Leita í fréttum mbl.is

Gratúlerum Gunnari Smára

Í Viðskiptablaðinu var eftirfarandi klausa:

"Egill Helgason er einn af mörgum sem hafa látið Gunnar Smára heyra það að undanförnu. „Þér tókst að ganga frá rekstri fjölmiðla sem voru nú allavegana með stórfé, eftir að hafa verið innan um svívirðilegustu kapítalista sem Ísland hefur alið og þjónað þeim. Það er einfaldlega staðreynd. Nú ertu annar maður – jú, sjáum hvað það endist. Mér finnst þetta aðallega hálf spaugilegt.

Hins vegar er fólk þarna í sósíalistaframboðinu sem mér sýnist vera ágætlega marktækt, hugsjónafólk, sem er ekki bara að elta síðustu hugdettu sína. Það er ekkert sérlega marktækt þegar þú ert sífellt að lesa yfir hausamótunum á öðrum með þessum yfirgengilega besserwisserahætti. Smá auðmýkt gæti hjálpað.“

Það er ekkert smá afrek hjá einum manni með fortíð eins og Gunnar Smári, að stofna flokk, bjóða fram lista og ná í 120 milljónir úr ríkissjóði.

Gunnar lýsir því yfir að hann muni nota þetta í útgáfustarfsemi eftir tilteknum nótum.

Enn stendur í Viðskiptablaðinu:

"Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Einar Þorsteinsson komu Óðni nokkuð á óvart á föstudagskvöld í kappræðum leiðtoganna í borginni með ákveðnum spurningum sem kjósendur vildu heyra svörin við.

Ein spurning Einars fór illa í Gunnar Smára þegar hann spurði hvort kjósendur framboðsins gætu treyst Gunnari Smára, formanni flokksins, þar sem hann hefði oftar en einu sinni „skilið launafólk eftir kauplaust“.

Gunnar Smári sagði Einar drullusokk og hann hefði viljað fara í kosningabaráttu gegn sér."

Sú spurning kann að vakna hjá fólki hver verður með með framkvæmdastjórn fjármála framboðsins?

Verður það Gunnar Smári einn eða munu frambjóðendur koma að því líka?

Þá gætu nú aurarnir farið að ódrýgjast hjá einhverjum því ekki eru nú allir öreigar þekktir að aðhaldi og ráðdeild utan klæðaburðar.

En þetta leika ekki margir eftir. En það er ástæða til að gratúlera Gunnari Smára með árangurinn sem Talna Bensi má öfunda hann af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband