Leita í fréttum mbl.is

Vantar mig ekki vélbyssu

og vefjarhött?

Getur Gunnar Smári komið fram þeim breytingum sem hann boðar á þjóðfélaginu öðruvísi? Fær hann Björn Bjarnason til að sleikja kamrana í Valhöll öðruvísi? Getur hann stungið út úr Hæstarétti öðruvísi?

Stefnufesta mannsins og hugmyndaflug er með ólíkindum. Ekki er að efa að fylgi sópast að honum eins og Vilmundi heitnum Gylfasyni sem var stormsveipur á sinni tíð þótt stórum lygnari væri en fjögurra blaða Smárinn úr Arnarnesi.

Hann er spurður áhugaverðra spurninga í Dagmálum Morgunblaðsins.

"Nú varstu sjálfur hallur undir frjálshyggju á árum áður, stór-kapítalisti árin fyrir hrun, gekkst næst í múslimafélagið, vildir ganga Noregskonungi á hönd og nú Sósíalistaflokkinn. Finnst þér skrýtið þó sumir spyrji hvort þér sé alvara eða hvort þetta sé bara langdreginn gerningur? "

"En þú hafnar því að hafa verið kapítalisti þegar þú varst að vinna með mönnum sem höfðu tugmilljarða umsvif, þú varst að kaupa stórfyrirtæki hér heima og erlendis, ferðaðist í einkaþotum, á forstjóralaunum og forstjórajeppum. Snýrð svo við blaðinu og talar um að það þurfi að brjóta niður stórfyrirtæki vegna þess að fólk hafi það ekki nógu gott í samfélaginu."

"Það er mjög alvarlegt mál ef maður sem er að fá fljúgandi fylgi í könnunum og koma mörgum þingmönnum inn, sé með það að stefnu að ryðja Hæstarétt og að því er virðist stjórnkerfið, af því að sá hópur er skilgreindur sem valdaklíka. Þetta eru rosaleg orð. „Það hefur gerst í sögunni, þar sem fólk hefur misst samfélag sitt í svona, að þá hefur verið gripið til þess ráðs að búa eitthvað til eins og 2. lýðveldið. Við erum gerspillt samfélag.“

Telurðu að dómsvaldið sé spillt? „

Ég tel að það hafi skipulega verið settir inn menn í Hæstarétt, sem eru líklegir til þess að verja meint eignarhald stórútgerðarinnar. Að það sé skipulagt samsæri. Og ef það er þannig, að Hæstiréttur stoppar það að almenningur fái að nota sínar auðlindir, þá verðum við að bregðast við því. Ég er að benda á að aðrar þjóðir hafi brugðist við því að stofna nýtt lýðveldi.“

Bíddu við, þú segir að það sé skipulegt samsæri hvernig Hæstiréttur hafi verið skipaður til þess verja eitt tiltekið mál."

Þessi maður er sannarlega að draga að sér skoðanabræður sem nægja honum til framfærslu næstu 4 ár á Alþingi. Þó að hann verði ekki ráðherra í næstu ríkisstjórn þá ætti hann að hafa tryggt sér afkomu með digurmælum sínum.

Sem er virðingarvert þótt vefjarhött og vélbyssu vanti í Talibanastíl.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða elliglöp eru þetta? Hvað koma vefjarhettir málinu við? Átt þú von á að Indverjar fjölmenni í flokk Gunnars? Væri ekki Ushanka frekar við hæfi?

Vagn (IP-tala skráð) 13.9.2021 kl. 12:50

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Kerran sér ekki samlíkinguna enda ekki við þvi að búast. Lógíska settið í henni á hvergi sinn jafningja held ég. 

Halldór Jónsson, 13.9.2021 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband