17.9.2021 | 09:20
Minnispunktar
Skattleggja og eyða:
"Samfylkingin mun beita sér fyrir því að grunnlífeyrir hækki verulega á komandi kjörtímabili og að grunnlífeyrir fólks verði ekki lægri en sem nemur lægstu launum.
Logi Einarsson formaður flokksins segir að það verði hins vegar ekki gert nema í skrefum og að raunhæft sé að hann hækki um 25 þúsund krónur á því kjörtímabili sem er handan við hornið.
Logi er gestur í Dagmálum í dag þar sem farið er yfir stefnuskrá Samfylkingarinnar og hvernig mögulegt stjórnarmynstur horfi við honum að kosningum loknum. Hann segir flokkinn standa keikan gagnvart þeirri fyrirætlan að sækja um aðild að Evrópusambandinu og þá vill hann víðtækt samráð almennings og þingheims um upptöku nýrrar stjórnarskrár sem byggi að grunni til á tillögum stjórnlagaráðs."..."
Ég held að flestir séu sammála um að við fengjum miklu lægri vexti en hér hafa verið, þó þeir verði kannski ekki þeir allra lægstu í Evrópu. En ég held við værum líka með meiri samkeppni á bankamarkaði.
Nú hafa vaxtalækkanir leitt til mikilla hækkana á íbúðaverði, hvernig verður það þá með evruvöxtunum, sem þið vonist eftir?
Þetta er miklu flóknara en svo. Við viljum einmitt beita okkur til þess að auka framboðið, sem kæmi til móts við það.
Oddný Harðardóttir segir að það megi ná í 15 milljarða króna aukalega ú túr sjávarútveginum. Telurðu að það sé heillavænlegt?
Við teljum að það megi ná meiru út úr veiðileyfafyrirkomulaginu, þó við höfum sett fram aðrar lausnir. Við viljum hafa það stigvaxandi þannig að minni og meðalstórar útgerðir greiddu ekki jafnmikið og þessi stærstu. Við höfum talað fyrir þeirri hófsömu leið og viljum leita sátta um það, t.d. með uppboðum í tilraunaskyni.
En stóreignaskatturinn? Okkur reiknast svo til að tillögur okkar, sem hafa í för með sér varanlega rekstrarútgjöld, kosti um 20- 25 milljarða og við viljum fjármagna þær með þessum 1,5% eignaskatti á hreina eign yfir 200 milljónum. Það ætti að gefa okkur svona 14-15 milljarða, restin væri þá álag á veiðigjöldin og skattaeftirlit.
En gamli auðlegðarskatturinn, sem var á sömu slóðum, hreyfði við um sex þúsund fjölskyldur, sérstaklega eldra fólk Horfum aðeins á þetta út frá augum réttlætis í samfélaginu
Fólkið, sem á að borga þennan skatt, er ekki allt aflögufært. Fólk sem er með undir 5 milljónir í árstekjur lendir í vandræðum með þetta, fólk sem er komið á ellilaun mun lenda í vandræðum og það mun spyrja um réttlætið fyrir sig.
Við munum bara útfæra þetta. Við ætlum að gera þetta. Við ætlum að ná í 14 milljarða til þess að fjárfesta í risastórum hópi í samfélaginu til þess að gera það virkara, líf þess betra og það geti notið þess sama og við hin.
Gunnar Ingi Guðbrandsson sem enginn kaus er ekki í vandræðum með hugsjónirnar og skattlagningar:
"VG hefur snúið við blaðinu í loftslagsmálum Á þessu kjörtímabili höfum við aukið bein framlög til loftslagsmála um meira en 700%.
Við höfum ráðist í fjölda aðgerða á grunni fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunarinnar í loftslagsmálum, tvöfaldað umfang landgræðslu og skógræktar og tífaldað endurheimt votlendis. Við höfum klárað fyrstu stefnu Íslands um aðlögun samfélagsins að loftslagsbreytingum, lögfest markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040 og sett fram ný og efld landsmarkmið um samdrátt í losun.
Við höfum stóreflt rannsóknir, vöktun, nýsköpun og stjórnsýslu loftslagsmála, komið á fót loftslagsráði og loftslagssjóði og stutt mynduglega við orkuskipti í samgöngum. Við erum þegar farin að sjá samdrátt í losun. Kórónuveiran hafði veruleg áhrif á síðasta ári en samdrátturinn var samt hafinn áður en faraldurinn hófst."
Það örlar mjög á sktynsemi hjá Karli Gauta:
"Ég hef ítrekað lagt fram tillögu til þingsályktunar um að könnuð verði hagkvæmni þess að hér verði reist hátæknisorpbrennslustöð.
Sú tillaga hefur ekki fengið afgreiðslu í þinginu. Hingað til hefur langmest af því sorpi sem til fellur hér á landi verið urðað. Þar er um að ræða hundruð þúsunda tonna af sorpi á ári hverju. Urðun losar metan, sem er 20-50 sinnum meira mengandi lofttegund en koltvísýringur. Það sem ekki hefur verið urðað hér hefur verið sent til útlanda til endurvinnslu. Það er ólíðandi.
Í ljósi þessa tel ég brýnt að könnuð verði hagkvæmni þess að við sjáum um okkar sorp sjálf og hættum urðun þess, endurvinnum það eins og unnt er og brennum það sem út af stendur á eins umhverfisvænan hátt og unnt er."
Skandallinn hjá GAJU sýnir á hvaða villigötum vinstra liðið er í sorpmálum sem öðrum málum. Er ekki óhætt að hlusta á skynsemisraddir í sorpmálum sem í öðrum málum. Hvort ekki sé hægt að koma fyrir brennsluofnum í húnsnæðinu í Álfsmnesi og hætta dellunni sem þar fer fram?
Bergþór Ólason segir:
"Baráttan gegn þriðja orkupakkanum var ekki auðsótt en þingflokkur Miðflokksins hörfaði ekki og stóð vaktina fyrir fullveldi Íslands. Það mun Miðflokkurinn áfram gera, alltaf.
Slagurinn um hálendisþjóðgarð lifir enn góðu lífi, þökk sé ríkisstjórnarflokkunum, en það var Miðflokkurinn sem kom í veg fyrir að hann næði fram að ganga fyrir þinglok 2021 og við erum hvergi nærri hætt.
Þá stendur enn slagurinn fyrir greiðari samgöngum á höfuðborgarsvæðinu og um land allt. Miðflokkurinn berst áfram gegn borgarlínu og berst fyrir lagningu Sundabrautar.
Það má treysta því að Miðflokkurinn verður aldrei lítill í sér þó að aðrir hafi hátt. Miðflokkurinn stendur við sannfæringu sína og stendur með íslenskum almenningi.
Við tökum slaginn þegar þörf er á. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera."
Þarna eru ekki útgjaldatillögur á ferð.
Þurfa kjósendur ekki að að velta fyrir sér hvaðan þeir peningar koma sem á að kaupa þá með?
"Þegar fólk var spurt hvaða stjórnarsamstarf því hugnast best að afloknum kosningum kemur þó í ljós að stærstur hluti svarenda vill halda núverandi samstarfi áfram, eða 48,3 prósent.
Um 27 prósent vilja vinstristjórn með Flokki fólksins, Pírötum, Samfylkingu, Sósíalistum og Vinstri grænum en um 25 prósent vilja miðjustjórn með Framsóknarflokki, Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum.
Nánast allir sem ætla að kjósa Sjálfstæðisf lokkinn vilja halda samstarfinu áfram, eða 99 prósent. Framsóknarfólk er einnig ánægt með samstarfið, en 76 prósent vilja halda því áfram og mikill meirihluti VG vill það einnig, eða 64 prósent.
Heilbrigðismálin skiptu fólk langmestu máli þegar spurt var um málaflokka, en 72,2 prósent nefndu þau. Atvinnu- og efnahagsmál fá annað sætið og málefni aldraðra eru í þriðja sæti, örlítið ofar en náttúruverndarmál.
