Leita í fréttum mbl.is

Björn Bjarnason á ferð

í vandaðri færslu sinni að vanda um gengismál Íslendinga. Björn segir meðal annars:

..."Þess er látið ógetið í leiðara Morgunblaðsins að snemma árs 2000 samdi Seðlabanki Íslands við bandaríska hagfræðinginn Joseph Stiglitz um að hann gerði úttekt á íslensku hagkerfi, einkum þáttum sem vörðuðu fjármálalegan stöðugleika. Hann skilaði skýrslu sinni í júlí 2001 en þá um haustið fékk hann Nóbelsverðlaunin í hagfræði 2001.

Vegna umræðna um fastgengisstefnu nú er fróðlegt að rýna í 20 ára gamla skýrslu Stiglitz en þar segir meðal annars að fastgengisstefna stjórnvalda (sem afnumin var í mars 2001) hafi ýtt „undir fjármagnsflæði til landsins og þar með viðskiptahallann því markaðsaðilar vanmátu líkurnar á gengisfellingu“. Að auki virðist kenningin um hagkvæm myntsvæði benda til þess að fljótandi gengi henti Íslandi betur en fast gengi. Upptaka verðbólgumarkmiðs og afnám vikmarka krónunnar hafi því verið heppileg stefnubreyting.

Þegar rætt er um stefnu Viðreisnar nú um fastgengisstefnu og tengingu við evruna er ekki um sjálfstætt markmið flokksins að ræða heldur er evran og tenging við hana að mati flokksins „gulrót“ til að laða kjósendur til fylgis við aðildina að ESB sem er upphafs- og lokamarkmið flokksins. Sú þrönga sýn gerir flokkinn að jaðarflokki og tengir hann við Samfylkinguna á vinstri væng stjórnmálanna. Viðreisn skipar sér þannig vinstra megin við miðju.

Í Fréttablaðinu í dag birtist frétt um að skoðanakönnun Maskínu sem birtist 14. september á visir.is og sýndi að ríkisstjórnin væri kolfallin hefði strax leitt til lækkunar á verði hlutabréfa. Í frétt blaðsins segir að hlutabréfaverð hafi lækkað síðustu daga, meðal annars vegna þess að auknar líkur séu á að vinstristjórn taki við stjórnartaumunum. Undanfarna fimm daga hafi úrvalsvísitalan lækkað um 4%. Á sama tíma hafi fjárfestar keypt verðtryggð skuldabréf í auknum mæli en í ljósi lágs vaxtastigs hafi margir fram að þessu fremur horft til hlutabréfakaupa. Heiti Viðreisnar breytist í öfugmæli vegna stefnu flokksins og vinstrimennsku stjórnenda hans."

Afturhvarf til fortíðar í stað framfara í hagstjórn er þannig orðin að stefnu Viðreisnar og Samfylkingar, ef einhver sér mun á þessum tveimur flokkum. Í stað framtíðar skal horfið aftur  til fortíðar og ekkert gefið yfir reynslu Íslendinga sjálfra af kreppustjórnun sem þrautreynd hefur verið með krónunni í meira en aldarfjórðung?

Öll reynsla af hagstjórn okkar er afskrifuð og gengið skal inn í hið brennandi hús Evrópusambandsins og hinnar fjölþjóðlegu reynslu af tengingu við sterkari myntsvæði en hið innlenda? Hvernig slíkt leiðir til atvinnuleysis og ófara?

Geta menn virkilega ekki dregið neinar ályktanir af reynslu annarra?

Er mönnum ekki hollt að fara yfir það sem Björn Bjarnason rifjar upp úr reynslu okkar sjálfra í gengismálum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 3419711

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband