10.10.2021 | 10:00
Í fýlu og farinn
frá framboðinu og félögunum.
Birgir Þórarinsson, lærður Guðsmaður í góðum siðum, er farinn úr flokknum sínum og framboðinu sem fleytti honum inn á þing.Ég skulda ykkur ekkert fáráðarnir ykkar sem féllu fyrir mér og kusuð mig. Ég er farinn i fýlu og farinn á önnur mið. Þekki ykkur ekki lengur.
Gunnar Heiðarsson veltir þessu fyrir sér og skrifar:
"Það hefur verið ljóður á þingræði okkar að þingmenn geti skipt um flokka eins og nærbuxur. Um þetta þarf þó ekki að deila, þingmenn hafa þennan rétt og sífellt fleiri sem nýta sér hann. Það segir þó ekki að þetta sé réttlátt gagnvart kjósendum, enda í raun enginn þingmaður kosinn í eigin nafni, heldur í skjóli einhvers stjórnmálafls. Réttur kjósandans á kjörstað til að velja sér ákveðna persónu, nú eða hafna henni, er slíkur að útilokað er að virkja hann. Fólk kýs flokk, með þeim frambjóðendum sem þeim flokki fylgir.
Eins og áður segir, þá færist sífellt í aukanna að þingmenn flakki milli flokka á milli kosninga. Nánast eingöngu hefur það verið vegna málefnalegs ágreinings innan flokks, sem kemur upp á kjörtímabilinu. Að fólk hefur ekki verið tilbúið að fylgja flokkslínunni, nú eða að þingmenn telji að meirihluti síns flokks hafi svikið eigin flokkslínu. Við þær aðstæður hafa sumir þingmenn talið æru sinni vegna, að betra sé að yfirgefa flokk sinn. Sumir starfað sem óháðir á eftir en flestir þó gengið til samstarfs við annan flokk. Sjaldan hefur þó slíkt flokkaflakk orðið þingmanni til framdráttar.
En nú ber alveg nýtt við. Einungis eru örfáir dagar frá kosningum og þingmaður ákveður að yfirgefa flokk sinn, ekki vegna málefnalegs ágreinings, enda störf Alþingis vart hafin, ekki heldur vegna þess að þingflokkur hans sé að svíkja eigin stjórnmálastefnu. Nei, þingmaðurinn yfirgefur flokk sinn vegna málefnis sem skeði snemma á síðasta kjörtímabili, utan starfa Alþingis. Ja, betra seint en aldrei, myndu sumir segja!
Heiðarlegra hefði verið, þar sem gamalt mál hrjáir samvisku þessa þingmanns, að gefa bara alls ekki kost á sér fyrir þann flokk sem hann nú yfirgefur. Gefa frekar kost á sér í framboð fyrir þann flokk sem hann nú dáir.
Það er full ástæða til að óska Sjálfstæðisflokki til hamingju með þennan nýja öflugan þingmann, sem þeir fengu svona í bónus. Ekki ónýtt að eflast með þessum hætti. Hitt ætti hinn skeleggi þingmaður að átta sig á að allar þær ræður og öll sú vinna er hann lagði á sig til að standa vörð sjálfstæðis og til varnar að hálendið yrði tekið og lagt undir embættismenn í 101 Reykjavík, hefði verið honum ómöguleg ef hann hefði setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk á síðasta kjörtímabili.
Þá væri minningin um Birgir Þórarinsson önnur."
Ég deili skoðun með Gunnari. Ég tek ekki við hamingjuóskum um það að fá svona mórallausan mann inn í Sjálfstæðisflokkinn.Ég lít ekki á hann sem flokksmann með flokksmönnum og kæri mig ekki um að eiga pólitíska nótt undir exi hans hvað sem Guðfræðinni líður.
Mér finnst að fyrsta skylda manna liggi hjá þeim sem þeir prökkuðu með fagurgala til að kjósa sig en ekki persónulegrar fýlu.
Þess vegna finnst mér að varaþingmaður Miðflokksins frekar en Birgir ætti að setjast í þingsætið en að Birgir sé farinn í fýlu og í annan flokk.
Annars er líka hægt að koma með ný kosningalög þar sem kjósendur kjósa 63 óflokkuð þingsæti. Þeir sem flest atkvæði fá tilkynna svo hvaða stefnumál þeir muni hafa á komandi þingi.
Engin fýla, ekkert flokksræði og enginn farinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:07 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
CDU, flokkur Angelu Merkel fráfarandi kanslara Þýskalands, bauð mikið afhroð í kosningunum 26.sept. Töpuðu margir þingsætum sínum.
Nú hafa tveir reyndir þingmenn og ráðherrar ákveðið að segja af sér þingmennsku. Þetta eru Peter Altmaier efnahagsráðherra og Annegret Kramp Karrenbauer varnarmálaráðherra, en hún var formaður flokksins í eitt ár. Þetta gera þau til þess að hleypa yngri mönnum að í sinn stað.
Skyldi nokkrum nýkjörnum Alþingismanni hafa dottið eitthvað slíkt í hug til þess að leysa vandræðaganginn sem upp kom eftir kosningarnar hér á landi um sama leyti?
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 10.10.2021 kl. 16:21
Ég væri til í að fá að kjósa persónur beint í ráðuneyti, fækka þingmönnu slatta og kjósa þá inn beint, sleppa þessu flokka klúðri sem er ekki að skila sínu.
Halldór (IP-tala skráð) 10.10.2021 kl. 18:36
Sammála - það þurfa að koma til breytingar til að koma í veg fyrir svona framkomu við kjósendur
G Helga Ingadottir, 10.10.2021 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.