Leita í fréttum mbl.is

Sæstrengsgrýlan

hefur verið notuð óspart á Íslendinga. Hér á orkuverð að snarhækka þegar ESB fer að heimta af okkur rafmagn á hærra verði en við erum að borga núna. Sannleikskorn í þessu ef þær aðstæður væru komnar.

Mér barst athugasemd frá aðila sem kallar sig Vagn en margir efast um hver sé ef hann er þá einn aðili. Ég uppnefni hann stundum Kerruna þess vegna.

Hann segir:

 

"Og fyrir þá sem ekki þekkja annað en það sem sumir sögðu um orkusamninginn,: Ef lagður verður sæstrengur héðan til ESB þá eru það heildsalarnir sem allir fá rafmagnið á sama verði frá sama framleiðenda, og ekkert endilega markaðsverði. Aðrir framleiðendur ákveða sín verð til sinna heildsala, og þurfa ekkert að miða sig við þann sem selur úr landi á hæsta verði sem þar býðst.

Heildsöluverð Landsvirkjunar er ákvörðun Landsvirkjunar, sama hvort þeir noti núverandi viðmið eða ákveði á morgun að nota meðal heildsöluverð í ESB sem viðmið eða eitthvað annað. Engan rafstreng hefur nokkurn tíman þurft til og rafstrengur breytir þar engu. Nema því að heildsölum fjölgar eitthvað sem vilja glaðir borga meira en núverandi verð.

Og ef Landsvirkjun selur þeim allt sitt rafmagn, 100% af öllu rafmagni sem Landsvirkjun framleiðir, nægir það til að fullnægja um 10% af raforkuþörf Skotlands (til að setja stærð okkar og hvað við höfum að bjóða í samhengi).

Noregur er ekki samanburðarhæft vegna þess að rafmagnsverð þar fer meira eftir því hvort búið er í þéttbýli eða landsbyggð, iðnaðar eða landbúnaðarsvæði, fiskveiði eða verslunarbæ, kuldanum fyrir norðan eða ylnum sunnar. Rafmagnsverð hefur verið umkvörtunarefni í Noregi lengur en ESB hefur verið til og skýrist aðallega af skattlagningu sem stýrist af byggðarsjónarmiðum.

Og kaup og sala Norðmanna á rafmagni eru meira í ætt við skipti. Norðmenn fá rafmagn þegar notkun minnkar í ESB og ESB fær rafmagn þegar notkun minnkar í Noregi. Þannig jafnast framleiðsla þeirra orkuvera sem tengjast þeim skiptum og ekki er eins mikið um að þau þurfi að framleiða meira en markaðir kalli á. Túrbínur snúast í Noregi og lýsa upp Varsjá þó Norðmenn sofi. Og kjarnorkuver í Frakklandi elda grauta og steikja fisk í Noregi meðan Þjóðverjar liggja á meltunni. Og verðin eru ekki ákveðin í Brussel frekar en verð á kartöflum, bensíni eða bjór."

Þetta er kjarni málsins. Sæstrengur opnar á sölumöguleika umfram þá sem hér er að finna innanlands. Gæti haft áhrif á staðsetningarval orkuiðnaðar segja sumir og rýrt möguleika Íslands í samkeppni. Ódýrari orka á Íslandi en hægt er að selja hana úr landi er niðurgreiðsla fyrir neytendur.

Of snemmt er að hugsa mikið um hvort hér kemur sæstrengur eða ekki. Trúlega kemur hann samt fyrr eða síðar ef við eru duglegir að virkja. Sem er óvitað.

En það er gagnlegt að velta þessu fyrir sér með orkuna án þess að búa til Sæstrengsgrýlu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Heill og sæll Halldór minn.

Rök þessa svokallaða Vagns er frekar haldlítil. Hann horfir fyrst og fremst til heildsölu á orkunni, ekki smásölunnar. Það er ljóst að samkvæmt reglum ESB, gegnum ACER, að orkuverð í smásölu skal vera sem jafnast á öllu orkusvæði ESB. Meðan við ekki tengjumst þessu svæði með sæstreng höfum við möguleika til að hundsa þessar reglur ESB, en jafn skjótt og tenging hefur orðið, teljumst við til orkusvæðis ESB, að full og öll með kostum þess og göllum. Þar er stærsti gallinn fyrrnefnd regla um sem jafnast orkuverð milli landa. Um þetta þarf ekki að deila, einungis hægt að deila um hversu margföld hækkunin muni verða hér á landi.

Þá er nokkuð kostulegt að lesa rökfærslur Vagns. Miðað við þær mætti ætla að jörðin snerist ekki frá vestri til austurs, heldur suðru til norðurs.

Líklegt er, af þeim skrifum sem hafa byrst hér á bloggsíðum undir nafninu Vagn, að þar sé um að ræða frændur og vini Skeggja nokkurs, sem var nokkuð virkur hér fyrir nokkrum árum.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 12.10.2021 kl. 15:55

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór minn.

Þegar þú ert farinn að vitna í rafeind til að réttlæta þegar örugg svik Sjálfstæðisflokksins í orkumálum þjóðarinnar, þá er fokið í mörg skjól.

De Gaulle kaus að fara við annan mann (aðstoðarforingi hans fór með honum) til London, í stað þess að taka þátt í sögulegum svikum franskra stjórnmálaelítunnar við Þjóðverja, að tapa stríði er eitt, en að vinna með óvininum eftir uppgjöf er annað.

Churchill kaus frekar aðhlátur en að taka þátt í útburðarvæli breskra íhaldsmanna um að semja ætti við Hitler.

Íhaldsmenn hafa alltaf haldið haus gagnvart svikum og undanferli Halldór, en þú þarft aðeins hvatningu frá nafnleysingja, sem er ekki persóna heldur ip-tala sem Valhöll heldur út til að hafa áhrif á umræðuna hér á Moggablogginu, til að svíkja stefnu Sjálfstæðisflokksins sem var meitluð í stein á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar.

Sjálfstæð þjóð í sjálfstæðu landi.

Sæstrengur er algjör yfirráð regluveldis ESB yfir orkumálum þjóðarinnar, á forsendum markaðsvæðingar framboðs og eftirspurnar.

Ekki að útvega öllum orku á hagstæðu verði, líkt og var kjarni í stefnu Sjálfstæðisflokksins frá því að Jón Þorláksson var og hét.

Til hvers ertu að skammast út í Þorgerði og Talna-Bensa Halldór, þau eru þó heil í svikum sínum við þjóð og ærlegt fólk??

Þú mátt svara mér, hvort er verra, kvislingurinn eða sá sem flaggar undir fölsku flaggi??

Birgir er greinilega forboði þess sem koma skal.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.10.2021 kl. 17:14

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Góðu vinir Ómar og Gunnar

Ég sagði ekki að ég vildi sæstreng þó að ég geti alveg trúað því að hann verði  lagður einhverntímann. Ef einhverjir Skeggjar hér gefast upp á fullveldinu og gefasgt upp fyrir embættismönnum í Landsvirkjun sem horfa bara á verðið á kílóvattinu en ekki pólitík íorkumálum.

Ómar Sjálfstæð þjóð í sjálfstæðu landi. Það er mín stefna. En ef menn telja að Ísland hagnist á sæstreng á ég þá að vera á móti honum ef ekkert annað betra er í boði? En ég var á móti O3 og Bigga Ármanns  og Acer og er enn á móti O4 og O5  og ég vil engin erlend bandalög um fullveldisframsal. Mér finnst fúlt ef þú álitur mig einhvern kvisling í sjálfstæðismálum.

Já Gunnar, það skyldi þo ekki vera að bak við Kerruna leynist Skeggjaður krati. Nógu djöfull kolvitlaus hundalógísk sjónarmið gjósa upp hjá honum öðru hvoru. Ég hélt stundum hann væri í dópinu eða fullur oft á tíðum en samt er hann ekki alvitlaus alltaf.

Halldór Jónsson, 12.10.2021 kl. 17:33

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Halldór minn, maður er aldrei annaðhvort eða.

Sæstrengur til að hagnast á er blekking, illusion, ekki svo galin hugmynd ef næg væri orkan, og við værum ekki undir hæl regluverks ESB.

Sem þú veist að við erum Halldór, þess vegna eru spurningar mínar réttmætar.

Gunnar útskýrir þetta vel hér að ofan, en ég held að þú hafir vitað þetta allt saman Halldór, mig grunar að þú sért að æfa þig í enn einu undanhaldinu í þágu flokks þíns.

Í stað þess að segja, ég samþykki aldrei þessa vitleysu, og skammist ykkar fyrir þær blekkingar sem þið notið til að réttlæta svik ykkar við land og þjóð.

Það er nefnilega hægt að vera á móti, og vera samt dyggur flokksmaður, reyndar er það dyggð að standa á sannfæringu sinni og berjast fyrir henni, þó hún sé ekki þóknanleg flokksforystunni og njóti ekki meirihluta stuðnings samflokksmanna. 

Churchill var til dæmis í algjörum minnihluta, næstum útskúfaður, en svo sáu menn að hann hafði rétt fyrir sér, og leitað var til hans um forystu.

En ef maður þarf að ljúga að sjálfum sér til að haldast í flokknum, þá er betra að yfirgefa hann, og játa að það er vík á milli vina.

Ég hélt að þess þyrfti bara ekki í flokk þínum Halldór.

Kveðja að austan.

PS.  Rafeindin sem kennir sig við Vagn líkist Skeggja ekki á nokkurn hátt í stílbrögðum eða málflutningi, og annað hvort eru fleiri en einn sem standa á bak við hana, eða viðkomandi er margklofinn persónuleiki, frá leiðinda, hálfbarnalegum tuðara yfir í að vera nokkuð skörp, og jafnvel bráðfyndin.

Skeggi gat verið fyndinn, en hann var aldrei mjög skarpur. 

Ómar Geirsson, 12.10.2021 kl. 22:18

5 identicon

Eins og sést á meðfylgjandi úrklippu þá er verð á raforku til almennings mjög mismunandi og langt frá því að vera sem jafnast á öllu ESB svæðinu. Enda er Gunnar að bulla, trúarskoðanir hans standast ekki það sem er að ske í raunheimum og Jörðin er ekki eins flöt og hann heldur. Það er bara verðið frá framleiðenda til þeirra heildsala sem af honum kaupa sem orkupakkinn og ACER hafa um að segja. Bara þannig að ekki má mismuna þeim kaupendunum. Og hver framleiðandi ákveður sitt verð. Við teljumst svo til orkusvæðis ESB, það þarf engan sæstreng til þess. Þess vegna getum við selt okkar grænu upprunavottorð á þeim markaði og Þjóðverjinn talið sig vera að kaupa símaþjónustu sem rekin er á "hreinu" grænu rafmagni en ekki kjarnorku og kolum.https://ec.europa.eu/eurostat/statistics-explained/index.php?title=Electricity_price_statistics

Svo var gaman að sjá fyrirsjáanleg og venjubundin viðbrögð Ómars litla. Þegar engin eru rökin er gripið til upphrópanna, talað um svik, kvislinga, gamlar stefnur, sjálfstæði, Hitler o.s.frv. Það virkar örugglega mjög sannfærandi á einhverja, því miður.

Vagn (IP-tala skráð) 12.10.2021 kl. 23:21

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Elsku Vagn minn.

Það var enginn að eyða orðum á þig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.10.2021 kl. 08:39

7 identicon

Ómar, ef þú ert ósáttur við að Halldór skuli birta pósta sem honum eru ætlaðir og sendir þá verður þú að eiga það við hann.

Vagn (IP-tala skráð) 13.10.2021 kl. 18:15

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Tölur og línurit eru skemmtileg Vagn. Hægt að sýna hinar ýmsu "staðreyndir", bara ef réttar forsendur eru valdar. Það sem vantar í þetta línurit þitt er orkuverð á Íslandi. Þá liti það nokkuð öðru vísi út.

Gunnar Heiðarsson, 14.10.2021 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband