Leita í fréttum mbl.is

Hugsjónamaður

er Líf Magneudóttir sannarlega.

Hún virkilega trúir á málstað Borgarlínunnar.  Að fólkið bíði eftir því að komast um borð í miðlæga vagnana frekar en að fá mislæg gatnamót og greiðari akreinar fyrir einkabílinn sem enginn vill nema vegna misskilnings.

Hún skrifar hugvekju í málgagn ESB á Íslandi i dag. Þar lýsir hún hvernig nýtt allsherjarráðuneyti samgöngumála muni breyta öllu á landinu þegar kemur að því að fara á milli staða.Fólk muni frelsast frá einkabílnum en þyrpast í Borgarlínur um leið og þær birtast.

"Þegar við stöndum frammi fyrir vandamálum sem flækja líf okkar reynum við auðvitað fyrst og fremst að leysa þau. Við sem höfum eytt dýrmætum tíma norpandi á stoppistöðvum, föst í umferðinni og á þeytingi á háannatímum, vitum að þessu ástandi verður ekki unað til framtíðar. Umferðarhnútinn verður að leysa!

Sem betur fer er Borgarlínan komin á fleygiferð með þéttari byggð og betra skipulagi. Sífellt fleiri sjá að kerfi sem byggir á öflugum, tíðum og hraðvirkum hágæða almenningssamgöngum í sérrými er sú lausn sem við eigum að reiða okkur á frekar en fleiri mislæg gatnamót og akvegi.

Það var því sérlega ánægjulegt að þverpólitísk samstaða hafi náðst um þetta mikla hagsmunamál íbúa höfuðborgarsvæðisins og að fyrsti áfangi Borgarlínunnar færist af teikniborðinu og til framkvæmdar eftir áramót. En hvert ætti næsta stóra verkefni ríkisins og höfuðborgarinnar að vera?

Að mínu mati ætti næsta stóra samvinnuverkefni okkar að vera róttækar breytingar á fyrirkomulagi samgöngumála á Íslandi öllu. Í ljósi loftslagsbreytinga er brýnt að við náum víðtækri sátt um að virkir ferðamátar og vistvænar samgöngur séu rétta leiðin og við þurfum enn frekari samvinnu til að ryðja í burtu hindrunum sem standa í veginum. Við þurfum því að að stokka upp í núverandi fyrirkomulagi.

Fyrst skrefið væri að stofna Samgöngustofu höfuðborgarsvæðisins, sem væri í umsjón sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, og Samgöngustofu Íslands sem væri sameinuð Vegagerð og Samgöngustofa.

Þótt báðum einingum væri ætlað að þjónusta alla ferðamáta yrðu hlutverk þeirra og áherslur ólíkar.

Samgöngustofa höfuðborgarsvæðisins hefði til dæmis það að markmiði að fækka eknum kílómetrum, draga úr umferð, stórauka hlutdeild virkra ferðamáta og byggja upp samkeppnishæft samgöngukerfi.

Það er nefnilega komið að tímamótum í þróun samgangna á Íslandi og allar stórhuga umbætur skila okkur ómetanlegum lífs- og umhverfisgæðum, betri heilsu og heilnæmu umhverfi og yrðu til þess að stemma stigu við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Þetta ætti að vera hagsmunamál allra landsmanna."

Er ekki dásamlegt að  eiga fólk í stjórnmálum sem getur vísað okkur suðasvörtum veginn með jafnsannfærandi hætti og þessi kona gerir? Það þarf aðeins einar Borgarstjórnarkosningar í viðbót til þess að gulltryggja sigur þessara hugsjóna.

Hvergi rúm fyrir efasemd í veröld hugsjónamannsins? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband