Leita í fréttum mbl.is

Hagspeki Pírata

vakti athygli einhverra sem nenntu að hlusta á fimbulfamb Halldóru nokkurrar Mogensen í viðtali á RÚV.

Satt að segja var maður gáttaður á því þekkingar leysi sem sitjandi þingmaður á Alþingi Íslendinga opinberaði í þessu viðtali við fréttamenn með meðalgreind.

Bjarna Jónssyni rafmagnsverkfræðingi ofbauð skiljanlega frammistaða þingflokksformanns þessa þingskrípis sem kallar sig Pírata.

Hann skrifar langt mál og rekur þekkingarleysi þingmannsins. En fyrir honum er sjávarútvegurinn endalaus uppspretta fjármagns og er þetta flokksfyrirbrigði alls ekki eitt um að halda að svo sé.

Bjarni klykkir út með eftirfarandi:

"Talsvert hefur borið á umræðu í kosningabaráttunni, að sækja megi miklar fjárhæðir í hækkun veiðigjalda.  Halldóra telur svo vera og innt eftir því, hver stærðargráðan á slíkri skattheimtu gæti orðið, segir hún:"Við vorum að tala um að tvöfalda auðlindagjaldið".  Í dag er viðmiðið það, að 33 % af afkomu útgerðarfyrirtækjanna fari í að greiða auðlindagjald, og því er Halldóra spurð, hvort hún boði 66 % sértækan skatt á hagnað sjávarútvegsins.

"Ég get ekki svarað þessu algjörlega 100 %.  Þegar þú ert að fara út í svona díteila (sic !) með tölur, þá er það eitthvað, sem við þurfum að gefa út fyrir kosningar ásamt kostnaðinum"."

Þetta er einfeldningslegri málflutningur en búast má við frá þingmanni, og er þá langt til jafnað. 

Slengt er fram "tvöföldun veiðigjalda" án nokkurrar greiningar á því, hvaða áhrif slíkur flutningur fjármagns hefur á afkomu sjávarbyggðanna í landinu, á fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækjanna í nýjustu tækni til veiða og vinnslu, á orkuskipti sjávarútvegsins, á nýsköpun og þróun í átt til gernýtingar sjávarafurðanna og síðast, en ekki sízt, á samkeppnishæfni íslenzka sjávarútvegsins um fólk og fjármuni hér innanlands og um fiskmarkaðina erlendis."

Sama kenning er uppi hjá öllum skattlagingarflokkum sem bjóða fram til Alþingis eftir viku. Bara auka veiðigjöldin eins og hugurinn girnist.

Píratar eru því miður ekki einir um þessa hagspeki á Alþingi Íslendinga og kenningin á sér dygga fylgismenn í stjórnlyndisflokkunum öllum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Næsta stjórnarsamstarf þarfnast (af illri nauðsyn) Sjálfstæðisflokks sem kjölfestu og Framsóknar sem fylliefnis, en nauðsynlegast þó, Miðflokks og Flokks fólksins til að gæta hagsmuna þjóðhollra Íslendinga á borð við þig, Halldór.

Brýn þörf hlýtur að vera á nærveru kosningaeftirlits ÖSE, á þessum síðustu og verstu tímum.

Samstarf kosningabandalagsins sem stýrir Reykjavíkurborg hlýtur að vera augljóst fordæmi sem ber að varast, ekki síst fyrir kjósendur á landsbyggðinni, sem ekki geta sætt sig við að greiða dýrum dómum fyrir lokun Reykjavíkurflugvallar og hundruð milljarða uppfærslu og rekstur óraunhæfrar Borgarlínu fjarri heimahögum.

Jónatan Karlsson, 16.9.2021 kl. 14:50

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hverjum er ekki sama um heildarmyndina? Veirutímar hafa kennt okkur það. 

Geir Ágústsson, 16.9.2021 kl. 20:46

3 Smámynd: Þorkell Guðnason

Svona málflutningur Pírata dæmir sig sjálfur - EN...  það gengur heldur ekki Dóri vinur minn - ef Samherji telst í hópi AÐAL - að engum skyldi detta í hug að hrófla við bezta vini AÐAL - það sem eftir lifði kjörtímabilsins
Yrði hreint ekki hissa þótt þess sæust merki upp úr kjörkössunum.

Þorkell Guðnason, 16.9.2021 kl. 21:41

4 identicon

Eigum við ekki að kalla þá öfundarflokkana. Vissulega má bæta fiskveiðikerfið á einhvern hátt og það er vert að skoða það.

Ég hinsvegar man þegar bæjarútgerðin var og var alltaf baggi á hverju sveitarfélagi, það virðist að núverandi kerfi hafi leyst úr læðingi mikinn hagnað og mikla öfund.

Svo er hitt, kvóti í dag er að mestu í eigu fyrirtækja sem keyptu hann dýru verði á markaði, á að taka þá eign af þeim ?

emil (IP-tala skráð) 17.9.2021 kl. 08:20

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Keli, Samherji er orðinn Aðal sem mér dettur ekkki í hug að þjóðin eigi að vera án

Halldór Jónsson, 17.9.2021 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 3419711

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband