Leita í fréttum mbl.is

Athyglisverð nákvæmni

í málflutningi þingmanns Samfylkingarinnar.

Annarsvegar segir Kristrún Frostadóttir:(Birt þannig í Staksteinum Mbl)

"Fyrir kosningar var fjallað um þann hluta af starfskjörum Kristrúnar Frostadóttur, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, sem laut að viðskiptum með hlutabréf.

Kristrún tók þessu vægast sagt illa og veittist að þeim fjölmiðlum sem um málið fjölluðu. Um ávinning sinn af þessu sagði hún: „Ég fékk ekki 1 kr. í kaupaukagreiðslu frá Kviku og borgaði fyrir mína eigin fjárfestingu í félaginu, takk fyrir mig.“

kristrún mjöllfrostadóttir

--- Þessar upplýsingar voru bersýnilega ófullnægjandi og formaður Samfylkingarinnar sagði að Kristrún mundi svara spurningum um þetta. Hún sagði hins vegar í svari sínu að hún mundi ekki tjá sig um persónuleg viðskipti sem hún hefði átt í áður en hún hóf þátttöku í stjórnmálum.

--- Þar við sat þangað til í gær þegar hún upplýsti að hún hefði sem bankastarfsmaður keypt bréf fyrir 3 milljónir króna sem hún hefði getað selt í þrennu lagi.

Fyrst hafi hún selt með 8 milljóna ávinningi eftir skatta, næst hafi ávinningurinn verið 30 milljónir eftir skatta

Sannleikurinn gjörir yður frjálsa

og verðmæti þess sem sé eftir séu 45 milljónir eftir skatta. Samtals er þetta þá hagnaður eftir skatta upp á rúmar 80 milljónir fyrir 3 milljóna fjárfestingu.

--- Kristrún segir ekkert hafa verið athugavert við þessa fjárfestingu og því hefur svo sem ekki verið haldið fram að svo sé. Hún segist aðeins hafa dottið í lukkupottinn. Það má til sanns vegar færa.

En hefði ekki verið rétt að segja kjósendum frá því í stað þess að afvegaleiða þá og segjast ekki hafa fengið „1 kr. í kaupaukagreiðslu“?

Eða skiptir máli hvaða stjórnmálaflokkur á í hlut þegar nákvæmlega er farið með tölur?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Kristrún fór með himinskautum í byrjun og tókst að fanga athygli með yfirlýsingum um "sértækar aðgerðir" í stað almennra en þegar þær sértæku reyndust bara loft úr óæðri enda þá firrtist hún við og hreytti frá sér hrokafullum svörum um að það gæti hvað bjáni sem er breytt 3 milljónum af vassapeningum í 100 M fyrir skatt.

Grímur Kjartansson, 4.10.2021 kl. 16:35

2 identicon

Þarna er ég bara fullkomnlega sammála þér, hún skaut sig í fótinn með því að gefa þessar upplýsingar ekki bara í kosningabaráttunni.

emil (IP-tala skráð) 4.10.2021 kl. 17:22

3 identicon

Kaupréttarákvæði í samningum við starfsmenn eru alla jafnan með þeim hætti að starfsmanni býðst að kaupa bréf á ákveðnum tíma í framtíðinni á ákveðnu verði, óháð markaðsvirði þeirra á kaupdegi. Þetta eru því áhættulaus viðskipti og eiga ekkert skylt við fjárfestingu enda sru þessi viðskipti gerð upp samdægurs, þ.e. kaup bréfa á vildarkjödum og sala á markaðvirði.

Það að sala má eingöngu fara fram á ákveðnum tímapunkti segir allt sem segja þarf, engin fjárfestir kaupir  bréf á markaðsvirði með þeirri kvöð að meiga bara selja á ákveðinni dagsetningu í framtíðinni.

Bjarni (IP-tala skráð) 4.10.2021 kl. 18:33

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Fólk þarf að geta treyst mér lagði Kristrún Mjöll Ftostadóttir mikla áherslu á í viðtali við Egil Helgasons í Silfrinu. Hún kom þar fram engilfríð og fljúgandi mælsk.Hún útskýrði mál sitt í smáatriðum þannig að allir geta skilið að það væri ekkert að því að græða peninga sem það er, jafnvel græða á daginn og grilla á kvöldin eins og upparnir kalla það.Menn borguðu skatta jafnvel af þessu, líklega fjármagnstekjujskatt sem er ekki eins þungbær og útsvarið á launafólkinu.

En Kristrún er auðvitað ekki uppi heldur fulltrúi lítilmagnanna og hugsar um þá sem hafa  það skítt. Hún var svo sannfærandi að öllum hlýtur að vera ljóst að hún er gegnheiðarleg manneskja og segir aldrei ósatt. Hún var bara ekki búin að læra nóg um að þingmenn mega ekki eiga neinar beinagrindur inn í klæðaskápum og það hlýtur að eldast af henni.

Aðalatriði var að þessi viðskipti hennar komu pólitíkinni og vanstjórninni í landsmálunum ekkert við og eru allt annar hlutur.

Þó að hún hafi sagst ekki hafa grætt eina krónu á bankanum þá er það auðvitað aukaatriði hjá pólitíkinni, og illsku íhaldsins og einkagróðanum hjá mönnum í Sjálfstæðisflokknum. Hún er hvítskúraður engill bæði ínnan sem utan og undir hennar forystu getum við Íslendingar siglt þöndum seglum inn í ESB og Evrópuherinn.

Fólk verður að geta treyst þingmanninum sínum og auðvitað gerum við það ávallt hér eftir og vitam að Kristrún Mjöll segir aldrei neitt sem ekki stenst og Samfylkingarfólk þarf auðvitað peninga til að lifa einsog Ólína Þorvarðar sem fékk milljónatugi fyrir að fá ekki embætti vegna persónulegra hæfileika.

Fólk sem getur talað svona hratt og mikið á stuttum tíma og er svona frítt í framan  og hlýtur að vita hvað það er að segja þegar það segist ekki hafa grætt eina krónu. Það meinar  hugsanlega heldur ekki eina krónu heldur margar, kannski allt að  80 milljónir af slíkum sem allir sjá að er ekki sami hluturinn.

Mikið er gott að Ólína er heldur ekki blönk svo við verðum bara að ahafa áhyggjur af efnhag formannsins sem virðist ekki eiga mörg slifsi.En hann er víst duglegur teiknari og reddar sér einhvernveginn eins og Gunnar Smári og fleiri alþýðuhetjur eins og Kristrún Frostgadóttir

Halldór Jónsson, 4.10.2021 kl. 18:37

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sumir jafnaðarmenn eru jafnari en aðrir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.10.2021 kl. 19:20

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Kristrún vakti fyrst athygli á sér fyrir að heimta "sértækar" aðgerðir í stuðningsaðgerðum í stað almennra vegna Covid. Vandamálið var að ENGINN spurði hvort þessar sértæku væru þá bara fyrir fáa útvalda svo hún hélt að enginn mundi nokkurn tímann spyrja út í hennar lóttóvinning.

Grímur Kjartansson, 4.10.2021 kl. 19:58

7 identicon

:D

Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 4.10.2021 kl. 20:03

8 identicon

Frábær pistill Halldór ...og sannur!

Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 4.10.2021 kl. 20:04

9 identicon

Sæll Halldór.

Kristrún - Kristrúnar.

Er þetta ekki málið?!

Í fyrra tilviki kvenmannsnafn en í síðara karlmannsnafn.

Kristrúnar uppfyllir öll skilyrði mannanafnanefndar,
þeirra fyrri jafn sem síðari.

Húsari. (IP-tala skráð) 4.10.2021 kl. 20:06

10 identicon

Þetta var nú meira drottningarviðtalið sem Kristrún Frostadóttir pantaði hjá Agli Helgasyni hjá Samfylkingar-RÚV fyrir 9,9% þjóðarinnar.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2021 kl. 21:14

11 identicon

Halldór. Það var víst pólitískt reynsluleysi og barnaskapur af lottó-Kristrúnu Frostadóttur, að skilja ekki að aðför að öllum sem taka þátt í pólitík, er regla en ekki undantekning frá reglunni. Henni fyrirgefst reynsluleysið á því sviði.

Ekki gengur öllum jafn vel að setja sig í spor annarra. Það er mannlegt, að geta ekki sett sig í spor annarra. Þar þurfa allir að taka sig á, og skrá sig helst á námskeið í slíkri annarra setninga-spora vinnu.

Ég, þú, og allir aðrir þurfa að læra að setja sig í spor annarra. Það krefst mikillar og raunverulegrar innlifunar og íhugunar, og ekki síst umræðu. Enginn er fullkominn, en allir geta gert sitt besta til að bæta sjálfa sig og aðra. Það er mikið lærdómsverk, sem krefst gagnkvæms skilnings.

Ég er afskaplega gölluð og ófullkomin manneskja. Og það hefur kennt mér mikið. Sem ég hefði ekki lært í þessu jarðlífi, ef ég væri lítið sem ekkert gölluð. Þannig er nú það.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2021 kl. 21:28

12 identicon

Þið eru hrædd svín, hræddir við konu sem veit hvað hún er að gera

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 5.10.2021 kl. 02:36

13 identicon

Sæll Halldór.

Það er ekki í fyrsta skipti sem öllu máli
skiptir um viðtökur á einstökum sviðum hvort viðkomandi er
karl eða kona.

Þarf ekki annað en að líta á tónslistarsöguna!

Alla 18 öld og langt og frameftir 20. öld
var Clara Schumann eina konan sem samdi klassíska tónlist
og rakaði inn meiri tekjum á einu tónleikaferðalagi en
eiginmaðurinn, Robert Schumann, gerði fyrir tónsmíðar
á heilu ári. Tónleikahald hennar og afrakstur þess rann í vasa
eiginmannsins, - eins og um flest ef ekki allt var hvað viðkom
konum á þessu tímabili og reyndar fyrr.
Enda gátu menn skýlt sér bak varnaðarorðum Biblíunnar
um berendi og hvílík hætta stafaði af því ef það fengi nokkuð ráðið í krafti efna sinna.

Robert Schumann geggjaðist, - Guði sé lof! - og
Clara gat stundað fræði sín.

Þannig ætti það að vera um konur almennt þó karlsauðirnir
verði nú ekki allir geggjaðir!

Húsari. (IP-tala skráð) 5.10.2021 kl. 10:31

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Kristrún braut engin lög. Hún gerði ekkert rangt. Hún var starfsmaður á frjálsum markaði og gerði samning sem hún og atvinnurekandi hennar voru sammála um.

Og hún uppskar mjög vel.

Hún hefði einfaldlega átt að segja allt þetta og standa á tveimur fótum. Það gerði hún hins vegar ekki, enda í kosningabaráttu að boða aukaskatt á 200 milljónir á meðan hún sjálf vissi af um 100 milljónum í hennar nafni. Það er hræsni.

Geir Ágústsson, 5.10.2021 kl. 18:58

15 identicon

Sæll Halldór,

Ég er á því að hún og Samfylkingin (eða öllu heldur samspillingin) ásamt Vinstri grænum (Vg) ættu að biðjast fyrirgefningar á því, að hafa staðið fyrir því að koma á þessum skerðingum á öryrkja (í júní 2009).

Nú og svo er ég á því að
samspillingin (S) ásamt Vinstri grænum (Vg) ættu að biðjast fyrirgefningar á því, að hafa komið á þessari gjaldborg yfir heimilin (og EKKI skjaldborg yfir heimilin), eða þar sem að yfir 10 þúsund fjölskyldur voru bornar út.

Eins og segir þá hefur samspillingin (S) ásamt Vinstri grænum (Vg) aldrei beðist fyrirgefningar eða hvað þá afsökunar á þessu öllu saman.
Skjaldborg var hins vegar sett yfir Sjóvá og SpKef, því að þessi samspillingin (S) stendur meira fyrir fyrirtækjaisma (e. corporatism), heldur en góðvild og réttlæti.
Ef þessir einhliða og ritstýrðu fjölmiðlar væru ekki hér á landi, þá væri samspillingin (S) með ekkert fylgi eða allt af því horfin.
KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.10.2021 kl. 22:37

16 Smámynd: Halldór Jónsson

Við kannski fyrirgefum henni og styðjum hana á braut sannleikans

Halldór Jónsson, 6.10.2021 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband