagnast gríðarlega á ógæfu annarra.
Á undanförnum þremur árum hafa meira en 10.000 manns, þar með talið mörg börn, drukknað á Miðjarðarhafi við að reyna að komast til Evrópu. Mun fleiri verða fyrir ofbeldi og misnotkun á leiðinni. Konur eru neyddar í vændi, fjölskyldur í heimalandinu eru kúgaðar og fólk selt í þrælahald.
Um leið hafa Vesturlönd vanrækt þá flóttamenn sem eru í mestri neyð. Nærumhverfinu hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Undanfarin fjögur ár hafa Evrópulönd varið umtalsvert meira fjármagni en áður í úrvinnslu hælisumsókna fyrir þá sem hafa komist til landa álfunnar þótt stór hluti þeirra reynist vera förufólk sem á ekki rétt á hæli í Evrópu.
Með núverandi kerfi erum við að vanrækja skyldur okkar gagnvart öðru fólki.
Við höfum yfirgripsmikla áætlun þar sem er litið bæði til hagsmuna Íslands og umheimsins. Áætlun sem stenst alþjóðasamþykktir að fullu. Áætlun sem getur orðið öðrum Evrópulöndum fyrirmynd, ekki hvað síst vegna þess að hún byggist á rétti hvers lands til að ákveða hversu mörgum innflytjendum það tekur við. Þar er gert ráð fyrir að hvert land taki aðeins við þeim fjölda flóttamanna sem hægt er að aðlaga hverju samfélagi fyrir sig.
Við sem samfélag höfum trúað því of lengi að ef aðeins þeir sem koma hingað læri tungumálið og fái vinnu þá deili þeir líka gildum okkar. Sem betur fer gera það margir en því miður eru líka margir sem aðhyllast hugmyndafræði sem er andsnúin lýðræði okkar og samfélagslegum gildum.
Áætlunin felur í sér leið út úr núverandi ástandi. Ástandi þar sem hver aðgerð í einu landi leiðir til aukins aðhalds í nágrannalöndunum og lönd keppast um að vera minnst aðlaðandi staðurinn fyrir flóttamenn að leita skjóls.
Við erum tilbúin til að vinna með öðrum löndum að bættu kerfi. Meðferð hælisumsókna ætti eingöngu að fara fram í öruggum löndum utan Evrópu og innstreymi í álfuna að taka mið af áætlunum Sameinuðu þjóðanna um kvótaflóttamenn.
Afstaða danskra jafnaðarmanna
Ofangreind meginstefna er nokkuð mildaður útdráttur úr inngangi að stefnu danskra jafnaðarmanna í innflytjendamálum (en Ísland sett inn þar sem stóð Danmörk). Í tillögunum sjálfum er að finna margar afdráttarlausar aðgerðir. Þar með talið: . Tillögu um móttökustöð utan Evrópu.
. Þak á hversu margir útlendingar sem ekki eru vestrænir geti sest að í Danmörku.
. Önnur áform um að ná stjórn á fjölda flóttamanna til Danmerkur. . Strangar kröfur vegna fjölskyldusameiningar. . Áform um að senda fleiri hælisleitendur heim og stofnun sérsveitar lögreglu í þeim tilgangi.
. Danmörk svipti lönd sem taka ekki við fólki þróunaraðstoð. . Aukið landamæraeftirlit og endurskoðun Schengen þar sem hvert ríki stjórni eigin landamærum á meðan ESB stendur sig ekki á ytri landamærunum.
. Reglur um að innflytjendur verði að leggja sitt af mörkum áður en þeir fá rétt á bótum.
. Kröfu um að flóttamenn með tímabundna landvist leggi einnig sitt af mörkum til samfélagsins en þurfi samt að snúa heim þegar aðstæður í heimalandinu leyfa.
Margt fleira mætti nefna úr stefnu danskra jafnaðarmanna. Hún gengur fyrst og fremst út á að taka á misnotkun kerfisins, verja samheldni þjóðarinnar og nýta fjármagn sem best til að hjálpa þeim sem eru helst hjálpar þurfi. Ísland Á Íslandi er málaflokkurinn nánast stjórnlaus. Þar er ekki við Útlendingastofnun eða aðra embættismenn að sakast heldur stjórnmálamenn sem hafa innleitt stefnu sem gengur þvert á það sem Norðurlöndin hafa verið að reyna að gera í ljósi áratuga reynslu.
Ísland
er fyrir vikið komið rækilega á kort þeirra sem skipuleggja fólksflutninga og upplýsingar um vænlegustu áfangastaðina dreifast hratt á samfélagsmiðlum.
Ef ekki verður gripið inn í mun núverandi stefna íslenskra stjórnvalda (svo ekki sé minnst á áform ríkisstjórnarinnar) auka enn á þessa þróun. Stórhættuleg glæpagengi munu þá áfram auglýsa Ísland sem vænlegan áfangastað og taka aleiguna af fólki, jafnvel hneppa það í ánauð og leggja það í lífshættu fyrir drauminn um íslenska kerfið.
Eins og danskir jafnaðarmenn segja þá værum við að bregðast fólki með því að leyfa slíku fyrirkomulagi að halda áfram. Sýnum skynsemi, lítum á heildarmyndina og lögum kerfi sem hentar hvorki okkar samfélagi né gerir okkur kleift að hjálpa sem flestum þeirra sem þurfa mest á hjálpinni að halda.
Reynum nú að læra af reynslu annarra áður en það verður of seint. Í því efni gætum við gert verr en að líta til danskra krata."
Það er eins og hávaðasamir hópar hérlendir krefjist þess að Island hafi helst galopin landamæri gagnvart hverskyns hlaupalýð sem hér vill setjast að og leggjast upp á okkar taknörkuðu velferð sem hinn nýi stjórnmálaflokkur ASÍ keppist við að auglýsa sem óendanlega. Ekki stendur á popúlistaflokkunum til vinstri til að taka undir sönginn gagnrýnilaust. Ekki má gera greinarmun á kristnum innflytjendum og múslímum eins og að slíkt muni engu þegar gera skal innflytjendur að Íslendingum.
Satt að segja hef ég ekki skilið ennþá hugmyndir Dana um móttökulönd fyrir þá sem vilja gerast hælisleitendur til Danmerkur né hvernig Ísland ætlar að skipuleggja slíkt á eigin spýtur og þarf ég að fá skýringar hjá Sigmundi um það hvernig það er hugsað hjá honum.
Meginmáli finnst mér skipta að einhver aðgæsla sé höfð í innflytjendamálum en að alþjóðlegir glæpamenn fái ekki frítt spil til að ráðstafa íslenskum vegabréfum til framtíðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:29 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Hræðsluáróður, ímynduð ógn og fitl við fordóma og rasisma gengur vel í suma kjósendur. Miðflokkurinn sækir í lægstu hvatir, fáfræði, græðgi og heimsku eftir sínum atkvæðum og vonast eftir góðri uppskeru meðal Íslendinga.
Vagn (IP-tala skráð) 9.9.2021 kl. 09:57
Slagsmál og skotárásir daglegt brauð í Svíþjóð
Danir herða mjög eftirlit með innflytjendum
Denmark plans to make some migrants work full time in order to be given benefits, officials have announced.
Immigrants who have been on benefits for between three to four years will be expected to complete 37-hour week jobs, including removing litter from beaches, employment minister Peter Hummelgaard said.
Prime minister Mette Frederiksen added the policy, which still needs approval from parliamentarians, was targeted at “non-Western background” women who were claiming welfare.
The rule will only apply to migrants who are not proficient in the Danish language to a certain level.
Grímur Kjartansson, 9.9.2021 kl. 15:28
Sammála þér og Sigmundi Davíð.
Og það er full ástæða til að ljá Miðflokknum atkvæði sitt. Enda eini flokkurinn sem stendur í lappirnar í þessu máli.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.9.2021 kl. 19:17
Hvaða flokk skyldi Kerran vera líklegust til að kjósa? Það er gaman að velta því fyrir sér.
Halldór Jónsson, 10.9.2021 kl. 08:13
Þakka þér Halldór fyrir að birta þessa opinskáu grein Sigmundar á bloggi þínu.
Hann þorir þó að láta í ljós einlæga skoðun sína á innflytjenda(vanda)málinu, sem ekki er hægt að segja um flesta aðra stjórnmálamenn-og konur.
Enginn virðist þó treysta sér til að láta í ljós skoðun á yfirhylmingum og afleiðingum þeirra á þá nafna Guðna og Guðna.
Jónatan Karlsson, 10.9.2021 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.