16.9.2021 | 10:26
Loksins
gersit eitthvað í pólitík sem mér líkar.
Annað er að íhaldið gefur út sérstakt áróðursblað þar sem grunnatriði þess í stjórnálum koma fram.
Hitt er að Morgunblaðið skrifar vandaðan leiðara um hagfræðileg málefni.
Morgunblaðið skrifar:
"Í dag eru 29 ár liðin frá hinum Svarta miðvikudegi 16. september 1992 þegar George Soros varð í senn heimsfrægur og ofboðslega ríkur þegar hann kom Englandsbanka á kné og knúði til þess að fella sterlingspundið.
Bretar höfðu þá um tveggja ára skeið haldið uppi einhliða fastgengi við þýska markið innan evrópska myntsamstarfsins (ERM), en áhlaup spákaupmanna hafði staðið um hríð. Englandsbanki hækkaði stýrivexti sína upp í 10% og seldi ógrynni af gjaldeyri til þess að verja pundið, en allt kom fyrir ekki. Hinn 16. september var gjaldeyrisforðinn uppurinn, Bretar gáfust upp og þurftu að draga sig út úr ERM við mikla niðurlægingu. Englandsbanki tapaði að minnsta kosti 600 milljörðum króna í einu vetfangi, ríkisstjórn Íhaldsflokksins náði sér aldrei á strik aftur og galt afhroð í næstu kosningum.
Á þeim tíma höfðu mörg Evrópulönd bundið gjaldmiðla sína við þýska markið í von um lága vexti og lága verðbólgu líkt og Þjóðverjar nutu. Það endaði óhjákvæmilega með skelfingu, því gjaldmiðillinn verður að vera í takt við efnahagslíf og viðskipti.
Bretar voru ekki einir um að falla í þá freistni. Það gerðu Svíar og Finnar einnig, en urðu líka fyrir árás spákaupmanna og neyddust til að slíta gengistengingunni og fella gengið haustið 1992. Hafði þó ekki lítið gengið á og Svíar í örvæntingu hækkað millibankavexti í 500%! Sömu sorgarsögu er að segja af ámóta tilraunum annars staðar, frá Tequila-kreppunni í SuðurAmeríku 1994 til Asíukreppunnar 1998.
Einhliða fastgengi á tímum frjálsra fjármagnsflutninga er einfaldlega skotheld uppskrift að spákaupmennsku, gjaldeyriskreppu, bankakreppu og loks efnahagskreppu. Þau víti þekkja Íslendingar og verða að varast þau.
Það er enda svo að Evrópulöndin hafa skipt sér í tvo hópa: þau sem tóku upp evruna og hin sem láta gjaldmiðilinn fljóta. Finnar kusu evruna, en Svíar flotgengi. Danir einir halda enn í gamla fyrirkomulagið með gengisfestingu við evru, en eru að vísu aðilar að ESB og Seðlabanka Evrópu með samningsbundinn stuðning hans ef syrta fer í álinn. Gengisfesting Dana er því ekki einhliða, heldur reist á samningum og sögulegum forsendum, sem engum öðrum standa til boða, ekki innan ESB og enn síður utan þess, líkt og Íslandi.
Sérfræðingar í peningamálum, þar á meðal í Seðlabanka Íslands, hafa réttmætar áhyggjur af hugmyndum um að taka upp gengisfestingu á ný, eins og menn hafi öllu gleymt og ekkert lært.
Þar er þó ekki um að ræða forsögulega tíma. Ísland tók á liðinni öld upp einhliða gengisfestingu við myntkörfu helstu viðskiptaríkja, studda fjármagnshöftum, sem dugði bærilega þar til fjármagnsviðskipti við útlönd voru gefin frjáls árið 1994. Árið 2000 neyddist Seðlabankinn því til að verja fastgengið með gjaldeyrissölu og vaxtahækkunum, en í upphafi árs 2001 var ákaflega gengið á gjaldeyrisforðann og stýrivextir komnir í 11,5%. Þá loks var gengisstefnunni breytt og krónan sett á flot; gengið féll og verðbólga fór í tæp 10%.
Meðal hagfræðinga er nú almennt viðurkennt að lönd hafi í raun aðeins tvo kosti í þessum efnum: algera gengisfestu með aðild að myntbandalagi eða fljótandi gengi.
Einhliða fastgengi er peningastefna fortíðar, sem felur í sér að allur gjaldeyrisforði þjóðarinnar er lagður að veði og getur hæglega tapast til spákaupmanna á einni nóttu. Sem er alls ekki ólíklegt, vegna þess að slíkur fjársjóður dregur að sér athygli þeirra og ágirnd.
Fastgengisstefna myndi þvert á það sem boðberar hennar segja að öllum líkindum hækka vexti, þar sem allt myndi miðast við að verja gengið en ekki hagsmuni heimila og fyrirtækja í landinu. Þá myndu Íslendingar ekki lengur hafa sveigjanleika til þess að bregðast við áföllum í útflutningi líkt og átti sér stað í nýliðinni kórónukreppu, en rétt er að hafa í huga að allar helstu útflutningsgreinar Íslands sjávarútvegur, orkunýting og ferðaþjónusta eru háðar ytri þáttum, sem við fáum engu um ráðið. Við blasir að atvinnuleysi hefði orðið miklu meira og útgjöld ríkissjóðs mun hærri, hefði ekki verið unnt að beita peningastefnunni til sveiflujöfnunar líkt og gert var með afgerandi og farsælum hætti.
Allt frá því að fastgengisstefna Íslendinga hrundi fyrir 20 árum hefur verðbólgumarkmiði verið fylgt, með miklu betri árangri. Það miðast við hinar sérstöku aðstæður Íslendinga hverju sinni, gæftir og gæfu.
Eftir allt sem á undan er gengið og efnahagsuppbygginguna sem er fram undan er því með ólíkindum að fyrirfinnist íslenskir stjórnmálanenn sem hafa það helst til málanna að leggja að kollvarpa peningastefnunni og bjóða hættunni heim."
Myndi einhver ekki leita í reynslubanka Íslendinga sjálfra hvað varðar hagstjórn til framtíðar?
Hafa spilin ekki loksins verið lögð á borðið fyrir kjósendur með skýrum hætti?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 3419711
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
F
átækt er ekki náttúrulögmál. Það
að börn og fullorðnir búi við fátækt á Íslandi er pólitísk ákvörðun en ójöfnuður leiðir til minni
hagsældar, það er staðreynd.
Skattkerfið er langbesta jöfnunartæki sem
við höfum. Með því er hægt að létta undir með
þeim tekjulægstu með meiri þátttöku þeirra
ríkustu í samneyslunni. Tvær nýjar skýrslur
Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, um kjör öryrkja og atvinnuleitenda sýna að
þessir þjóðfélagshópar hafa verið skildir eftir á
kjörtímabilinu. Svo virðist sem ráðherra öryrkja og atvinnuleitenda, framsóknarmaðurinn
Ásmundur Einar Daðason, hafi hreinlega
gleymt að hann beri ábyrgð á málaflokkunum
og svo virðist sem fjölmiðlar hafi líka gleymt
ábyrgð hans enda ekkert heyrst til hans um
skýrslurnar á meðan ekki vantar fréttir af útdeilingu hans
á skattfé í aðdraganda kosninga. 71% fatlaðs fólks á erfitt
með að ná endum saman, 52% ekki hafa efni á fríi og 23%
ekki efni á staðgóðri máltíð. Þá hafa nærri 80% fatlaðra
einstaklinga neitað sér um heilbrigðisþjónustu! Í hópi atvinnuleitenda kom í ljós að nærri helmingur þeirra hefur
neitað sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.
Meðal öryrkja segist þriðjungur ekki geta greitt kostnað vegna skipulagðra tómstunda barna sinna og sama hlutfall segist ekki geta veitt börnum sínum næringarríkan
mat. Það að skapa börnum þær aðstæður að alast upp við
fátækt skaðar íslenskt samfélag til framtíðar. Það veit
barnamálaráðherrann en virðist ómeðvitaður
um að þarna hefði hann átt að bregðast við.
Það dugar ekki að afhenda fólki sem ekki getur
greitt fyrir mat eða heilbrigðisþjónustu tómstundastyrki eins og Framsóknarflokkurinn
boðar. Sá hópur getur ekki lagt út fyrir dýrum
tómstundum fyrir börn sín og fengið hluta endurgreiddan eins og gert var við sérstaka tómstundastyrki í kjölfar heimsfaraldurs. Það þarf
að gera betur og við í Samfylkingunni ætlum
að gera það.
Við ætlum að bæta kjör barnafjölskyldna
með alvöru norrænu barnabótakerfi. Við ætlum að hækka lífeyri og minnka skerðingar.
Þannig ætlum við strax að hækka frítekjumark
öryrkja vegna atvinnutekna, sem hefur staðið
óbreytt frá árinu 2010, úr 109 í 200 þúsund. Við
ætlum að minnka kjarabilið þannig að öryrkjar
nálgist að nýju lágmarkslaun í landinu en tekjubilið milli
lægstu launa og lífeyris hefur aldrei verið meira en í tíð
fráfarandi ríkisstjórnar. Við ætlum okkur að beita skattkerfinu þannig að eignamesta 1% landsmanna greiði hærri
hlut af hreinum eignum sínum í samneysluna og ætlum að
sækja meiri fjármuni með hækkun veiðileyfagjalds. Já,
það er hægt að jafna kjörin í gegnum skattkerfið en til
þess þarf pólitískt hugrekki og vilja til að jafna kjör íbúa
landsins. Hvort tveggja höfum við í Samfylkingunni.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Við ætlum að jafna kjörin
Höfundur skipar 1. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík norður
Hvernig skyldi hún ætla að gera það?
Lækka vexti?
Auka framboð á lánsfé?
Fastgengisstefna myndi – þvert á það sem boðberar hennar segja – að öllum líkindum hækka vexti, þar sem allt myndi miðast við að verja gengið en ekki hagsmuni heimila og fyrirtækja í landinu. Þá myndu Íslendingar ekki lengur hafa sveigjanleika til þess að bregðast við áföllum í útflutningi líkt og átti sér stað í nýliðinni kórónukreppu, en rétt er að hafa í huga að allar helstu útflutningsgreinar Íslands – sjávarútvegur, orkunýting og ferðaþjónusta – eru háðar ytri þáttum, sem við fáum engu um ráðið. Við blasir að atvinnuleysi hefði orðið miklu meira og útgjöld ríkissjóðs mun hærri, hefði ekki verið unnt að beita peningastefnunni til sveiflujöfnunar líkt og gert var með afgerandi og farsælum hætti.
Allt frá því að fastgengisstefna Íslendinga hrundi fyrir 20 árum hefur verðbólgumarkmiði verið fylgt, með miklu betri árangri. Það miðast við hinar sérstöku aðstæður Íslendinga hverju sinni, gæftir og gæfu.
Halldór Jónsson, 16.9.2021 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.