Evrópusambandsaðild skiptir mestu máli hjá 11,2 prósentum af þeim sem tóku afstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn er langstærstur í Norðvesturkjördæmi með 30 prósenta fylgi, Samfylkingin mælist stærst í Reykjavíkurkjördæmi suður, eins og Viðreisn, VG og Píratar. Framsóknarflokkurinn dansar við 20 prósenta línuna alls staðar nema í borginni."
"Þorkell Helgason, fyrrverandi prófessor í stærðfræði og ráðgjafi stjórnvalda um áratuga skeið, segir að eftir að f lokkum fjölgaði ráði kosningakerfið ekki lengur við að halda jöfnuði milli þingsæta og landsfylgis flokkanna.
Miðað við skoðanakannanir undanfarið séu líkur á að skekkjan haldi áfram og geti skipt máli þegar kemur að framtíð ríkisstjórnarinnar, því mjótt virðist á munum milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Einfaldasta leiðin til að ná jafnvægi á nýjan leik sé að fjölga jöfnunarsætum og fækka kjördæmissætum á móti.
Til kosninganna 1987 fékk Framsóknarflokkurinn gjarnan tvo, þrjá eða jafnvel fleiri þingmenn umfram það sem hann átti að fá en í þeim kosningum náðist loksins jöfnuður, en með herkjum. Til og með kosningunum árið 2009 hélst fullur jöfnuður milli flokka, segir Þorkell. Árið 2013 fékk Framsóknarflokkurinn einu þingsæti of mikið á kostnað Pírata og árið 2016 fékk Sjálfstæðisflokkurinn aukamann á kostnað Samfylkingar. Á yfirstandandi þingi hefur Framsóknarflokkurinn haft einum manni of mikið á kostnað Samfylkingar.
Síðan ég byrjaði í þessu fyrir fjörutíu árum síðan hef ég talað fyrir því að öll þingsæti yrðu jöfnunarsæti, segir Þorkell. Það þýði ekki endilega að landið yrði eitt kjördæmi. Það yrði hægt að útfæra þetta á ýmsan máta, til dæmis þannig að það myndi ekki reyna á jöfnunarákvæðið fyrr en þörf krefur. Kjördæmin fái að ráða eins og kostur er.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir svo:
Sjálfstæðisflokkurinn mun taka upp nýja þjónustutryggingu loforð um heilbrigðisþjónustu innan 90 daga. Fólk á að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, þegar hennar er þörf. Þjónustutryggingin styrkir heilbrigðiskerfið og byggir á samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks. Heilbrigðiskerfið er dýrmætt, burt með biðlistana.
Stöðugleiki og lágir skattar
Við lækkum skatta. Við sýnum ábyrgð í ríkisfjármálunum, varðveitum stöðugleikann og lágt va x t a st ig . Ö f lug t at v innu l í f þrífst best undir ríkisstjórn Sjálfstæðisf lokksins og fólk hefur það betra, nýsköpun heldur áfram að blómstra og f leiri störf verða til. Fjölflokka ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins er ávísun á ósjálf bæran ríkisbúskap, skattahækkanir og óábyrga skuldasöfnun.
Íslensk orka eða innflutt olía?
Rafbílavæðing íslenska bílaflotans er eftirtektarverð á heimsvísu og erum við sú þjóð sem stendur sig næstbest í raf bílavæðingunni. En betur má ef duga skal. Við ætlum að verða fyrst þjóða til að verða óháð olíu að fullu með því að nota græna orku á skipin okkar og f lugvélar. Fjölf lokka vinstristjórn án Sjálfstæðisflokksins mun ekki byggja upp nauðsynlega innviði til þess að svo megi verða. Við höfum skýra stefnu.
Land tækifæranna
Íslendingar hafa fulla ástæðu til bjartsýni eftir heimsfaraldurinn, sem kom harðar niður á okkur en löndunum í kringum okkur. At v innu leysi fer minnkandi, atvinnulíf ið er að ná vopnum sínum á ný. Skattar hafa lækkað, kaupmáttur vaxið. Útflutningur á hugviti hefur margfaldast. Á næsta kjörtímabili getum við tekið stór skref í loftslagsmálum með orkuskiptum, byggt upp velferðarkerfið okkar og fjárfest í fólki og hugmyndum. Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn að leiða þær breytingar."
Athyglisverður er sá munur sem er á málflutningi Bjarna og flestra hinna.Hann talar um lægri skatta en ekki aukna.
Þarf ekki kjósandinn að spá í hvaðan skattféið kemur?
Stöðva þarf auðsöfnun fárra!
Páll Vilhjálmsson bloggkóngur tekur eftir þessu:
"Það er nóg til er slagorð verkalýðshreyfingarinnar. Ósagt er, en látið í það skína, að þetta ,,nóg" þurfi bara að sækja með pólitík.
Jú, það er nóg til en það þarf að vinna fyrir því. Sá sem ætlar að sækja sér efnisleg gæði með pólitík seilist í raun í vasa annarra, - er vasaþjófur.
,,Stöðva þarf auðssöfnun fárra," er fyrirsögnin á viðtali við Loga formann Samfylkingar. Þetta þýðir ,,stöðva þarf mannlega náttúru." Það er í náttúru manna af safna sér auði. Ekki allra. Sumir eru þeirrar náttúru að eyða öllu sem þeir afla og helst líka eigum annarra. Yfirleitt eru það vinstrimenn sem eru vasaþjófarnir.
Í loka fréttarinnar segir Logi: ,,Það er enginn hvati í kerfinu, það er enginn hvati fyrir öryrki að vinna 20-30% vinnu, af því að hann hefur ekkert upp úr því."
Einmitt. Þeir sem venjast ölmusu nenna ekki að dýfa hendi í kalt vatn. Þeir vilja fá sinn hlut á þurru. Vinstripólitík er búin til og hönnuð til að réttlæta þá öfgahyggju að lifa á annarra manna framfæri. ,,Vertu aumingi,við munum sjá fyrir þér," er ósagt kosningaloforð vinstrimanna. Þess vegna höfum við 7 vinstriflokka en aðeins tvo borgaraleg stjórnmálaöfl sem má kenna við sjálfsbjörg."
Mikil landsfrelsun yrði af þvi ef Miðflokkkurinn og Framsóknarflokkurinn sem eru í raun upprunalega eineggja tvíburar nema fyrir persónulega fýlu tveggja einstaklinga myndu sameinast. Mikil blessun yrði af því fyrir þjóðina.
Er ekki ágætt að eiga sér minnispunkta í kosningum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:25 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Svo sem ágætt að rafvæða bílana með innlendri orku, hljómar ekkert galið
en
ertu ekki enn búinn að átta þig á því, kæri Halldór, af hverju Bjarni, sem og öll flokksforysta Sjálfstæðisflokksins, samþykkti ESB markaðsvæðingu orkuauðlindanna?
Til þess að leggja sæstreng til ESB/Bretlands og ná hér fákeppniseinokun og okra á landslýð.
Varla erum við fæddir í gær?
Þekkjum við ekki þessa sögu Engeyinga og viðloðandi okrara, í gegnum tíðina?
Kæri Halldór, vörumst slysin. Brennum okkur ekki enn og aftur á þeim sem sviku fullveldið í Orkupakkamálinu. Nú bíður sá fjórði.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.9.2021 kl. 10:54
Nei Símaon Pétur, Bjarni er ekki vísvitandi lygari. Biggi Ármanns blekkti allan þingflokkinn til fylgis við orkupakkann. ÉG helda að Bjarni ætli ekkert endilega að leggja sæstreng ef kostur er á öðru. En vilt þú ekki sjálfur selja rafmagn á sem hæstu verði sjálfur eða ráða einhver prínsíp hjá þér Símon Pétur?
Halldór Jónsson, 17.9.2021 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.