Leita í fréttum mbl.is

Bragð er að

þá barnið finnur.

Aðalheiður Ámundadóttir hefur stundum vakið áhuga minn vegna greindarlegra skrifa hennar um ýmis mál.

Nú í dag sýnir  hún að jafnvel vinstra fólki úr Evrópusambandsgeiranum er ekki alls varnað þó að stundum efist maður.

Hún skrifar nefnilega eftirfarandi í málgagn þeirra fullveldiskaupmanna:

"Það er lýðræðið innan Sjálfstæðisflokksins sem hefur tryggt honum þá sterku stöðu sem hann nýtur þrátt fyrir allt, umfram aðra stjórnmálaflokka.

Flokkurinn rúmar fólk með ólíkar skoðanir á hægrivængnum. Þingflokkur, borgarstjórnarflokkur og fulltrúar flokksins víða um land endurspegla, allavega að einhverju leyti, þessa breidd. Kjósendur sem vilja umfram allt að landinu sé stýrt af öðrum en Sjálfstæðisflokknum eru á flæðiskeri staddir.

Mörg þeirra hafa frá upphafi vitað að flokkurinn sem þau veðja á í kjörklefanum muni líklega ekki setjast í ríkisstjórn. Það er ömurlegt. Það er ömurlegt að jafnhátt hlutfall og raun ber vitni hafi engan annan kost en að kjósa stjórnarandstöðu næstu fjögur ár.

Öllum ber saman um að óvenjumargir kjósendur hafi verið óákveðnir í nýafstöðnum kosningum og hafi ekki gert endanlega upp hug sinn fyrr en í kjörklefanum. Gallup hefur unnið um þetta kannanir síðustu ár, sem renna stoðum undir þá kenningu að kjósendur séu ekki fastir í flokksförum eins og áður.

Árið 2007 höfðu 57 prósent ákveðið sig meira en mánuði fyrir kosningar. Í kosningunum 2016 og 2017 var þessi tala komin niður í 31 prósent. Skýrendur hafa ekki litið þetta neikvæðum augum, heldur talið breytinguna til marks um að fólk sé ekki lengur fast í viðjum fjórflokksins.

En er víst að kjósendur fagni þeirri stöðu að geta valið á milli þess að kjósa ríkisstjórn sem þeir eru óánægðir með, eða stjórnarandstöðu sem ræður engu?

Af hverju getur Samfylkingin til dæmis, sem er elst flokkanna á átta til tíu prósenta rófinu, ekki opnað faðminn og rúmað skipulögð félög fátækra jafnaðarmanna, menntaðra jafnaðarmanna, femínista, róttækra femínista, Evrópusinna, umhverfissinna, félagshyggjubænda og önnur félög um hver þau málefni sem andstæðingum Sjálfstæðisflokksins eru hugleikin?

Flokkur innbyrðis ólíkra félaga þarf vissulega öflugt innra lýðræði en það er langt í frá neikvætt að gefa lýðræðinu rými í grasrótinni. Misskilningurinn er að trúa því að fleiri félagar og ólíkar skoðanir hefti flokka og kjörna fulltrúa þeirra.

Því það skilar þrátt fyrir allt meiri árangri á endanum að sætta sig við að þola ekki suma af sínum eigin flokksfélögum en að hatast við Sjálfstæðisflokkinn og geta ekkert gert í því."

Aðalheiður kýs að leiða hjá sér í pistlinum grunnatriðið. En það er forsjárhyggjan sem einkennir allt daglegt líf þeirra sem hatast við Sjálfstæðisflokkinn aðeins vegna hatursins sjálfs.Fylgismennirnir vilja ekki að fólkið sé að skipta sér af hvaða stefna skuli höfð uppi. Hún skal ákveðin af forystufólki sem hefur meira vit á hverju máli en sauðsvartur almúginn. 

Hún gerir sér hinsvegar ljóst hvert vandamálið sé. Hún sér að félagshyggjuflokkar opna ekki faðminn móti skoðunum flokksmanna.Sjálfstæðisflokkurinn sættir sig við að menn gangi úr flokknum þegar þeim ofbjóða skoðanir meirihlutans. Neita að viðurkenna lýðræðið í fundarályktunum. Fara jafnvel og stofna annan flokk frekar en að berjast fyrir sínum skoðunum til enda.

Í jafnaðarmannaflokkum er slíkt ekki mögulegt af því að menn eru svo svo jafnir að annað er óhugsandi.

Aðalheiður ætti að reyna að setja sig í spor algengs sjálfstæðismanns sem fær ekki sínu framgengt. Það er nefnilega oft bragð að því sem barnið finnur þó síðar verði ef maður gefst ekki upp og gengur út.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki alls varnað.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.10.2021 kl. 15:23

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er kallað að gera hosur Vidreisnar grænar fyrir Sjálfstæðisflokknum. 

Ragnhildur Kolka, 6.10.2021 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband