Leita í fréttum mbl.is

Uppboð veiðiheimilda Viðreisnar

á að valda straumhvörfum í réttlætinu?

Hvernig myndi þetta virka?

Tökum dæmi:

Samherji er nýbúinn að byggja Vilhelm Þorsteinsson fyrir milljarða.Útgerð skipsins byggist á því að veiða fisk, hérlendis og erlendis.

Segjum að skipið missi stærstan hluta af innlendum heimildum sínum á uppboði. Það má þá hugsanlega náðarsamlegast kaupa þær þær til baka með einni greiðslu en eignast þær þá til 25 ára.

Hver verður greiðslan á uppboðinu?

Útgerð á Spáni býður líka í heimildina vegna EES.

Hvað býður hún?

25 ára aðgangur að veiðum við Ísland, hvers virði er slíkt fyrir Spánverjann?

Hvor býður betur?

Getur Þorgerður Katrín spáð fyrir um þetta? Fær Ísland betra verð með þessum hætti heldur en að Alþingi ákveði upphæð veiðigjaldsins sem leggja má á Samherja núna strax?

Án þess að fá Spánverja inn í lögsöguna? 

Er ekki grundvallarspurningin hversu mikið Samherji á að greiða í veiðigjald á næsta ári?

Hvað sé markaðsvirðið?

Og að fyrirtækið geri út skip sín án þess að tapa?

Pantar Samherji fyrr nýtt skip með þessum hætti?

Hvaðan kemur Þorgerði Katrínu og Viðreisn öll þessi útgerðarspeki veiðiheimilda? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þú gleymir að Spánverjar mundu fá mjög rausnarlegan styrk frá ESB til að kaupa þennan kvóta sbr.  

European Maritime and Fisheries Fund (EMFF), is specifically tailored to Europe's seas and coasts. Its EUR 6.4 billion budget 

Grímur Kjartansson, 3.10.2021 kl. 12:45

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Þetta er kommúnistapælingar, það er enginn munur á þjófnaði undir merkjum eignaupptöku, og þjófnaði undir merkjum ofurskattlagningu.

Eina vona þjóðarinnar um mannsæmandi lífskjör er vel rekin fyrirtæki í sjávarútvegi sem skila hagnaði.

Við sem þjóð getum gert kröfur um samfélagslega hegðun, innan skynsamlegra marka, við getum gert kröfum um dreifða eignardreifingu, innan skynsamlegra marka.

En við sem þjóð getum ekki gert kröfu um góð lífskjör, og á sama tíma gert þeim fyrirtækjum sem eiga að tryggja þau lífskjör, ókleyft að starfa og fjárfesta vegna sífelldrar óvissu, upphlaupa sem drifin eru áfram af öfundsýki annars vegar, og hatrammrar valdabaráttu hins vegar, þar sem síárásir á sjávarútveginn eru tæki sem eiga að tryggja ákveðnum flokkum og fólki völd yfir stjórn landsins.

Íslenskur sjávarútvegur skaffar, hann tryggir atvinnu innanlands, hann er líklegast eini sjávarútvegurinn í alþjóðlegu samkeppnisumhverf sem nýtur sér ekki láglaunavinnuafl glóbalsins, og þið nýkommarnir getið ekki látið hann í friði.

Hvað er eiginlega að ykkur??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2021 kl. 13:36

3 identicon

Eftir sem áður þá væri Spænskum útgerðum óheimilt að veiða innan lögsögunnar. Hvers vegna þeir ættu að vilja kaupa á hæsta verði kvóta sem þeir geta ekki veitt er vandséð öðrum en þér Halldór.

Vagn (IP-tala skráð) 3.10.2021 kl. 14:21

4 Smámynd: Halldór Jónsson

If there is a will there is a way.

Erum við bara í EES þegar krötunum hentar? Mismunun er ekki lögleg og yrði ekki látin óátalin í þessu tilviki

Halldór Jónsson, 3.10.2021 kl. 15:53

5 identicon

Halldór. Stórlaxar eins og Ratcliff myndu kaupa á uppboðsverði, og Guð veit hvert það uppboðsverð yrði. Eingreiðsla, sem ekki verður notuð nema einu sinni. Þ.e.a.s. einu sinni hver króna. Hef nú ekkert vit á þessu en datt þetta bara í hug.

Veitir okkur nokkuð af þessum sjávarútvegi í Cóvinu, þótt hann sé nú að því er virðist mjög misskiptur, eins og margt fleira hér á landi?

Á ekki bara næst að setja allt Ísland á uppboð, því þá yrðum við öll svo tímabundið rík, eða þannig?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2021 kl. 16:10

6 identicon

Þessi meinta mismunun er í EES samningnum og hefur verið látin óátalin síðan hann var undirritaður. Og jafnvel þó við gengjum í Evrópusambandið þá eru hér engir sameiginlegir fiskistofnar sem Spánverjar hafa verið að veiða úr og því eiga þeir engan rétt til að veiða innan lögsögunnar samkvæmt Evrópusambandsreglum, mismununin þín er því einnig fyrir hendi í ESB reglunum. Nema e.t.v. Makrílinn, hann gætu þeir mögulega fengið að veiða fjær Spáni en önnur mið sem hann gengur á og Spánverjar hafa aðgang að og á þeim árstíma sem hann er verðlítill. "Förum lengra en við þurfum og eyðum Makrílkvótanum í veiðar meðan verð eru lág" er bara eitthvað sem þér, Halldór, finnst gáfulegt og hræðir þig.

Vagn (IP-tala skráð) 3.10.2021 kl. 18:40

7 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það er rangt, sem haldið er fram (t.d. af Viðreisn og Sf), að uppboðsverð endurspegli "markaðsverð".  Útgerð, sem misst hefur hluta af aflahlutdeild sinni við "þjóðnýtingu", mun til skamms tíma sjá sér hag í því að bjóða verð, sem gerir henni kleift að fiska upp í breytilegan kostnað útgerðar og eitthvað upp í fastan kostnað, en hún fær ekki tekjur til að standa undir öllum sínum kostnaði, og þess vegna er þessi útgerð ósjálfbær upp á þessi býti.  Þetta er væntanlega skýringin á því, að þar sem þetta fyrirkomulag hefur verið reynt í nokkur ár (Eistland, Rússland) hefur gjaldþrotum í útgerð fjölgað mjög.  Vegna slæmrar reynslu held ég, að þetta kerfi hafi verið afnumið, þar sem það hefur verið reynt.  Í Færeyjum var það ekki lengi við lýði.  

Bjarni Jónsson, 4.10.2021 kl. 10:07

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hversvegna að flækja þetta?
Aflaheimildir boðnar upp til árs í senn og uppboðin tvö eða þrjú í hverjum mánuði.

Boðið upp viðráðanelgt magn í hverju númeri svo smáir sem stórir hafi sömu möguleika.

Árni Gunnarsson, 4.10.2021 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband