Leita í fréttum mbl.is

Vegið að vistkerfum?

"Tveir áhugamenn um náttúruvernd og fyrrverandi forystumenn Landgræðslu Íslands, Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds, birtu grein í Morgunblaðinu þriðjudaginn 28. september og veltu fyrir sér hvort ekki væri löngu tímabært að stöðva gróðursetningu stafafuru hér á landi. Undarlega þversögn felist í því, við upphaf áratugar um endurheimt vistkerfa, að í drögum að landsáætlun í skógrækt, sem enn er á vinnslustigi, sé áhersla lögð á ræktun framandi tegunda eins og stafafuru og þar með boðuð „stórfelld röskun á vistkerfum Íslands“ eins og þeir orða það"."

Svo tekur Björn Bjarnason upp skrif tveggja merkismanna um landgræðslu.

Í barnaskóla var  mér kennt að í Tjörneslögum fyndust merki þess að eitt sinn hefðu á Íslandi vaxið pálmatré og annar suðrænn gróður..Loftslag væri nú anað en þá án þess að mér væri sagt hversvegna. Nú vita þær Katrín Jakobsdóttir og einhver Gréta Thunberg allt um það.

En hvernig á gróðurfar Íslands að vera?

Á það að vera bara urð og grjót og uppí mót?

Eða viljum við hafa það gróið og grænt og þar í menningu sem vex í lundi nýrra skóga?Hafa hér blómlegan landbúnað og ræktað land eða úthaga? 

Viljum við heldur hafa gömlu klungrin æsku minnar  í  kring um Reykjavík eða lúpínubreiðurnar og skógarlundina sem  þar eru núna?

Lúpínan er innflutt frá Alaska.Sitkagrenið líka. Einu sinni hugleiddu góðir Íslendingar að þeir ættu að flytja þangað. Þeir hefðu verið þar þá í svipaðri landnámsstöðu  og stafafuran, lúpínan og Sitka-grenið eru nú á Íslandi.

Var ekki Ísland meira gróið við landnám heldur en nú er?

Hvort er meira keppikefli gróið land og skjólgott eða víðerni þar sem ekkert vex vegna veðurálags?

Hverju má ekki raska?

Hvað vistkerfi viljum við?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Finnlandi hefur þú hvergi útsýni yfir landslag vegna þéttra skóga.  

Ég þekki vel til aldraðrar finnskrar konu sem hefur búið á Íslandi meiri hluta ævi sinnar. Hún er mjög andsnúin skógrækt hér á landi.

Hún hrífst af Íslandi vegna þess útsýnis sem hún hefur fyrir augum alla daga. Engin tré skyggja á þá sýn hennar enn sem komið er.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.10.2021 kl. 18:39

2 identicon

Sæll Halldór,

"Nú vita þær Katrín Jakobsdóttir og einhver Gréta Thunberg allt um það."

Já, nú og ætli hún Katrín Jakobsdóttir hafi ekki einhverja stjórnendur, svona rétt eins og Gréta Thunberg með allt sitt fjármálaveldi og stjórnendur, eins og t.d. hana Luisa-Marie Neubauer Rothschild í þessu leikriti. Er okkar líka einhliða og ritstýrða RÚV- drasl hérna vill ekki minnast á einu orði. 
KV.

1prophetspeaks7: Greta Thunberg's Rothschild handler

Greta Thunberg - A Rothschild Pawn -
George Soros is backing 'climate activist' Greta Thunberg - Europe Reloaded
  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.10.2021 kl. 23:52

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já að sögn Sveins er Stafafura ágeng með afbrigðum og er áberandi við Staðarfjall i Suðursveit,þar sem hún sáir sér sjálf -sjalfsánun og þekur nú meira en 100 hektara lands.                                                                                         Hún sáir sér upp í fjallshlíðar og niður á áraura. Þeim Andrési er líkt og flest okkar umhugað um vistkerfi landsins og lífríki.Var ekki börnum kennt að landið hafi verið skógi vaxið frá fjöru til fjalla og nú ætla stjórnvöld að gera gangskör að því að klæða landið birkiskógum(sem flestum hugnast)og einnig Sitkagreni og Stafafuru,sem greinarhöfundar eru alveg á móti,erum við ekki mótfallin því einnig. Okkur er sagt að landið hafi verið skógi vaxið frá fjöru til fjalla.-Voru það kannski þessi ilræmdu Fura og greni? Það hlýtur að hafa verið rannsakað í fornuppgreftri og öðrum mælingum.Einn fjölskyldumeðlimur vill ekki hafa ösp í sinni lóð,er þetta grasisti eller va? 

Helga Kristjánsdóttir, 3.10.2021 kl. 01:18

4 identicon


Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.10.2021 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband