14.9.2021 | 11:19
Frjálshyggja og fullveldi
er nafn á grein eftir Ragnar Önundarson bankastjóra í Morgunblaði dagsins.
Satt að segja er langt síðan ég hef lesið eins skýrt yfirlit um gengismál Íslands og þennan pistil.
Ég vildi óska að þeir sem fjálglegast tala um ónýtu krónuna okkar og nauðsyn þess að tilheyra öðru efnahagssvæði myndi lesa þetta.
Líklega yrði það of mikil tilætlunarsemi að óska þess að þeir reyndu að setja sig inn í röksemdir Ragnars sem mér finnst að höfði til mín í einfaldleika sínum samanborðið við vandamál evrusvæðisins sem eru sýnu meiri en dollarans.
En Ragnar skrifar svo:
"Hin svart-hvíta umræða einkennist af því að þeir sem eru ófróðir eru vissir í sinni sök, gallharðir, en þeir sem hafa þekkingu og sjá alla myndina eru hikandi, því fæst mál samfélags eru einföld. Samfylkingin vill aðild að ESB og evru. Viðreisn vill byrja á að tengja krónuna við evru. Sú hugmynd er háð þeim annmarka að jafn auðvelt er að afnema tenginguna og að koma henni á. Það yrði gert næst þegar þjóðin skiptir milli sín meiri tekjum en þjóðartekjurnar leyfa eftir tenginguna.
Einhæfni og óstöðugleiki okkar efnahagslífs hindrar að við notum gjaldmiðil sem ekki tekur neitt tillit til þessa. Átökin um tekjuskiptinguna eru viðvarandi, þeim linnir ekki við upptöku evru. Engri athygli er beint að þeirri staðreynd að markaðsbúskapur, þar sem nánast engir virkir markaðir eru, er háður miklum annmörkum. Hinn kosturinn, áætlanabúskapur, var reyndur í stórum hlutum veraldarinnar, með miklum hörmungum fyrir fólk. Við verðum því að greina og takast á við annmarka þá sem smæð okkar samfélags, dreifbýli og fjarlægð frá virkum mörkuðum valda.
Dollar og evra
Dollarinn er frá 1775, jafn gamall Bandaríkjunum og iðnbyltingunni. Þróun atvinnulífsins varð skv. landkostum, með hliðsjón af dollarnum sem gefinni stærð. Þetta hefur staðið í 250 ár og er allt annar og gjörólíkur ferill en þegar evran var tekin upp. Undanfari hennar var nefndur ERM, evrópska myntsamstarfið, kennt við Maastricht, sem hófst árið 1979 og var til aðlögunar að upptöku evru. Tveir áratugir voru gefnir til að koma á evrópskri mynt hliðstæðri dollarnum.
Þrátt fyrir að ríkin hafi öll verið með fjölbreyttara atvinnulíf en okkar, varð aðlögunin sársaukafull. Stóru iðnríkin í miðjunni högnuðust á sölu alls konar iðnvarnings og þess sem var munaðarvara til jaðarríkjanna.
Stórbankar þeirra lánuðu fyrir kaupunum. Þessi ráðstöfun verðmæta var víða ómarkviss, munaðarvaran entist stutt og löndin urðu skuldug og víða voru veittar ríkisábyrgðir.
Þetta eru sömu árin og við fórum flatt fyrir hrun í gleðilátum lágra vaxta.
Til varð nýr grískur harmleikur sem allir muna og sú þjóð þjáist enn undan.
Gríðarleg eignatilfærsla varð frá jaðarríkjunum til miðríkja ESB. Við náðum að koma okkur undan með neyðarlögunum. Bönkum höfðu ekki verið veittar ríkisábyrgðir og við vorum ekki í ESB.
Óskiljanlegt er að nokkrum manni skuli detta í hug að farsælt sé að Ísland taki upp evru sísvona eins og að drekka vatn.
Forsendubrestur
Til grundvallar Maastrichtsamkomulaginu lá sú tröllatrú að lögmál markaðarins tryggi að hagkerfin rétti sig sjálfkrafa af og að aldrei eigi að taka fram fyrir hendurnar á þeim.
Vesturlönd voru heilluð af svonefndri nýfrjálshyggju. Menn álitu nóg að stofna sérstakan sameiginlegan seðlabanka Evrópu og setja strangar reglur um ríkisfjármál, en skeyttu ekkert um að fjórfrelsið olli hraðri tilfærslu á vinnuafli og verðmætum, sem fólu í sér röskun á stöðu og högum fólks, m.ö.o. því sem við nefnum velferð. Markaðirnir runnu saman.
