Leita í fréttum mbl.is

Þjóðin sá til lands

þrátt fyrir gjörningaþokur alviturra stjórnmálasölumanna.

Nokkrir Evruspekingar undir hugmyndafræðilegri forystu alþjóðlega vitringsins Ola Bieltvedt og við undirleik Þorgerðar Katrínar, Loga Más og Þorsteins Pálssonar reyndu sitt besta að halda fram ágæti fullveldisendaloka Íslands með inngöngu í ESB, upptöku Evru og þjónustu í Evrópuher Macrons.

Landssöluflokkarnir Viðreisn, Samfylking og Píratar náðu rétt rúmum fjórðungi atkvæða þannig að greinilegt er að kjósendur sáu í gegn um gjörningaþokur þessa fólks auk 4% heimskubullsins í Gunnari Smára sem heppnaðist þó fjáröflunin sín uppá 120 milljónir.

Óráðshjal Þorgerðar Katrínar um gengismálin og sjávarútvegsmálin var þó það sem komst næst Gunnar Smára að  vera það heimskulegasta sem fram kom í allri kosningabaráttunni og þó víðar væri leitað. Hún reyndi að færa rök fyrir því að uppboð á veiðiheimildum til 25 ára væri betra en núverandi leigukerfi.Logi Már í Samfylkingunni féll í skuggann fyrir delluflaumnum frá frúnni sem skilur hvorki upp né niður í hagfræði þessa heims. 

Fáir bentu samt á í andmælum  að veiðileyfagjaldið væri í höndum, þjóðarinnar og lagt á að bestu manna yfirsýn, auðvelt og auðskilið.Og að veiðiheimildirnar gengu þegar kaupum og sölum.

Myndi annað fyrirkomulag tryggja að byggð yrðu ný og dýr veiðiskip? Myndi breiðari eignaraðild útgerðarfélaga ekki verða æskilegri kostur til framtíðar?  

Varðandi Evrutenginguna sá Seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson sig knúinn til eftirtalinnar fréttar:

"Seðlabankastjórinn telur ómögulegt fyrir bankann að halda fastgengi við evru, en til að það gangi upp, þyrfti m.a. að beita öllum gjaldeyrisforðanum til að viðhalda því.  Auk þess yrði ríkisstjórnin ávallt að taka mið af jafnvægi gengisins í fjárlögum, og samkomulag þyrfti að ríkja við verkalýðsfélög um launahækkanir.  Að þessum skilyrðum uppfylltum væri þó enn ekki hægt að treysta á, að fastgengið myndi ganga eftir, þar sem aðrir óvissuþættir væru enn til staðar."

Þetta eru staðreyndir sem blasa við flestu meðalsnotru fólki um kosti krónuhagkerfisins sem lætur landsmenn njóta ávaxtanna hverju sinni ef þeir haga sér skynsamlega en greiða annars allir sameiginlega í erfiðleikum. Enda íslenskt hagkerfi yfirleitt í öðrum fasa en ástand efnahagsmála í Evrópubandalaginu.

Evrópudellan hefur því vikið frá um stund að minnsta kosti enda brennur það hús sem aldrei fyrr.

Á Íslandi eru því góðar horfur á stöðugleika til næstu framtíðar þar sem þjóðin sá til lands í gjörningaþokunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband