12.9.2021 | 21:15
Hvað hugsa Norðmenn í orkumálum?
Björn Bjarnason gefur yfirlit yfir stöðuna í norskum stjórnmálaum í aðdraganda kosningannan þar af sinni þekktu yfirsýn.
Björn er talinn vera einn helsti talsmaður þess á Íslandi að ekki þurfi að hrófla við EES samningnum sem sé meiri blessun en minni fyrir Ísland. Ekki eru allir sammála þeirri afstöðu Björns og telja ástæðu til að hafa andvara á ýmsum atriðum.
Það er hollt að líta til frænda okkar og reyna að setja sig inn í það hvað þeir eru að hugsa með afbragðs greinargerð Björns um norsk orkustjórnmál.
Björn skrifar á vefsíðu sína í dag eftirfarandi:
Orkuverð verður til umræðu þegar Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, tekur til við stjórnarmyndun að kosningum loknum.
Kosið er til norska stórþingsins á morgun og talið að borgaralega stjórnin undir formennsku Ernu Solberg falli eftir að hafa farið með stjórn landsins í tvö kjörtímabil.
Fyrir rúmum tveimur árum fór starfshópur sem vann að skýrslugerð um EES fyrir íslensk stjórnvöld að beiðni alþingismanna á fundi Osló með embættismönnum stjórnmálamönnum, forystumönnum atvinnulífs og launþega auk annarra sérfróðra manna og baráttuhópa með og gegn samstarfi við ESB, meira að segja gegn aðild Noregs að EES. Af fundunum mátti álykta að í aðdraganda kosninganna nú yrði vegið að EES-aðild Noregs af einhverjum stjórnmálaflokkanna, einkum Miðflokknum (Senterpartiet, SP) sem átti samleið með Nei til EU-samtökunum í andstöðu við þriðja orkupakkann.
Trygve Slagsvold Vedum, formaður Miðflokksins, fremst á myndinni. Í bakgrunni Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, og Erna Solberg, formaður Hægriflokksins, núverandi forsætisráðherra Noregs.
Hæstiréttur Noregs samþykkti í vor að taka til meðferðar mál andstæðinga þriðja okurpakkans í Noregi sem snýst um hvort stórþingið hafi staðið rétt að samþykkt málsins. Hæstiréttur hefur ekki leitt málið til lykta.
Á lokadögum norsku kosningabaráttunnar leggur Trygve Slagsvold Vedum, formaður SP, þunga áherslu á að orkuverð sé of hátt í Noregi og lofar niðurgreiðslum til að jafna verð til þeirra sem bera þyngstu byrðarnar vegna flutningskostnaðar á orku. Varið skuli milljörðum til að jafna þenna mun. Þetta verði tvímælalaust eitt helsta málið við gerð fjárlaga fyrir árið 2022.
Audun Lysbakken, leiðtogi SV, Sósíalíska vinstriflokksins, segir að veita eigi um 90.000 móttakendum búsetustuðnings í Noregi sérstakan raforkustyrk. Vedum telur það ekki nóg. Það verði að líta til mun stærri hóps.
Ágreiningurinn um þetta er fyrirboði þess sem verður til umræðu þegar Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, tekur til við stjórnarmyndun að kosningum loknum.
Spurning er hvort Bjørnar Moxnes, leiðtogi flokksins lengst til vinstri, Rødt, verður kallaður til viðræðna um myndun vinstri stjórnar í Noregi. Hann er sömu skoðunar og Vedum að almennt eigi að auka niðurgreiðslur á raforkuverði.
SP og Rødt vilja einnig takmarka á sölu raforku frá Noregi til Bretlands og ESB-ríkja. Bent er á að í stað þess að skera á raforkusölu til útlanda megi virkja meira í Noregi. Sé það rætt leggst Rødt gegn vindorkuverum bæði á sjó og landi. Vedum sættir sig við vindorkuver á hafi úti og betri nýtingu vatnsafls en hann er andvígur vindorkuverum á landi. Þá vill hann að norsk stjórnvöld hafi meira að segja um orkustreymið um sæstrengi til annarra landa. Hann vill að hætt verði við áform um NorthConnect, 650 km sæstreng milli Noregs og Skotlands. Fyrr á árinu var gert hlé á viðræðum um framkvæmd áætlana um hann.
Vedum boðar stóran slag á stórþinginu um fjórða orkupakkann. Frekara valdframsal til ESB komi ekki til greina. Í viðræðum um stjórnarmyndun verði rædd leið til að Norðmenn segi sig frá Acer, fagstofnun ESB um raforkumál. SP vilji ekki evrópskt orkuverð í Noregi. Bjørnar Moxnes í Rødt tekur undir gagnrýni Vedums á Acer. EES-aðildina eða ESB-aðild bar ekki hátt í norsku kosningabaráttunni, orkan fór í annað."
Ég hef velt því fyrir mér hvort þeir Alþingsimenn íslenskir sem harðast gegnu fram í í að lögleiða 3. orkupakkann á þeim grundbvelli að shnn skipti engu máli fyrir Ísland. Þer sömu nenntu ekki einu sinni að rökræða málið við okkur kjósendur og flokksmenn en sögðu okkur að éta pakkan með því sem úti frysi. Skyldi Birgir Ármanns ætla að beita sömu aðferð á okkur þegar kemur að 4. pakkanum?
Við erum margir flokksmenn ekki þeirrar skoðunar að fyrirkomulag orkumála á Íslandi sé allt önnur en í Noregi þar sem við seljum enga orku beint til útlanda um sæstrengi sem Norðmenn gera.En á EES samningurinn að vera heilagri hér á Íslandi heldur en í Noregi? Má hér hvergi hugsa eða rökræða?
Við Íslendingar vorum velkomnir til náms og starfa í Þýskalandi þegar við fórum þangað jafnaldrarnir 1957. Þjóðverjar vildu þá allt fyrir okkur gera. Ég seldi þangað íslenskar gærur minnir mig tollfrítt á þeim árum. Hvað var svona erfitt að allt þetta EES vesen þyrfti í viðbót, hvað þá að taka hér upp EVRU?
Norðmenn virðast geta lifað við sína norsku krónu og Svíar við sína. Af hverju ekki við með okkar krónu og orku?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:25 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.