Veraldarvæðingin hófst, mikilvæg framleiðsla fluttist frá gamla heiminum til nýmarkaðslanda. Í þessu ferli varð hið sígilda markmið hagstjórnar undir, sem er að hámarka nýtingu framleiðslutækjanna, halda atvinnuvegunum gangandi, en sveigjanlegt gengi var helsta tækið til þess.
Við sjáum hvað mundi gerast hér, ef við gengjum þessari hagstjórn á hönd með aðild að ESB og upptöku evru.
Ísland yrði uppspretta hráefna og orku til útflutnings.
Atvinnutækifæri tengd orku landsins mundu fylgja.
Gengi evru tæki ekkert tillit til einhæfni og óstöðugleika okkar atvinnulífs.
Fullveldið
Ef við stjórnum efnahagsmálunum ekki sjálf, tryggjum ekki fjárhagslegt sjálfstæði okkar og búum ungu fólki ekki störf hér heima, höfum við gefið eftir mikilvægasta þátt fullveldisins.
Þjóð er ekki sjálfstæð og fullvalda nema vera fjárhagslega sjálfstæð. Eftir sæti stjórn staðbundinna mála innan ramma leikreglna sem við ráðum engu um. Málið snýst ekki eingöngu um sveigjanlegt gengi gjaldmiðilsins heldur líka möguleikann til að nota ríkisfjármál til hagstjórnar.
Glænýtt dæmi um gildi þess er vel heppnuð viðbrögð stjórnvalda við áfallinu vegna kóvíd. Við erum komin farsællega áleiðis gegnum næstalvarlegasta samdráttarskeið síðari tíma, einmitt með því að skuldsetja og reka ríkissjóð með miklum halla, sem við vitum að gengur til baka.
Land tækifæranna
Það er við hæfi að nefna Ísland land tækifæranna. Þess vegna er landið með marga erlenda íbúa, sem leita hingað eftir betra lífi. Það búa ekki allir vel að sínum.
Vitað er að erlendu starfsmennirnir búa margir við þröngan kost, á lægstu launum. Þeir keppa við þá sem hér eru fyrir um störfin.
Stjórnmálamenn eru sumir farnir að tala um velsæld fremur en velferð í uppgjafartón, við vitum að velsældinni er misskipt. Það er eðlilegt og skiljanlegt að stjórnmálaflokkar aðgreini sig með hugmyndafræði, en eftir kosningar þarf að mynda samsteypustjórn og þá þarf að svíkja loforðin og gera þess í stað það sem er skynsamlegt.
Sú bábilja að peningamarkaðir rétti sig sjálfkrafa af er enn útbreidd. Það er furðulegt að líta til baka og sjá að slík trú skyldi lögð til grundvallar og evrunni þröngvað upp á fjölmenn samfélög á þessum stutta tíma. Við getum vonandi lært af mistökum annarra.
Frjálshyggja, gömul og góð
Sú frjálshyggja sem þeir Ólafur Björnsson og Jónas Haralz rökstuddu svo vel er í fullu gildi. Þeir töldu stjórn peningamála og ríkisfjármála verða að vera undir harðri stjórn, rétt eins og um löggæslu væri að ræða. Ástæðan er einföld, peningar eru hvorki vara né þjónusta, þeir eru ávísun á öll þau gæði sem hugurinn girnist.
Engin náttúruleg takmörk eru á eftirspurninni. Við verðum að gera greinarmun á hugmyndafræði og hagfræði. Hin fyrrnefnda nýtist fyrir kosningar, sú síðarnefnda verður að ráða eftir kosningar,"
Hvernig má það vera að heilir stjórnmálflokkar íslenskir telji það til frjálslyndis að Ísland tengist tollabandalagi 27 ríkja ESB á móti hundrað öðrum þjóðríkjum heims?
Jón Sigurðsson sem lifði á þarliðinni öld gerði sér ljóst að Íslendingar myndu eiga mest undir verslunarfrelsi um víða veröld. Hann hefði trautt skilið kosti þess að múra sig inni í ákvarðanatöku annarra þinga en íslenskra og meðal regluverks í viðskiptum og dómsmálum annarra ríkja.
Að því leyti er mér illskiljanlegt hvernig forystumenn íslenskir séu haldnir slíkri vanmetakennd að þeir telji slíkt til framfara að tengjast slíkum kerfum og vantrú á eigin dómgreind.
Og það sem verra er að telja slíkt til frjálslyndis og fullveldis
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.